Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Ó­breytt staða á Schumacher

Læknar þýska ökuþórsins Michael Schumacher eru enn að vinna í því að vekja hann úr dái en rúmir þrír mánuðir eru síðan hann slasaðist alvarlega á skíðum.

Formúla 1
Fréttamynd

Lotus tapaði á að sleppa Jerez

Nick Chester, tæknistjóri Lotus-liðsins, gerir ráð fyrir að liðið verði komið aftur meðal þeirra fremstu í þriðju keppni tímabilsins. Allt veltur á því að leysa vélavandamálin sem hrjá Renault-vélina sem er í Lotus-bílnum.

Formúla 1
Fréttamynd

Red Bull er með góðan bíl

Jenson Button, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður McLaren-liðsins, segir að Red Bull-bíllinn sé góður. Hann segir Red Bull hafa sýnt það á æfingum að bíllinn sé vel hannaður.

Formúla 1
Fréttamynd

Hugsanlega ný lið í Formúlunni árið 2015

Opnað var fyrir umsóknir fyrir ný lið í Formúlu 1 fyrir skemmstu. Tveir aðilar sem sóttu um þykja koma sterklega til greina. Annars vegar Gene Haas og hins vegar rúmenskur umsækjandi sem nýtur stuðnings þarlendra stjórnvalda.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton var fljótastur á lokadeginum

Æfingum fyrir komandi tímabil í Formúlu eitt lauk í Bahrain í dag. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði með hraðasta tíma dagsins 1:33.278. Hann ók 69 hringi en tapaði miklum tíma í morgun vegna vandræða með gírkassa.

Formúla 1
Fréttamynd

Perez aftur fljótastur | Besti dagur Red Bull

Aftur átti Sergio Perez á Force India besta tíma dagsins í Bahrain. Tími hans var 1:35.570, örlítið hægar en í gær. Þá var tími hans 1:35.290. Annar í dag varð Fernando Alonso á Ferrari, tími hans var 1:35.634.

Formúla 1
Fréttamynd

Bíllinn verður að vera skotheldur

Nico Rosberg annar ökumanna Mercedes liðsins segir að nýr bíll liðsins W05 verði að vera 100% áreiðanlegur. Lykillinn að árangri á tímabilinu verður líklega áreiðanleiki. Fyrstu keppnirnar verða þar mikilvægastar. Hægt og rólega munu liðin svo læra hversu mikið vélarnar þola.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari á réttri leið

Ferrari á enn eftir að koma fram með aðal uppfærsluna fyrir tímabilið samkvæmt Pat Fry, yfirverkfræðingi, liðsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Breytingar á tímatökum

Formúlu 1-liðin hafa kosið um breytingar á tímatökum. Niðurstaðan er sú að fyrsta umferð mun styttast úr 20 mínútum í 18. Önnur umferð mun haldast 15 mínútur. Þriðja umferðin mun vara í 12 mínútur í stað 10 áður.

Formúla 1
Fréttamynd

Magnussen fljótastur í Bahrain

Daninn ungi Kevin Magnussen hjá McLaren var fljótastur allra á öðrum degi æfinga í Bahrain. Tími hans, 1:34.910 mínútur, var afgerandi fljótasti tími dagsins. Nico Hulkenberg var annar á Force India, rúmlega 1,5 sekúndu á eftir Magnussen.

Formúla 1
Fréttamynd

Vandinn var hjá Red Bull

Adrian Newey aðalhönnuður Red Bull liðsins í formúlu eitt viðurkennir að hann hafi vanmetið kæliþörf nýju vélarinnar. Uppröðun vélarinnar hefur einnig áhrif og segir Newey að hann hafi pakkað hlutum Renault vélarinnar of þétt saman.

Formúla 1
Fréttamynd

Konum fjölgar í Formúlu 1

Simona de Silvestro er gengin til liðs við Sauber. Hún er samningsbundin hjá liðinu og stefnir á að verða ökumaður þess á næstu árum.

Formúla 1
Fréttamynd

Settar skorður í útgjöldum

Árið 2015 munu liðin í Formúlu 1 þurfa að halda sig innan 200 milljón evra í útgjöld. Það er gert til þess að jafna hlut liðanna. Stærstu liðin í dag eru að verja gríðarlegum fjármunum eða rúmum 47 milljörðum króna á hverju ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa er ánægður með Williams-bílinn

Felipe Massa er ánægður með afrakstur æfinganna í Jerez. Hann segir að bíllinn sé góður. Massa ekur nú fyrir Williams eftir að hafa ekki endurnýjað samning sinn við Ferrari í lok síðasta tímabils. Brasilíumaðurinn er bjartsýnn fyrir komandi tímabil.

Formúla 1
Fréttamynd

Renault uppfærslurnar virka

Pastor Maldonado ók Lotus bíl sínum einn hring á föstudag og tuttugu og einn hring á laugardag. Liðið var þá komið saman við auglýsingatökur á brautinni í Jerez á Spáni. Lotus hefur þar með notað þá tvo daga sem hvert lið má nota í auglýsingaskyni.

Formúla 1