Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Vill verða betri ökuþór

Einn efnilegasti kappakstursökuþór Íslendinga er Hinrik Wöhler, tvítugur handboltamaður í Víkingi. Hann stefnir langt í mótorsportinu og dreymir um að spreyta sig í gókarti gegn þeim bestu í Evrópu.

Formúla 1
Fréttamynd

Lotus frumsýndi E21-bílinn í gær

Lotus-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 á vefnum í gærkvöldi. Bíllinn er byggður á bíl síðasta árs sem reyndist liðinu mjög áreiðanlegur.

Formúla 1
Fréttamynd

Þýski kappaksturinn í uppnámi

Þýski kappaksturinn í ár mun ekki fara fram á Nürburgring eins og til stóð því samningar hafa ekki náðst milli mótshaldara og Formúlu 1. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur gefið samninga upp á bátinn.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso verður ekki með í Jerez

Fernando Alonso, stjörnuökuþór Ferrari-liðsins, mun ekki taka þátt í fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins í Jerez á Spáni í byrjun febrúar. Felipe Massa og nýráðinn tilraunaökuþór liðsins, Pedro de la Rosa, verða í eldlínunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Glock og Kubica reynsluóku fyrir DTM

Þjóðverjinn Timo Glock hafði BMW M3 DTM-bíl til reynslu í Barcelona í dag en sagði á dögunum skilið við Formúlu 1. Glock fær ekki að aka fyrir Marussia í Formúlu 1 í ár og viðraði strax áhuga sinn á þýska götubílakappakstrinum.

Formúla 1
Fréttamynd

De la Rosa ráðinn til Ferrari

Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa hefur verið ráðinn tilraunaökuþór Ferrari-liðsins í ár. Hjá Ferrari eru fyrir tveir Spánverjar, þeir Fernando Alonso og Marc Gene.

Formúla 1
Fréttamynd

Óþarft að hafa áhrif á Räikkönen

Skoska goðsögnin Jackie Stewart sagði á árlegri ráðstefnu Autosport-tímaritsins að Lotus-liðið væri á réttri braut þegar það leyfir Kimi Raikkönen að vera hann sjálfur. Raikkönen í Lotus-bíl varð þriðji í stigakeppni ökuþóra á síðasta ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Perez mættur til starfa hjá McLaren

Mexíkóinn Sergio Perez er mættur til starfa hjá McLaren-liðinu en hann mun aka þar næstu árin eftir að hafa verið tvö ár hjá Sauber. Hann var formlega kynntur til sögunnar sem ökuþór liðsins í vikunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Red Bull kemst á fyrstu æfingarnar

Áætlanir Red Bull-liðsins gera ráð fyrir því að liðið geti tekið þátt í fyrstu æfingum ársins á Jerez-brautinni í byrjun febrúar. Adrian Newey, tæknistjóri liðsins, sagði við fjölmiðla fyrr í vikunni að hönnun og smíði nýja bílsins væri á eftir áætlun.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso of upptekinn af sálfræðstríðinu

Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull í kappakstursmálum, segir Fernando Alonso hugsa hlutina of mikið og gera of mikið til þess að ná sálfræðilegu taki á keppinautinum. Þeir Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull, og Alonso, ökuþór Ferrari, háðu baráttu um heimsmeistaratitilinn í fyrra.

Formúla 1
Fréttamynd

Newey: Við erum á eftir áætlun

Nú þegar keppnisliðin í Formúlu 1 keppast við að leggja lokahönd á keppnisbíla sína fyrir næsta tímabil eru heimsmeistarar Red Bull í vandræðum, að sögn Adrian Newey, aðalhönnuðar og tæknistjóra liðsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Tvö keppnissæti enn laus fyrir 2013

Enn á eftir að ráða í tvö keppnissæti fyrir næsta keppnistímabil í Formúlu 1. Force India og Caterham eiga eftir að ráða sér ökumenn þó leitin hafi verið verið þrengd nokkuð.

