Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Orri fær mikið lof eftir frá­bæra byrjun

Orri Steinn Óskars­son, fram­herji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sér­fræðingum um dönsku úr­vals­deildina eftir mjög svo góða byrjun á tíma­bilinu í gær­kvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaup­manna­hafnar á Lyng­by í fyrstu um­ferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammi­staðan sýnir það og sannar af hverju stór fé­lög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Ís­lendingnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Grun­laus Ægir Jarl biðst af­sökunar

Ó­­hætt er að segja að dvöl knatt­­spyrnu­­mannsins Ægis Jarls Jónas­­sonar, hjá nýja fé­lagi hans AB, fari brösug­­lega af stað. Sak­­laus vera hans sem á­horf­andi á leik Lyng­by og FC Kaup­manna­hafnar í dönsku úr­­vals­­deildinni í gær, þar sem að hann var að styðja við bakið á vinum sínum, féll í grýttan jarð­veg hjá stuðnings­­mönnum AB.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætla rétt að vona að pabbi hafi verið Skagamegin“

Hinrik Harðarson virtist vera að skora sigurmark Skagamanna og tryggja liðinu mikilvæg þrjú stig þegar hann kom ÍA yfir í leik liðsins gegn FH í Kaplarkika í kvöld. FH náði hins vegar að jafna og Hinrik var súr og svekktur þrátt fyrir markið sem hann skoraði. 

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Steinn byrjaði á marki í Ís­lendinga­slagnum

Lyngby tók á móti FC Kaupmannahöfn í 1. umferð dönsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliðum liðanna og Orri Steinn Óskarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-0 sigri gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Onana leysir Luiz af hólmi á Villa Park

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur staðfest kaupin á Amadou Onana en þessi belgíski miðjumaður kemur frá Everton og kostar um 50 milljónir punda eða tæpa níu milljarða íslenskra króna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ten Hag vill halda McTominay

Manchester United þarf líklegast að selja leikmenn eftir að hafa eytt talsverðum pening í nýja leikmenn í sumarglugganum. Einhverjir hafa nefnt Skotann kappsama Scott McTominay sem einn af leikmönnunum sem United gæti fengið dágóðan pening fyrir.

Enski boltinn