Ísrael án stærstu stjörnunnar gegn Íslandi Ísraelsmenn hafa orðið fyrir áfalli í aðdraganda leiksins mikilvæga við Ísland, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta, samkvæmt ísraelskum miðlum. Fótbolti 7. mars 2024 23:31
Grimm skot á milli Haalands og Trents: „Hann má tala eins og hann vill“ Það er farið að hitna í kolunum fyrir risaleikinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, þegar Liverpool og Manchester City mætast í leik sem gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Englandsmeistari í ár. Enski boltinn 7. mars 2024 22:46
Markasúpa í Mílanó en West Ham er undir AC Milan vann Slavia Prag, 4-2, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Á sama tíma hafði Freiburg betur gegn West Ham, 1-0, í Þýskalandi. Fótbolti 7. mars 2024 22:05
Chelsea í úrslit fimmta árið í röð Chelsea varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til að leggja Manchester City að velli í kvöld, 1-0, í undanúrslitum deildabikars kvenna í fótbolta á Englandi. Chelsea mætir því Arsenal í úrslitaleik, líkt og í fyrra. Enski boltinn 7. mars 2024 21:30
Blikar enduðu efstir og fara áfram Breiðabliki tókst að tryggja sér efsta sæti síns riðils í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta karla, á markatölu, en liðið vann Keflavík 4-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 7. mars 2024 21:20
Roma lék Brighton grátt en Leverkusen slapp með skrekkinn Roma kom sér langleiðina í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta með frábærum 4-0 sigri gegn Brighton í Rómarborg í kvöld. Fótbolti 7. mars 2024 20:09
Kristian þarf sigur á Englandi en Hákon í toppmálum Staðan er misgóð hjá félögunum úr íslenska landsliðinu í fótbolta, þeim Hákoni Arnari Haraldssyni og Kristiani Nökkva Hlynssyni, í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 7. mars 2024 19:53
Liverpool tryggði sig nánast áfram Liverpool er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 5-1 sigur gegn Sparta Prag í Tékklandi í kvöld. Það virðist því nánast formsatriði að spila seinni leikinn í Liverpool. Fótbolti 7. mars 2024 19:43
Stuðningsmenn Brighton stungnir í Róm Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fótbolti 7. mars 2024 17:01
Mæta Hollendingum í Rotterdam eftir leikinn gegn Englendingum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollandi í vináttulandsleik í Rotterdam 10. júní næstkomandi. Fótbolti 7. mars 2024 16:16
Heimsmeistaraþjálfarinn orðaður við Lazio Lionel Scaloni, sem gerði argentínska fótboltalandsliðið að heimsmeisturum 2022, gæti tekið við Lazio í sumar. Fótbolti 7. mars 2024 16:02
Orri skóf ekkert af því: „Ég átti þetta ekki skilið“ Orri Steinn Óskarsson, landliðsmaður í fótbolta og leikmaður FC Kaupmannahafnar, viðurkennir að undanfarnar vikur, utan leikmannahóps hafi reynst honum erfiðar. Staðan sé ósanngjörn gagnvart honum en Orri minnti rækilega á sig með stoðsendingu í tapi gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 7. mars 2024 15:24
Ten Hag með hærra sigurhlutfall en Sir Alex Ferguson Erik ten Hag hefur stýrt liði Manchester United í hundrað leikjum og er með besta sigurhlutfall allra knattspyrnustjóra félagsins frá seinni heimsstyrjöld. Enski boltinn 7. mars 2024 14:00
Dortmund komst á HM án þess að spila Borussia Dortmund tryggði sér í gær sæti í næstu heimsmeistarakeppni félagsliða þrátt fyrir að vera ekki að spila. Fótbolti 7. mars 2024 13:01
Arsenal stelpurnar með fleiri áhorfendur að meðaltali en tíu karlalið Kvennalið Arsenal hefur spilað síðustu leiki sína á Emirates leikvanginum og það hefur verið uppselt á þrjá leiki þeirra þar á leiktíðinni. Enski boltinn 7. mars 2024 12:30
