Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Greenwood bjargaði stigi fyrir United

    Southampton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á St. Mary's á suðurströnd Englands í dag. Mark Masons Greenwood bjargaði stigi fyrir United.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Með hausinn í lagi

    Aden Flint, miðvörður Cardiff City, er markahæsti leikmaður Championship-deildarinnar á Englandi þegar fjórum umferðum er lokið í deildinni. Öll átta mörk Cardiff á leiktíðinni hafa verið skoruð með skalla.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tap hjá Jökli - Jón Daði enn frá

    Jökull Andrésson og félagar hans í Morecambe þurftu að þola 2-1 tap fyrir Gillingham í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Í B-deildinni tapaði Millwall án Jóns Daða Böðvarssonar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Grealish komst á blað í stórsigri City

    Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á sigurbraut eftir 5-0 heimasigur á nýliðum Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jack Grealish skoraði sitt fyrsta mark fyrir City eftir skiptin frá Aston Villa í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ramsdale genginn í raðir Arsenal

    Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Hann kemur til liðsins frá Sheffield United sem féll úr efstu deild í vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rúnar Alex, Aubameyang og Lacazette með veiruna

    Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans hjá Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette, voru ekki í leikmannahópi Arsenal sem tapaði gegn nýliðum Brentford um helgina vegna veikinda. Nú hefur það verið staðfest að þeir greindust með kórónaveiruna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mínútu þögn á Anfield um helgina og 97. fórnarlambs Hillsborough minnst

    Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda minningarathafnar vegna nýlegs fráfalls Andrew Devine, stuðningsmanns Liverpool, sem varð sá 97. til að láta lífið vegna Hillsborough-slyssins árið 1989. Hans, auk hinna 96 sem létu lífið vegna slyssins, verður minnst fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale

    Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir.

    Fótbolti