Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. Viðskipti erlent 14. júlí 2019 10:45
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. Viðskipti innlent 13. júlí 2019 19:06
Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. Viðskipti innlent 13. júlí 2019 13:00
Neyðarstig virkjað á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar með bilaðan lendingarbúnað Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar United Airlines sem var að koma inn til lendingar upp úr klukkan átta í morgun. Innlent 13. júlí 2019 08:54
Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. Viðskipti erlent 13. júlí 2019 08:00
Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. Viðskipti innlent 12. júlí 2019 18:30
Erlendum ferðamönnum fækkað um 19,2 prósent eftir gjaldþrot WOW air 105 þúsund færri erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Innlent 12. júlí 2019 12:52
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Viðskipti innlent 12. júlí 2019 12:15
Farþegarnir hófust á loft þegar þota lenti í heiðkviku Níu eru sagðir mikið slasaðir eftir að kanadísk farþegaþota lenti í mikilli og skyndilegri ókyrrð á leið yfir Kyrrahafið. Erlent 12. júlí 2019 07:24
Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. Viðskipti innlent 12. júlí 2019 06:15
Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. Innlent 11. júlí 2019 20:15
Óvissa ríkir um afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í haust Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi Íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Innlent 10. júlí 2019 20:00
Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. Innlent 10. júlí 2019 19:45
Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 14:58
Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 13:59
Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 10:58
Emirates kannar möguleikann á að fljúga til Íslands Fulltrúar Emirates, ríkisflugfélagsins í Dúbaí sem jafnframt er eitt stærsta flugfélag í heimi, hafa að undanförnu kannað möguleikann á því að fljúga til Íslands. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 07:49
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 06:15
Boeing ekki lengur stærstir á markaðnum Flugvélaframleiðandinn Boeing sem hefur verið stærsti framleiðandinn á flugvélamarkaðnum síðastliðin átta ár hafa nú lútið í lægra haldi fyrir samkeppnisaðilanum Airbus sem hafa verið næst stærstir síðast liðin ár. Viðskipti erlent 9. júlí 2019 17:54
Tvær flugvélar rákust saman á Schiphol-flugvelli Einhverjar tafir hafa orðið á Schiphol-flugvelli vegna atviksins. Erlent 9. júlí 2019 12:51
Samdráttur hjá KúKú Campers sem rekja má til falls WOW air Viktor Ólason hjá KúKú Campers segir samdrátt hjá fyrirtækinu nema um 10-13 prósentum miðað við janúar til júlí í fyrra. Júní þessa árs var þó betri en sami mánuður í fyrra. Viðskipti innlent 9. júlí 2019 08:30
Farþegafjöldi Icelandair jókst um 15% milli ára Farþegar flugfélagsins Icelandair í júní mánuði voru 553 þúsund talsins og var sætanýting 88% í mánuðinum. Farþegafjöldi milli ára jókst því um 15% en framboð var aukið um 8%. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group. Viðskipti innlent 8. júlí 2019 18:24
Niðurstöður í kröfur vegna Gaman Ferða væntanlegar með haustinu Enn eru nokkrar vikur þar til að búast má við niðurstöðum í innsendar kröfur vegna rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofunnar Gaman Ferða. Viðskipti innlent 8. júlí 2019 17:31
Bombardier hættir smíði farþegavéla Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur. Innlent 8. júlí 2019 13:29
Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. Viðskipti erlent 8. júlí 2019 08:36
Falla frá stórri pöntun á Boeing 737 Max vélum Sádí-arabíska lággjaldaflugfélagið Flyadeal, hefur tekið ákvörðun um að draga pöntun sína á þrjátíu Boeing 737 Max vélum til baka. Viðskipti erlent 7. júlí 2019 16:42
Flugfélagið KLM hvetur fólk til þess að fljúga minna KLM biður fólk um að íhuga hvort að það geti frekar tekið lest næst þegar færi gefst. Viðskipti erlent 6. júlí 2019 14:45
Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. Innlent 5. júlí 2019 21:34
Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. Innlent 5. júlí 2019 15:00
Kardashian að kenna að Jón Þór er orðinn þyrluflugmaður Jón Þór Þorleifsson vill hvetja fólk eindregið til að elta drauma sína. Lífið 5. júlí 2019 11:15