Arna spilar með FH næstu þrjú árin Arna Eiríksdóttir hefur samið við FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hún skrifar undir samning næstu þrjú árin. Íslenski boltinn 28. mars 2024 23:30
PSG mætir Lyon í undanúrslitum París Saint-Germain vann öruggan 3-0 sigur á BK Häcken í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. PSG vinnur einvígið 5-1 samanlagt og mætir Lyon í undanúrslitum. Fótbolti 28. mars 2024 22:00
Barcelona ekki í vandræðum með Brann Barcelona lagði Brann 3-1 í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Vann Barcelona einvígið samtals 5-2. Íslenska landsliðskonan Natasha Anasi sat allan tímann á varamannabekk Brann. Fótbolti 28. mars 2024 20:15
Arnór frá út tímabilið eftir ömurlega tæklingu Ísraelans Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson spilar ekki meira á þessari leiktíð vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik Íslands og Ísrael á dögunum. Fótbolti 28. mars 2024 19:00
Tonali ákærður á Englandi fyrir fimmtíu meint brot Sandro Tonali, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United hefur verið ákærður fyrir fimmtíu meint brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greinir sambandið í yfirlýsingu. Enski boltinn 28. mars 2024 14:27
Sjáðu mörkin fimm úr úrslitaleik Breiðabliks og ÍA Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla árið 2024 eftir sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins sem fram fór á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Svo fór að Blikar unnu leikinn nokkuð örugglega, lokatölur 4-1 sigur. Íslenski boltinn 28. mars 2024 12:46
Segir von á mikilvægum tilboðum í Albert Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því í morgun í færslu á samfélagsmiðlinum X að forráðamenn Genoa búist við nokkrum tilboðum frá öðrum félögum í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með íslenska landsliðinu. Fótbolti 28. mars 2024 11:51
Ákærður og horfir fram á fangelsisdóm fyrir kossinn óumbeðna Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, gæti verið að horfa fram á allt að þrjátíu mánaða fangelsisdóm eftir að hafa verið ákærður í tveimur mismunandi liðum tengdum athæfi sínu í kjölfar sigurs spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM á síðasta ári. Fótbolti 28. mars 2024 10:46
Ætlar að kynna ensku úrvalsdeildina fyrir sundlaug í stúkunni Stjórnarmenn hjá Fulham eru stórhuga varðandi endurbyggingu á heimavelli félagsins Craven Cottage. Taka á eina aðalstúku vallarins algjörlega í gegn. Enski boltinn 28. mars 2024 09:01
Kastast í kekki milli Carragher og kærastans Óviðeigandi brandari Jamie Carragher um samband Kate Abdo og Malik Scott vakti athygli nýverið. Scott varaði Carragher við því að grínast með ástarlíf annarra. Netverjar telja sambandinu frekar standa ógn af Thierry Henry, öðrum kollega Abdo. Spurningin er, hvenær rýnir maður um of í hlutina, hvenær teygir maður sig of langt og hvenær byrjar maður að skálda? Lífið 28. mars 2024 09:01
Hulunni svipt af nýrri treyju íslenska landsliðsins PUMA og KSÍ hafa í dag opinberað nýjar treyjur landsliða Íslands í knattspyrnu. Í tilkynningu frá KSÍ segir að nýju treyjurnar séu hannaðar með framsækni og sjálfbærni í huga. Fótbolti 28. mars 2024 08:13
„Ég er tilbúinn“ José Mourinho er tilbúinn í næstu áskorun. Þessu greinir Portúgalinn frá í viðtali. Fótbolti 28. mars 2024 08:00
„Bjóst ekki við að þetta myndi enda svona“ Brasilíumaðurinn Juan Jesus er æfur út í knattspyrnuyfirvöld á Ítalíu fyrir að refsa ekki Francesco Acerbi, leikmanni Inter, fyrir meint kynþáttaníð í hans garð. Fótbolti 28. mars 2024 07:00
„Flottur sigur og heilt yfir fín frammistaða“ Halldór Árnason, þjálfari nýkrýndra Lengjubikarmeistara í fótbolta karla, Breiðabliks, var sáttur við spilamennsku lærisveina sinna þegar liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 4-1, í úrslitaleik mótsins á Kópavogsvelli í kvöld. Fótbolti 27. mars 2024 22:51