Formúla 1
Fréttamynd

Ecclestone segist saklaus af þýskum ákærum

Bernie Ecclestone segist vera saklaus af hvaða glæp sem kann að hafa fylgt sölunni á Formúlu 1 til einkahlutafélagsins CVC árið 2006. Ecclestone er sakaður um að hafa borgað þýskum bankastarfsmanni, Gerhard Gribkowsky að nafni, hátt í 3,5 milljarða í mútur svo að salan gengi í gegn.

Formúla 1
Fréttamynd

Dennis: Við hefðum getað haldið Hamilton

Ron Dennis, formaður stjórnar McLaren-liðsins og fyrrum liðstjóri liðsins, segir að McLaren-liðið hefði getað haldið Lewis Hamilton áfram árið 2013 en ákveðið að gera það ekki. Hamilton mun aka fyrir Mercedes næstu þrjú árin.

Formúla 1
Fréttamynd

Lotus heldur Grosjean árið 2013

Lotus-liðið hefur tekið ákvörðun um að nýta starfskrafta Romain Grosjean á nýjan leik árið 2013. Grosjean var harðlega gagnrýndur í sumar fyrir einstaklega óheppilega árekstra og annan óskunda í keppnum ársins.

Formúla 1
Fréttamynd

Button: Hamilton mun koma Rosberg á óvart

Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir að Lewis Hamilton, fyrrum liðsfélagi hans, muni koma nýjum liðsfélaga hjá Mercedes á óvart. Nico Rosberg eigi eftir að átta sig á hversu hæfileikaríkur og fljótur Hamilton er.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso valinn bestur af liðstjórum

Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport.

Formúla 1
Fréttamynd

Austurríki gæti verið viðkomustaður Formúlu 1 2013

Það gæti allt eins farið svo að aukamótið á dagatali Formúlu 1 á næsta ári verið í Austurríki en ekki í Tyrklandi. Framtíð kappakstursins í Tyrklandi er nú í höndum ríkisstjórnar Tyrklands sem mun taka ákvörðun um fjárframlög til mótshaldsins fyrir áramót.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel krýndur heimsmeistari - myndir

Sebastian Vettel var í gær krýndur heimsmeistari í Formúlu 1 við mikla athöfn í Tyrklandi, þar sem FIA hélt sitt árlega verðlaunapartý. Christian Horner tók við verðlaunum fyrir hönd Red Bull-liðsins sem eru heimsmeistarar bílasmiða.

Formúla 1
Fréttamynd

Útlit fyrir 20 mót á næsta ári

Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall

Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á.

Formúla 1
Fréttamynd

Stærstu liðin borga rúman milljarð króna í keppnisgjöld

Keppnisgjaldheimtunni í Formúlu 1 var breytt í haust. Keppnisgjöldin sem öll keppnisliðin verða að greiða til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandsins) er að lágmarki 62,5 milljónir króna en að auki er stigafjöldi liðanna margfaldaður með 6000 dollurum, 750 þúsund íslenskum krónum.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall

Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall.

Formúla 1
Fréttamynd

HRT gjaldþrota og keppir ekki 2013

HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton og Button jafnir eftir þriggja ára einvígi

Lewis Hamilton yfirgefur McLaren-liðið í Formúlu 1 í vetur og færir sig um set,yfir til Mercedes. Jenson Button verður eftir hjá McLaren en þeir hafa verið liðsfélagar í þrjú ár. Það er því ekki seinna vænna en að bera þá kappa saman.

Formúla 1
Fréttamynd

Bottas og Maldonado aka fyrir Williams 2013

Valtteri Bottas, ungur Finni sem hefur undanfarið reynsluekið fyrir Williams-liðið í Formúlu 1, hefur verið ráðinn sem keppnisökuþór liðsins á næsta ári. Þar mun hann aka við hlið Pastor Maldonado.

Formúla 1
Fréttamynd

Force India: Öryggisbíllinn var algert djók

Bob Fernley, liðstjóri Force India-liðsins í Formúlu 1, sagði að fyrsti öryggisbíllinn í brasilíska kappakstrinum hafi verið "algert grín". Nico Hulkenberg, ökuþór liðsins, var í fyrsta sæti á undan Jenson Button þegar öryggisbíllinn kom út.

Formúla 1