Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna“

„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Breyttir jeppar í almannaþjónustu

Aldís Ingimarsdóttir og Indriði Sævar Ríkharðsson, kennarar við iðn- og tæknifræðideild, fjalla um breytta jeppa í almannaþjónustu á Íslandi. Um er að ræða fimmta fyrirlesturinn í netfyrirlestraröð HR og Vísis.

Innlent
Fréttamynd

Frá grunni eða á sterkum grunni?

Ferðaþjónusta er í eðli sínu fjölbreytt, litskrúðug og skapandi atvinnugrein sem byggir 80-90% á frumkvöðlum, eldhugum og einstaklingum sem hafa skapað sjálfum sér og fjölskyldu sinni atvinnu um allar landsbyggðir Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum

Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið tryggi réttindi ferðamanna

Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst.

Skoðun
Fréttamynd

Undirstaða hinna dreifðu byggða

Nytjar villtra lax- og silungsstofna er ein elsta og dýrmætasta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Sjálfbær nýting á þessari mikilvægu náttúruauðlind hefur fært fólki til sveita tekjur og atvinnu í yfir eitthundrað ár.

Skoðun
Fréttamynd

Treystum á ferðaþjónustuna

Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf.

Skoðun
Fréttamynd

Hugsum í lausnum

Úrræði stjórnvalda vegna COVID 19 faraldursins hingað til nægja auðsjáanlega ekki fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Með markvissum aðgerðum og á grundvelli reglna sem þegar er að finna í lögum mætti afstýra miklum vanda hjá mjög mörgum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustan riðar til falls

Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum.

Skoðun
Fréttamynd

„Hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir“

Kristófer Oliversson, formaður FHG - Fé­lags fyr­ir­tækja í hót­el­rekstri og gistiþjón­ustu og fram­kvæmda­stjóri Center hotels, segir að þær efnahagsaðgerðir sem stjórnvöld kynntu í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum nýtist vafalaust minnstu hótelum og gististöðum.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnurekendur undirbúa uppsagnir um mánaðamótin

Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Vinna að leiðbeiningum fyrir tjaldstæði í sumar

Starfsmenn sóttvarnalæknis vinna nú að leiðbeiningum um þrif og sóttvarnir fyrir tjaldstæði og almenningssalerni vegna kórónuveirufaraldursins til að hægt verði að halda úti starfsemi í sumar þegar fólk ferðast innanlands.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar

Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður.

Innlent