Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Sár­kvalinn með putta sem að fólki hryllir við

    Það er líklega vert að vara viðkvæma við meðfylgjandi mynd og myndbandi af því þegar Portúgalinn Matheus Nunes meiddist í leiknum með Manchester City gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Neyddust til að fresta vegna brunans

    Búið er að fresta mikilvægum leik í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem fara átti fram í kvöld, vegna mikils bruna nærri St Mary‘s, heimavelli Southampton.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Southgate og Frank í sigti Man. Utd

    Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur heimildir fyrir því að nýir forráðamenn Manchester United séu með þrjá stjóra til skoðunar sem mögulega arftaka Hollendingsins Eriks ten Hag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Salah mættur aftur til æfinga

    Egyptinn Mohamed Salah var mættur á æfingu hjá Liverpool í dag en hann er á meðal leikmanna liðsins sem eru í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik helgarinnar gegn Manchester City.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Cantona hefði getað spilað fyrir Liverpool

    Graeme Souness var knattspyrnustjóri Liverpool þegar Eric Cantona kom inn í ensku úrvalsdeildina. Það er honum að kenna að Cantona spilaði ekki fyrir Liverpool heldur fór frekar í Leeds. Cantona átti síðan risastóran þátt í velgengni Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Unun að vera hluti af þessu“

    Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, skoraði fyrsta mark Arsenal er liðið vann 6-0 útisigur gegn botnliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Skytturnar skutu Sheffield í kaf

    Arsenal vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti botnlið Sheffield United í kvöld. Óhætt er að segja að sigur gestanna hafi verið öruggur, en lokatölur urðu 0-6.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistararnir aftur á toppinn eftir öruggan sigur

    Englandsmeistarar Chelsea áttu ekki í vandræðum með Refina frá Leicester í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Manchester United náði aðeins í stig gegn West Ham United og Brighton & Hove Albion skoraði 7 mörk gegn botnliði Bristol City.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Hvert tap skaðar fé­lagið“

    Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Heima­menn komu til baka

    Manchester City lagði Manchester United 3-1 í stórleik ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Gestirnir komust óvænt yfir og leiddu í hálfleik en tvö mörk frá Phil Foden tryggðu heimamönnum sigurinn. Erling Braut Håland kórónaði svo sigurinn í blálokin.

    Enski boltinn