Fimmtu undanúrslitin á sjö árum Chelsea komst í kvöld í undanúrslit Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir jafntefli við Ajax í Lundúnum. Fótbolti 27. mars 2024 22:31
Umfjöllun: Breiðablik - ÍA 4-1 | Blikar unnu Lengjubikarinn með sigri gegn Skaganum Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir þægilegan 4-1 sigur á ÍA í Kópavogi í kvöld. Íslenski boltinn 27. mars 2024 21:10
Lyon nokkuð örugglega í undanúrslit Lyon varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Benfica féll úr leik. Fótbolti 27. mars 2024 19:47
Grindvíkingar leggja niður yngri flokka Knattspyrnudeild Grindavíkur sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem greint er frá því að ekki verði unnt að starfrækja starf yngri flokka hjá félaginu í ljósi stöðunnar í bænum. Íslenski boltinn 27. mars 2024 17:05
Rasmus til Eyja Knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen hefur gengið til liðs við ÍBV og skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins til loka þessa tímabils. Þetta kemur fram í tilkynningu ÍBV Íslenski boltinn 27. mars 2024 16:30
Messi: Ég hætti þegar ég get ekki lengur hjálpað mínum liðsfélögum Lionel Messi segir að aldur hans muni ekki hafa úrslitaáhrif þegar kemur því að ákveða að setja fótboltaskóna upp á hillu. Hann segist muni vita það sjálfur þegar rétti tíminn er kominn. Fótbolti 27. mars 2024 15:30
Skagamenn geta unnið fyrsta titil sinn í meira en tvo áratugi Breiðablik tekur á móti ÍA í kvöld í úrslitaleik Lengjubikars karla í knattspyrnu en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Íslenski boltinn 27. mars 2024 14:46
Knattspyrnufólk og bransastjörnur fjölmenntu í bíó Goðsagnir úr heimi knattspyrnunnar í bland við þjálfara, leikmenn og bransastjörnur úr auglýsingageiranum sameinuðust í Smárabíó í gær þar sem árleg auglýsing fyrir Bestu-deildirnar var frumsýnd. Góð stemning var á sýningunni líkt og myndirnar bera með sér. Lífið 27. mars 2024 13:59
Meiðslavandræði á Man. City fyrir stórleikinn á móti Arsenal Manchester City mætir toppliði Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur ekki fengið góðar fréttir af sínum mönnum í þessum landsleikjaglugga. Enski boltinn 27. mars 2024 12:45
Sigurinn á Íslandi var „gjöf til úkraínsku þjóðarinnar“ Úkraína tryggði sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í sumar með 2-1 endurkomusigri á Íslandi í úrslitaleik umspilsins í gærkvöldi. Fótbolti 27. mars 2024 10:00
Man. United sagt vilja fá stjóra Úlfanna í þjálfarateymið sitt Gary O'Neil, knattspyrnustjóri Wolverhampton Wanderers, er á óskalista nýja eiganda Manchester United ef marka má fréttir frá Englandi. Enski boltinn 27. mars 2024 09:31
Albert átti ekki bara eitt heldur tvö af flottustu mörkum umspilsins Albert Guðmundsson skoraði fjögur mörk í umspilinu og tvö þeirra voru með frábærum skotum fyrir utan vítateig. Fótbolti 27. mars 2024 09:00
Haaland baðst afsökunar eftir leik Norski framherjinn Erling Braut Haaland klúðraði víti í jafntefli á móti Slóvakíu í vináttulandsleik í gærkvöldi. Fótbolti 27. mars 2024 07:30
Myndasyrpa frá tapinu grátlega gegn Úkraínu Ísland tapaði í gær, þriðjudag, fyrir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 2024 í knattspyrnu. Hér að neðan má sjá myndir úr leiknum. Fótbolti 27. mars 2024 07:00
Þór/KA sækir markvörð til Bandaríkjanna Þór/KA hefur samið við Shelby Money um að leika með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Sem stendur er hún ekki komin með leikheimild en sú ætti að vera gengin í gegn áður en leikar hefjast þann 21. apríl næstkomandi. Íslenski boltinn 26. mars 2024 23:30
Pólland síðasta þjóðin inn á EM Pólland lagði Wales í vítaspyrnukeppni um sæti á EM 2024 í knattspyrnu. Fótbolti 26. mars 2024 22:40