Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Alonso vann sannfærandi sigur á heimavelli

Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, vann sannfærandi sigur í kappakstrinum á Spáni í dag. Alonso hefur ekki unnið í Barcelona síðan árið 2006 og voru heimamenn því himinlifandi.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg og Hamilton fremstir á Spáni

Mercedes-liðið mun ræsa báða bílana sína á fremstu tveimur rásstöðunum í spænska kappakstrinum á morgun. Nico Rosberg náð ráspól í tímatökunum og Lewis Hamilton varð annar. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel verður þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Engin augljós lausn hjá McLaren

McLaren-liðinu gekk ekki vel á föstudagsæfingunum fyrir spánska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Þeir Jenson Button og Sergio Perez náðu aðeins tólfta og þrettánda besta tíma á seinni æfingunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel og Alonso bitust um besta tímann

Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri.

Formúla 1
Fréttamynd

Ný refsikerfi í Formúlu 1 samþykkt

Nýtt refsikerfi sem keppnisliðin í Formúlu 1 ræddu sín á milli á Spáni í dag hefur verið samþykkt. Reglunum verður að öllum líkindum breytt í haust þannig að nýjar refsingar taka gildi á næsta ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso er í uppáhaldi Hamilton

Enn á ný hefur Lewis Hamilton, liðsmaður Mercedes í Formúlu 1, lýst yfir aðdáun sinni á Fernando Alonso, liðsmanni Ferrari. Þeir félagar hafa hins vegar ekki alltaf virt hvorn annan því árið 2007 sprakk McLaren-liðið í loft upp þegar Alonso og Hamilton stóðu í mega deilum.

Formúla 1
Fréttamynd

Lotus veit að Kimi fer hvergi

Kimi Raikkönen, liðsmaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, mun aka áfram fyrir sama lið á næsta ári ef Lotus nær að smíða öflugan bíl og halda Kimi í forystu. Gerard Lopez, eigandi liðsins er sannfærður um þetta.

Formúla 1
Fréttamynd

Kubica vill bara vera í formúlunni

Robert Kubica, pólverjinn sem varð í hræðilegu rallýslysi í febrúar 2010, segist vilja snúa aftur í Formúlu 1 sem fyrst enda sé það eina mótaröðin sem hann vilji taka þátt í. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu þessi þrjú ár og tekið þátt í minniháttar rallýmótum undanfarið.

Formúla 1
Fréttamynd

Montoya rétt missti af sigrinum

Fyrrum Formúlu 1-ökuþórinn, Juan-Pablo Montoya, sem keppir nú í NASCAR í Bandaríkjunum rétt missti af sigri í mótaröðinni í gær. Montoya var samt ánægður með að ná að klára mótið.

Formúla 1
Fréttamynd

Perez þykir hann hafa sannað ágæti sitt

Sergio Perez, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög ánægður með árangur sinn í Barein-kappakstrinum. Hann endaði sjötti eftir grimma baráttu við Jenson Button, liðsfélaga sinn.

Formúla 1
Fréttamynd

F1 fer á hlutabréfamarkað eftir allt saman

Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir nú að áætlanir um að skrá Formúlu 1 á hlutabréfamarkað í Singapúr á réttri braut. Markaðsskráningunni var frestað í fyrra vegna efnahagsástandsins í heiminum.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher ekur F1 bíl um Nurburgring

Sjöfaldi heimsmeistarinn Micael Schumacher mun aka tveggja ára gömlu Formúlu 1- bíl af Mercedes-gerð um gömlu Nurburgring-brautina í Þýskalandi. Þar var hætt að keppa árið 1976 vegna þess hve hættuleg hún þykir.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel: Tími Rosbergs óbætanlegur

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart.

Formúla 1
Fréttamynd

Nico Rosberg stal ráspólnum óvænt

Það gerðist óvænt í tímatökum fyrir kappaksturinn í Barein í hádeginu að Nico Rosberg á Mercedes setti besta tíma og náði auðveldlega ráspól. Sebastian Vettel varð annar í Red Bull-bílnum.

Formúla 1
Fréttamynd

Räikkönen er sama hvernig dekkin eru

Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga.

Formúla 1
Fréttamynd

Verður kappakstrinum aflýst í þetta sinn?

Formúla 1 snýr aftur til Barein í skugga mótmæla þar sem staðið hafa í tæp tvö ár. Eins og í fyrra hafa mótmælin gegn konungsstjórninni á eyjunni í Persaflóa breyst í mótmæli gegn Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Kovalainen reynsluekur fyrir Caterham

Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur verið endurráðinn til Caterham-liðsins sem tilraunaökuþór. Mun hann aka á föstudagsæfingum fyrir liðið í Barein síðar í vikunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Horner hafnar samsæriskenningum

Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína.

Formúla 1
Fréttamynd

Eftirmálar formúlunnar í Kína

Eftirmálar Formúlu 1-kappakstursins í Kína í morgun eru nokkrir enda virtust ökumenn ekki vera með reglurnar á hreinu hvað varðar notkun afturvængsins undir gulum flöggum.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso vann í Kína

Ferrari-ökuþórinn Fernando Alonso vann kínverska kappaksturinn í Sjanghæ í morgun eftir að Ferrari-liðið stillti upp frábærri keppnisáætlun. Finninn Kimi Raikkönen varð annar í Lotus-bílnum.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber færður aftast á ráslínu

Ástralinn Mark Webber þarf að ræsa aftastur í kínverska kappakstrinum í fyrramálið. Dómarar mótsins urðu að refsa honum þegar ekki tókst að taka nægilega stórt sýni úr eldsneytistanki Red Bull-bílsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa fljótastur á æfingum í Kína

Felipe Massa á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni fyrir kínverska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Fernando Alonso, varð þriðji en Kimi Raikkönen skildi þá að í öðru sæti.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa segir Ferrari eiga séns á titli

Brasilíumaðurinn Felipe Massa, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist handviss um að að Ferrari-liðið sé nógu öflugt til að berjast um heimsmeistaratitil á tímabilinu sem hafið er. Formúla 1 snýr aftur í Kína um næstu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Rush frumsýnd í haust – stiklan komin

Kappakstursmyndin Rush í leikstjórn Ron Howard verður frumsýnd 20. september. Myndin fjallar um epíska baráttu Niki Lauda og James Hunt um heimsmeistaratitilinn 1976, á gullöld Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Vikan í F1 kostar minnst 230 milljónir króna

Marussia-liðið hefur gert stóran styrktarsamning við rússneska veðmálafyrirtækið Liga Stavok. Andy Webb, framkvæmdastjóri liðsins, vildi ekki gefa nánari upplýsingar um samninginn þegar hann yfirgaf hótelið í Moskvu en sagði hann auka fjárráð liðsins verulega.

Formúla 1