Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

21 Formúlu 1 mót á dagskrá 2012

FIA gaf í dag út fyrstu drög að mótaskrá fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 á næsta ári og er 21 mót dagsett á mótaskránni, samkvæmt frétt á autosport.com, en 20 mót verða á þessu keppnistímabili. Fyrsta mót á næsta ári verður í Barein, eins og stóð til að yrði á þessu ári. Það mót verður hinsvegar 30. október, eftir að FIA samþykkti í dag að setja það aftur á dagská.

Formúla 1
Fréttamynd

FIA samþykkir Barein mót 30. október

FIA samþykkti í dag óskir yfirvalda í Barein að Formúlu 1 mót fari fram í landinu á þessu keppnistímabili. Mótshaldarar fengu frest í tvígang til að sækja um mótshald og gerðu það á dögunum. FIA samþykkit í dag að mót færi fram 30. október samkvæmt frétt á autosport.com.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher: Tilbúnir að berjast í Kanada

Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra.

Formúla 1
Fréttamynd

Hill finnst rangt að halda mót í Barein

Damon Hill sem er forseti félags breskra kappakstursökumanna og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 finnst rangt að Barein mótið, sem var frestað í mars verði sett aftur á dagskrá. FIA tekur ákvörðun um málið í dag. Hill er fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 með Williams liðinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton bað dómara afsökunar á lélegum brandara um dómgæsluna

Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður.

Formúla 1
Fréttamynd

Perez útskrifaður af spítalanum eftir óhappið í Mónakó

Formúlu 1 ökumaðurinn Sergio Perez var útskrifaður af Grace Kelly spítalanum í Mónakó í dag. Hann lenti í óhappi á laugardaginn í tímatökum fyrir kappaksturinn í Mónakó. Perez fékk heilahristing og skrámaðist á læri. Læknar vildu halda honum á spítalanum til að fyllsta öryggis væri gatt varðandi heilsu hans.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso ætlaði að sækja til sigurs

Fernando Alonso varð annar í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í gær á Ferrari, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á McLaren á lokasprettinum. Hann hugðist sækja til sigurs, en óhapp í lok mótsins varð til þess að það gekk ekki upp. Alonso er núna fimmti í stigamóti ökumanna, en Vettel efstur eftir fimm sigra í sex mótum.

Formúla 1
Fréttamynd

Keppinautar gangrýna akstursmáta Hamilton í keppninni í Mónakó

Felipe Massa gagnrýndi Lewis Hamilton fyrir akstursmáta hans í keppninni í Mónakó í dag og dómarar refsuðu Hamilton fyrir tvö brot í brautinni. Hamilton reyndi að þröngva sér framúr Massa í kröppustu beygju brautarinnar, en hann ók síðan Pastor Maldonado út úr mótinu undir lokin.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel vann fimmta kappaksturinn á tímabilinu

Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull tryggði sér sigur í Mónakó-kappaksturinn í formúlu eitt í dag eftir hraða keppni við Spánverjann Fernando Alonso hjá Ferrari og Englendinginn Jenson Button hjá McLaren.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel: Mikilvægt að vera fremstur á ráslínu

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi.

Formúla 1
Fréttamynd

Perez tognaður og með heilahristing

Sauber Formúlu 1 liðið sendi frá sér fréttatilkynningu vegna óhapps Formúlu 1 ökumannsins Sergio Perez í tímatökunni í Mónakó í dag. Perez var fluttur á Princess Grace spítalann í Mónakó eftir að hann skall harkalega á varnarvegg í brautinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fljótastur í tímatökum sem töfðust vegna óhapps

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Mónakó kappakstursbrautinni í dag. Tímatakan tafðist mikið vegna óhapps sem henti Sergio Perez hjá Sauber í lok tímatökunnar. Perez skall harkalega á varnarvegg og stöðvaðist tímatakan í langan tíma af þeim sökum á meðan hugað var að Perez.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso: Verðum að taka áhættu

Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso fljótastur á seinni æfingunni

Fernando Alonso á Ferrari var 0.105 sekúndum fljótari en Lewis Hamilton á á McLaren seinni æfingu Formúlu 1 liða í Mónakó í dag. Þriðji varð Nico Rosberg á Mercedes, 0.198 úr sekúndu á eftir. Formúlu 1 mótið í Mónakó fer fram á sunnudaginn, en samkvæmt hefð í Mónakó fara fyrstu æfingar fram á fimmtudögum.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel rétt á undan Alonso í Mónakó

Sebastain Vettel á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn sem verður á sunnudaginn. Fyrsta og önnur æfing fer fram á fimmtudögum samkvæmt hefð i Mónakó, ekki á föstudögum eins og í öðrum mótum. Vettel var 0.113 sekúndum á undan Fernando Alonso á Ferrari æfingunni, en Nico Rosberg 'a Mercedes varð þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Perez telur ökumanninn skipta meira máli í Mónakó, en á öðrum brautum

Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel: Minnstu mistök dýrkeypt

Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel ánægður eftir erfiðan dag

Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel vann spennandi mót á Spáni

Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fjórða mót sitt á árinu, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Spáni í dag. Hann varð aðeins 0.630 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Jenson Button á McLaren varð þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber telur mögulegt að geta stefnt á sigur

Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber rétt á undan Hamilton á seinni æfingunni á Spáni

Mark Webber á Red Bull var 0.039 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á seinni æfingu Formúlu 1 keppnisliða á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji, 0.356 úr sekúndu á eftir, en Jenson Button varð fjórði á McLaren.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber fljótastur á fyrstu æfingu

Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni í morgun. Hann var rúmlega sekúndu fljótari en liðsfélagi hans, Sebastiann Vettel. Webber vann mótið á Spáni í fyrra. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji á Mercedes og Fernando Alonso á á Ferrari fjórði, en hann er heimamaður. Landi Alonso, Jamie Alguersuari á Torro Rosso varð átjándi.

Formúla 1