Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Alfreð: Ég býst við því að gera betur í svona færum

Alfreð Finnbogason leiddi sóknarlínu Íslands í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Lúxemborg 3-1 á útivelli í undankeppni EM 2024. Hann var að sjálfsögðu svekktur með ýmsa hluti í leiknum og þá sérstaklega það að leikmenn Íslands hafi ekki verið skarpir í báðum teigum leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Dijk fékk auka leik í bann

Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool fékk í dag einn auka leik í leikbann vegna framkomu sinnar í garð dómara í leiknm gegn Newcastle. Hollendingurinn var auk þess sektaður duglega.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er náttúrulega ekki boðlegt“

Fyrrum handboltakonan og alþingismaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni fyrir umferð helgarinnar í Bestu deild kvenna. Farið var um víðan völl og meðal annars snert á aðstöðumálum sem hafa verið í deiglunni í vikunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Útilokar að sádísk lið spili í Meistaradeildinni

Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, útilokar að lið frá Sádi-Arabíu taki þátt í keppnum á vegum sambandsins. Í síðasta mánuði var greint frá áhuga sádískra yfirvalda að koma liðum frá ríkinu að.

Fótbolti
Fréttamynd

Væri gaman að setja afmælisþrennu gegn Lúxemborg

„Þetta er mjög mikilvægur leikur, við megum ekki tapa og þurfum að sækja þrjú stig ef við ætlum að taka þátt í þessum riðli, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins en liðið mætir Lúxemborg ytra í kvöld og það í undankeppni EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Besta deildin vonbrigði: „Ekki margar sem hafa ýtt við mér“

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að reynsluminni leikmenn þurfi að stíga upp í ljósi mikilla fráfalla landsliðskvenna í komandi landsliðsverkefni. Þó kveðst hann vonsvikinn með að fáir leikmenn í Bestu deild kvenna hafi gert raunverulegt tilkall til landsliðssætis.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætlum að sýna þeim hversu góðir í fótbolta við erum“

„Við erum búnir að eiga flotta æfingaviku í Þýskalandi og núna æft einu sinni hér í Lúxemborg. Á þessum tíma höfum við náð að fara yfir fullt af hlutum, góðum hlutum sem við gerðum í síðasta glugga og svo hlutir sem við þurfum að gera á móti Lúxemborg,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands fyrir leikinn gegn Lúxemborg sem fer fram ytra klukkan 18:45 í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Man United biðst af­sökunar að hafa boðið dæmdum barna­níðing á leik

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur einokað fyrirsagnir í flestum fjölmiðlum síðustu daga og ekki vegna afreka liðsins inn á knattspyrnuvellinum. Ekki varð umtalið minna þegar í ljós kom að félagið hefði boðið dæmdum barnaníðing á leik hjá kvennaliði félagsins á síðustu leiktíð. Man United hefur beðist afsökunar á athæfinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eden Hazard að leggja skóna á hilluna?

Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Real Madrid hefur gefið það sterklega í skyn að hann ætli sér að hætta í fótbolta. Hazard var leystur undan samningi sínum við Real Madrid í sumar og hefur ekki samið við neitt annað lið. Í stiklu fyrir heimildaþætti um belgíska landsliðið lét leikmaðurinn þau orð falla að nú væri „kominn tími til að njóta lífsins og drekka nokkra bjóra.“ 

Fótbolti