Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Roon­ey tekur við B-deildar­liði Plymouth

    Wayne Rooney er snúinn aftur í þjálfun. Hann var í gær ráðinn þjálfari B-deildarliðs Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sér í deildinni á nýafstaðinni leiktíð á kostnað Birmingham City, sem er síðasta liðið sem Rooney þjálfaði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fyrstu táningarnir síðan Ron­aldo árið 2004

    Táningarnir Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo voru á skotskónum þegar Manchester United lagði nágranna sína í Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Þeir eru fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik keppninnar síðan Cristiano Ronaldo gerði það árið 2004.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bikar­meistarinn Bruno: „Þurftum að fórna og þjást en við gerðum magnaða hluti“

    „Þetta var síðasti möguleikinn á að ná einhverju jákvæðu út úr tímabilinu. Við vorum hér [í úrslitum ensku bikarkeppninnar] í fyrra en vorum ekki nægilega góðir þá og þurftum að horfa á þá taka við bikarnum,“ sagði Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, eftir 2-1 sigur á Englandsmeisturum Man City í úrslitum ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lopetegui tekur við West Ham

    Julen Lopetegui hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Hann tekur við af David Moyes sem lét af störfum á dögunum. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    De Bru­yne orðaður við nýtt fé­lag í MLS

    Belgíski landsliðsmaðurinn og leikmaður Englandsmeistara Manchester City, Kevin De Bruyne, er orðaður við lið San Diego FC sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann ku vera áhugasamur að færa sig um set en það er þó ekkert fast í hendi að svo stöddu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rashford líka skilinn eftir heima

    Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Gareth Southgate ætli að skilja sóknarmanninn eftir heima.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tuchel daðrar við Man United og Chelsea

    Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel virðist hafa mikinn áhuga á að snúa aftur til Englands en hann stýrði Chelsea frá janúar 2021 til síðla árs 2022. Hann er nú orðaður við Manchester United sem og Chelsea á nýjan leik.

    Enski boltinn