Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Phillips frá vegna meiðsla og HM í hættu

    Þegar Manchester City festi kaup á Kalvin Phillips í sumar var vonast til að hann myndi veita Rodri samkeppni sem aftasti miðjumaður liðsins. Phillips vildi fara í stærra lið sem væri að berjast um titla en að sama skapi spila til að tryggja sæti sitt í enska landsliðinu fyrir HM í Katar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Son setti þrennu í stórsigri Tottenham

    Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jóhann Berg lagði upp sigurmark Burnley

    Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Bristol City í ensku B-deildinni í kanttspyrnu í dag. Jóhann Berg kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og lagði upp sigurmark heimamanna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Skytturnar byrja á stór­sigri

    Arsenal og Brighton & Hove Albion mættust í fyrsta leik ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Skytturnar unnu 4-0 stórsigur og byrja tímabilið af krafti.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Foster leggur hanskana á hilluna

    Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mendy sýknaður af einni nauðgunarákæru

    Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy hefur verið sýknaður af einni nauðgunarákæru. Hann er þó enn ákærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunnar og kynferðislegt áreiti gegn sex ungum konum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leik Arsenal í Evrópudeildinni frestað

    Leik Arsenal við PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í fótbolta hefur verið frestað sökum andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Óvissa er um leiki komandi helgar í ensku deildarkeppnunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kanté gæti farið frítt frá Chelsea

    Þó að franski landsliðsmiðjumaðurinn N‘Golo Kanté hafi verið lykilmaður hjá Chelsea um árabil þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn síðustu ár. Hann gæti yfirgefið félagið frítt næsta sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kveðst eyðilagður yfir brottrekstrinum

    Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea en hann sendi frá sér tilfinningaríka yfirlýsingu í kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ósammála frestunum á Englandi

    Sparkspekingarnir Gary Neville, Peter Crouch og Piers Morgan eru ekki sammála þeirri ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að fresta öllum leikjum helgarinnar en leikjunum var frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar. 

    Enski boltinn