Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Nico Rosberg vann á Monza

Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Monza brautinni í ítlaska kappakstrinum. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes eftir að hafa ræst af stað á ráspól entapað fimm sætum í ræsingunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Jenson Button tekur frí frá Formúlu 1

Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins hefur staðfest að hann muni ekki aka í Formúlu 1 á næsta ári. Nýliðinn Stoffel Vandoorne mun aka við hlið Fernando Alonso á næsta ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg: Lewis var bara fljótari í dag

Lewis Hamilton náði sínum fimmta ráspól á Ítalíu sem er jöfnun á meti Ayrton Senna og Juan Manuel Fangio. Ráspóllinn er jafnframt 56. ráspóll Hamilton á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Formúla 1
Fréttamynd

Lewis Hamilton á ráspól á Ítalíu

Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ítalska kappakstrinn sem fer fram á morgun. Þetta var fimmti ráspóll Hamilton á Ítalíu. Nico Roserg var annar á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso spenntur fyrir bílum næsta árs

Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 spáir því að bílar næsta árs vekji hrifningu ökumanna. Hann gerir ráð fyrir því að þeir eigi eftir að virka vel fyrir ökumenn og áhorfendur.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg á ráspól á heimavelli

Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í þýska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton ræsir annar og Daniel Ricciardo á Red Bull verður þriðji.

Formúla 1