Klopp: Við verðum að fara varlega með Salah Mohamed Salah er byrjaður að æfa á ný með Liverpool en það er ljóst að Jürgen Klopp ætlar ekki að taka neina áhættu með hann. Enski boltinn 7. mars 2024 12:01
Af hverju svíkja fótboltamenn á Spáni undan skatti? Ítalinn Carlo Ancelotti var í gær ákærður fyrir skattsvik af skattayfirvöldum á Spáni og lengist enn listi fótboltamanna og þjálfara sem sæta kæru fyrir slíkt þar í landi. Fótbolti 7. mars 2024 11:30
Balotelli sprengdi púðurkerlingu inn í búningsklefa Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli kemst oftast í fréttirnar þessa dagana fyrir eitthvað annað en frammistöðu sína inn á vellinum. Nú er enn eitt dæmið um það. Fótbolti 7. mars 2024 10:30
Væri ekkert vesen ef rétt væri staðið að hlutunum Vallarstjóri KR á Meistaravöllum, Magnús Valur Böðvarsson, fylgist náið með langtíma veðurspánni og vonar að marshretið haldi sig fjarri Vesturbænum. Það styttist í að flautað verði til leiks í Bestu deild karla og er Magnús þokkalega bjartsýnn á að heimavöllur KR verði leikfær fyrir fyrsta heimaleik liðsins. Íslenski boltinn 7. mars 2024 10:01
Sjáðu tilþrif Orra og mörkin sem komu City og Real áfram Manchester City og Real Madrid komust í gærkvöldi í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Visi. Fótbolti 7. mars 2024 09:00
Gerðist síðast átta árum áður en Orri fæddist FC Kaupmannahöfn stillti þremur táningum upp í byrjunarliðinu sínu á móti Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Fótbolti 7. mars 2024 08:00
Sárkvalinn með putta sem að fólki hryllir við Það er líklega vert að vara viðkvæma við meðfylgjandi mynd og myndbandi af því þegar Portúgalinn Matheus Nunes meiddist í leiknum með Manchester City gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Fótbolti 7. mars 2024 07:01
Dagskráin í dag: Liverpool í Prag, Kristian mætir Villa og mikið í húfi í Subway-deildinni Það er svo sannarlega spennandi kvöld í vændum á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem á dagskrá eru hörkuleikir í Subway-deild karla í körfubolta og Evrópudeildinni í fótbolta, ásamt fleira efni. Sport 7. mars 2024 06:01
KR að landa öflugum liðsstyrk KR-ingar eru svo gott sem búnir að landa miðverðinum Axel Óskari Andréssyni sem þar með snýr heim til Íslands úr atvinnumennsku. Íslenski boltinn 6. mars 2024 23:30
Mynd um meðgöngu Dagnýjar: „Þú ert búin í landsliðinu núna“ Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur framleitt heimildarmynd um meðgöngu íslensku landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem í síðasta mánuði eignaðist sinn annan son. Enski boltinn 6. mars 2024 22:45
Þægilegt hjá City þrátt fyrir hælkrók Orra Manchester City komst þægilega áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með því að slá út dönsku meistarana í FC Kaupmannahöfn, samtals 6-2. Fótbolti 6. mars 2024 22:00
Real Madrid slapp naumlega áfram Real Madrid er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti hafa mikið fyrir því að slá út RB Leipzig í kvöld. Fótbolti 6. mars 2024 21:49
Sjáðu magnaða hælsendingu Orra gegn Man. City Orri Steinn Óskarsson fékk langþráð tækifæri í liði FC Kaupmannahafnar í kvöld, gegn meisturum Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og lagði upp mark með glæsilegum hætti í fyrri hálfleik. Fótbolti 6. mars 2024 21:02
Orri úr frystinum í fremstu víglínu gegn Man. City Orri Steinn Óskarsson er í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar í seinni leik liðsins við meistara Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 6. mars 2024 19:04
Neyddust til að fresta vegna brunans Búið er að fresta mikilvægum leik í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem fara átti fram í kvöld, vegna mikils bruna nærri St Mary‘s, heimavelli Southampton. Enski boltinn 6. mars 2024 18:32