Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Fyrsta orrustan í titlastríðinu háð í dag

    Liverpool og Manchester City berjast um fyrsta titil tímabilsins í enska boltanum þegar liðin mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn á King Power vellinum í Leicester í dag. Þessi tvö lið hafa barist um alla þá titla sem í boði eru undanfarin ár og á þessu tímabili virðist engin breyting verða þar á.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Væri gaman að vinna hann einu sinni“

    Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir leik dagsins við Manchester City, vera félagi sínu mikilvægan. Samfélagsskjöldurinn er eini enski bikarinn sem Klopp hefur ekki tekist að vinna á stjóratíð sinni í Bítlaborginni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Laporte ekki með á morgun

    Spænski varnarmaðurinn Aymeric Laporte verður ekki með Manchester City þegar liðið mætir Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn á morgun. Hann mun ekki snúa aftur fyrr en í september.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool tapaði lokaleiknum í Austurríki

    Þrátt fyrir mikla yfirburði tókst Liverpool ekki að leggja austuríska liðið RB Salzburg af velli í síðasta vináttuleik liðsins fyrir næsta leiktímabil. Lokatölur voru 1-0 fyrir Salzburg.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hyggjast taka harðar á ólátum áhorfenda

    Enska knattspyrnusambandið og enska úrvalsdeildin hafa kynnt nýjar reglur sem ætlað er að temja ólátahegðun áhorfenda. Töluvert var um að stuðningsmenn stormuðu inn á velli á Englandi í lok leikja á síðustu leiktíð.

    Fótbolti