Braut og japlaði á síma í „martraðarflugi“ til Íslands Fimmtugur Breti hefur játað að hafa ógnað öryggi farþega um borð í vél Easy Jeat á leið frá Manchester til Íslands í janúar á síðasta ári. Hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Erlent 10. febrúar 2020 21:00
Tvö í fangelsi fyrir kókaínsmygl Hollenskur karlmaður og spænsk kona hafa verið dæmd í fangelsi fyrir kókaínsmygl. Innlent 10. febrúar 2020 11:06
Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. Viðskipti erlent 10. febrúar 2020 07:57
Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. Viðskipti innlent 10. febrúar 2020 06:17
Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. Innlent 9. febrúar 2020 17:30
Skiptu nýlega um lendingarbúnað Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs Innlent 9. febrúar 2020 14:32
Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina. Innlent 8. febrúar 2020 12:30
Leigubílstjórar finna fyrir áhrifum Wuhan veirunnar Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir. Innlent 7. febrúar 2020 21:15
„Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. Innlent 7. febrúar 2020 18:57
Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. Innlent 7. febrúar 2020 18:00
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. Innlent 7. febrúar 2020 15:52
Isavia nælir í framkvæmdastjóra frá Advania og Vodafone Anna Björk Bjarnadóttir og Ragnheiður Hauksdóttir hafa verið ráðnar til Isavia. Viðskipti innlent 7. febrúar 2020 15:15
Annað rútufyrirtækjanna innheimtir og greiðir vask en hitt ekki Kynnisferðir telja samkeppnina við Leifsstöð ósanngjarna. Viðskipti innlent 7. febrúar 2020 14:30
Pálmi Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Kadeco eftir fjögurra mánaða umsóknarferli Pálmi Freyr Randversson tekur til starfa sem framkvæmdastjóri Kadeco þann 1. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kadeco. Hann tekur við starfinu af Mörtu Jónsdóttur sem hætti störfum síðastliðið haust. Viðskipti innlent 7. febrúar 2020 12:29
Leggja til tvo erlenda sérfræðinga í stað Heiðrúnar og Ómars Valnefnd Icelandair leggur til að tveir erlendir sérfræðingar í flugrekstri komi nýir inn í stjórn Icelandair Group á næsta aðalfundi. Viðskipti innlent 7. febrúar 2020 09:16
Tap Icelandair Group sjö milljarðar króna annað árið í röð Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. Viðskipti innlent 6. febrúar 2020 20:37
Farþegar lýsa aðstæðum um borð í tyrknesku vélinni: „Það voru hróp og öskur“ Þrír eru nú látnir og 180 taldir slasaðir eftir flugslysið í Istanbúl þar sem farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Síðast var greint frá því í gærkvöldi að 157 væru taldir slasaðir eftir slysið sem átti sér stað á Sabiha Gokcen flugvellinum. Erlent 6. febrúar 2020 20:00
17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. Viðskipti innlent 6. febrúar 2020 11:55
Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Erlent 5. febrúar 2020 21:02
Flugvallarstarfsmaður ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum. Innlent 5. febrúar 2020 18:30
120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. Erlent 5. febrúar 2020 16:39
Miklar seinkanir á Kastrup vegna verkfalls Flugfarþegar mega eiga von á miklum seinkunum á Kastrup-flugvelli í dag eftir að öryggisstarfsmenn lögðu óvænt niður störf. Erlent 5. febrúar 2020 08:23
Flugraskanir í vetur: Áhrif á sex þúsund starfsmenn Áhrif óveðurs og flugraskana hefur haft áhrif á fjöldan allan af rekstraraðilum og starfsfólk á Keflavíkurvelli. Atvinnulíf 4. febrúar 2020 12:00
Endurvekja Facebook-síðu WOW Air Þetta er auðvitað ákveðið lífsmark með undirbúningsferlinu sem hefur staðið yfir í marga mánuði en hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. WOW world er ákveðið hugtak sem við höfum verið að nota og þetta er vísbending um að fólk sé að hugsa stórt segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður WOW Air. Viðskipti innlent 3. febrúar 2020 21:35
Nauðlenti í Madríd með sprungið dekk Flugvél Air Canada sem hélt frá Madríd nú síðdegis mun nauðlenda í borginni á næstunni vegna bilunar í vélarbúnaði. Erlent 3. febrúar 2020 17:37
Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. Erlent 1. febrúar 2020 15:35
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. Erlent 1. febrúar 2020 08:15
Tíu mánaða fangelsi fyrir innflutning á 450 grömmum af kókaíni innvortis Ítölsk kona og karlmaður frá Portúgal voru dæmd í átta mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir innflutning á kókaíni. Innlent 31. janúar 2020 16:26
Vísað úr flugi vegna líkamslyktar og krefjast skaðabóta Þriggja manna fjölskylda frá Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur nú höfðað skaðabótamál á hendur American Airlines eftir að þeim var vísað úr flugi fyrr frá Miami í Flórídaríki í mánuðinum. Erlent 31. janúar 2020 12:16
Stefnt að því að niðurgreiðsla innanlandsflugs hefjist í haust Stjórnvöld stefna að því að hefja niðurgreiðslu á innanlandsflugi þann 1. september næstkomandi. Innlent 31. janúar 2020 09:33