Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. Innlent 29. febrúar 2020 19:35
Ekkert sýni reynst jákvætt Ekkert þeirra sýna sem rannsökuð hafa verið eftir að íslenskur karlmaður greindist með kórónuveiruna í gær hefur reynst jákvætt fyrir veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Innlent 29. febrúar 2020 16:47
Flugfélag Færeyja hefur áætlunarflug til London Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að það muni hefja beint áætlunarflug milli Voga í Færeyjum og London í sumar. Viðskipti erlent 28. febrúar 2020 09:52
Stækkun Heathrow talin ólögleg í ljósi loftslagsmarkmiða Leyfi sem bresk stjórnvöld veittu fyrir framkvæmdum við þriðju flugbrautina á Heathrow var ólöglegt þar sem ekki var tekið tillit til loftslagsskuldbindinga stjórnvalda, að mati áfrýjunardómstóls í London. Erlent 27. febrúar 2020 16:00
Bæklingar munu bíða erlends launafólks í Leifsstöð Útlendingar sem hyggjast starfa á Íslandi munu geta nálgast upplýsingar um réttindi sín og skyldur strax við lendingu í Keflavík. Viðskipti innlent 27. febrúar 2020 15:10
Biðu í tvo tíma eftir afísingu Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar. Innlent 27. febrúar 2020 10:12
Nám starfsmanna Isavia í björgunar- og slökkviþjónustu ekki viðurkennt Starfsmenn í flugvallarþjónustu Isavia hljóta ekki viðurkennda menntun á sviði slökkviliðs- og björgunarþjónustu hér á landi. Isavia telur ekki ástæðu til þess að gera breytingar á þessum kröfum en löggildum slökkviliðsmönnum hefur fækkað hjá félaginu. Innlent 26. febrúar 2020 18:45
Veikindi flugfreyja: Rannsókn beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á veikindum flugfreyja um borð í vél Icelandair sem snúið var við skömmu eftir flugtak þann 4. janúar á síðasta ári beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi Innlent 26. febrúar 2020 10:12
Kaupandi Icelandair Hotels seinkar lokagreiðslu Öll skilyrði sem samið var um vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til malasíska félagsins Berjaya Land Berhad hafa nú verið uppfyllt. Viðskipti innlent 25. febrúar 2020 18:45
Með vaðið fyrir neðan sig í gulum göllum á Keflavíkurflugvelli Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu. Innlent 25. febrúar 2020 17:03
Óvissustig á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna einkaflugvélar Engin hætta var á ferðum en grunur var um rafbilun um borð. Innlent 24. febrúar 2020 17:40
Myndband sýnir erfitt ástand á Kanaríeyjum Skyggni er afleitt á eyjunum og afar hvassir vindar geisa. Erlent 23. febrúar 2020 21:40
Tekinn með kókaín innvortis og í fórum sínum Lögregla á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum erlendan karlmann eftir að tollgæslan hafði stöðvað hann vegna gruns um að hann væri með fíkniefni meðferðis. Innlent 22. febrúar 2020 08:08
Fljúga ekki milli Kína og Íslands eftir allt saman Útbreiðsla kórónuveirunnar í Kína er sögð meginástæða þess að flugfélagið Juneyao er hætt við ferðir á milli Kína og Íslands í gegnum Helsinki sem stóð til að hefja í vor. Viðskipti innlent 21. febrúar 2020 17:30
Áfram Akureyrarflugvöllur Við Akureyringar og Norðlendingar höfum um árabil barist fyrir því að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og höfum horft til þess að bæta aðstöðuna á vellinum með stærri flugstöð, stærra flughlaði og betri lendingarbúnaði. Skoðun 21. febrúar 2020 17:15
Litlu mátti muna þegar flugvallarstarfsmaður flaug vél án réttinda Flugvallarstarfsmaður var nálægt því að hafa orðið valdur að flugslysi þegar hann flaug flugvél án tilskilinna réttinda í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Erlent 20. febrúar 2020 23:30
Akureyringar eiga von á Kóróna-skilaboðum ætluðum flugfarþegum Óhjákvæmilega munu skilaboð frá Almannavörnum ætluð farþegum sem koma með flugi frá útlöndum til Akureyrar á morgun rata til íbúa á Akureyri. Innlent 20. febrúar 2020 14:05
Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. Erlent 19. febrúar 2020 23:26
Aðskotahlutir finnast í bensíntönkum nýrra 737 MAX véla Verksmiðjur Boeing-flugvéla eru enn í vandræðum með 737-MAX þotur sínar en nú er komið í ljós að aðskotahlutir hafa fundist í bensíntönkum nýrra véla sem settar voru í geymslu eftir að MAX-vélarnar voru kyrrsettar. Viðskipti erlent 19. febrúar 2020 07:53
Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. Innlent 18. febrúar 2020 22:00
Þrjátíu kanadískir hermenn settu upp ratsjárbúnað á Keflavíkurflugvelli Færanlegum ratsjárbúnaði hefur verið komið upp á Miðnesheiði. Kanadíski flugherinn kom með búnaðinn til landsins og hafa undanfarnar vikur unnið að uppsetningu með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Innlent 18. febrúar 2020 10:16
Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsti starfsmanna sinna með því að vilja ekki breyta orðalagi í nýjum kjarasamningi en hann var gott sem tilbúinn og aðeins þetta eina atriði sem stóð út af borðinu. Innlent 18. febrúar 2020 10:10
Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Innlent 17. febrúar 2020 13:04
„Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur“ Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins. Innlent 15. febrúar 2020 21:15
Millilandaflug á áætlun seinni partinn Búið er að aflýsa tugum flugferða til og frá landinu vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Innlent 14. febrúar 2020 10:05
„Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert“ Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd. Viðskipti erlent 13. febrúar 2020 08:09
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. Viðskipti innlent 12. febrúar 2020 22:00
Brotlending þotu Icelandair núna skilgreind sem flugslys Mildi þykir að flugmönnunum skyldi takast að halda flugvélinni á brautinni. Rannsóknin beinist að því hvernig staðið var að endurnýjun lendingarbúnaðar, sem skipt var um aðeins einum mánuði áður. Innlent 12. febrúar 2020 20:00
Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. Innlent 12. febrúar 2020 18:43
Óvissustigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli eftir að hreyfill herflugvélar bilaði Norska herflugvélin lenti heilu og höldnu um klukkan 14:30. Innlent 12. febrúar 2020 14:43