Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. Erlent 16. maí 2019 22:07
Tveir þingmenn Vinstri grænna flugu mest í fyrra Þingmenn Norðausturkjördæmis flugu langmest innanlands. Innlent 15. maí 2019 19:34
Boeing 737 MAX: Lágt miðaverð ræður enn mestu við kaup á flugmiðum Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters. Viðskipti erlent 15. maí 2019 18:49
Reyndi að svíkja fjölda farmiða út hjá WOW air en slapp úr farbanni Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Innlent 15. maí 2019 15:11
Gefur út bók um gjaldþrot WOW air Um næstkomandi mánaðamót kemur út bók um gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Höfundur bókarinnar er Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, en í henni er farið yfir aðdragandann að stofnun flugfélagsins, uppgang þess og fall. Viðskipti innlent 15. maí 2019 07:15
Þriðjungur atvinnulausra erlendir ríkisborgarar Að jafnaði voru 6.803 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í apríl og fjölgaði þeim um 841 frá mars. Viðskipti innlent 14. maí 2019 14:25
Fjórir látnir eftir að flugvélar skullu saman í Alaska Tveggja er saknað og tíu hafa verið fluttir á sjúkrahús. Erlent 14. maí 2019 11:15
Farþegum fækkaði um fjórðung eftir fall WOW Farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúmlega fjórðung í apríl miðað við apríl í fyrra en um er að ræða fyrsta heila mánuðinn eftir fall flugfélagsins WOW air. Viðskipti innlent 14. maí 2019 06:30
Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúman helming á milli ára og er það sagt skýrast af því að hátt hlutfall farþega WOW air hafi verið skiptifarþegar. Innlent 13. maí 2019 17:00
Lenti flugvélinni án nefhjólsins Enginn slasaðist við lendinguna en 82 farþegar og sjö áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Embraer-190. Erlent 13. maí 2019 08:16
Tókst að lenda flugvélinni án framhjólanna Flugmaður í Myanmar náði að lenda flugvél án framhjóla, án þess að nokkur skaði yrði á vélinni eða farþegum innanborðs. Erlent 12. maí 2019 14:28
Æfðu viðbrögð við flugslysi í Grímsey Staðið var fyrir flugslysaæfingu í Grímsey í morgun þar sem viðbragðsaðilar komu saman til að æfa viðbrögð við flugslysi. Innlent 11. maí 2019 14:26
Slökkvilið kallað út vegna elds í ruslakari á Keflavíkurflugvelli Brunavarnir Suðurnesja var kallað út vegna elds í ruslakari við lagerhúsnæði Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli í dag. Innlent 11. maí 2019 13:58
Ýmislegt vanti upp á þrátt fyrir 500 milljóna vilyrði Aðstandendur FlyIcelandic eru hóflega bjartsýnir á að hugmyndin verði að veruleika. Viðskipti innlent 10. maí 2019 16:00
Fá vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni Isavia fékk í dag vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag. Isavia mun krefjast þess að málinu verði vísað frá, að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Viðskipti innlent 9. maí 2019 18:31
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. Viðskipti innlent 9. maí 2019 16:05
Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Erlent 9. maí 2019 14:22
Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Innlent 9. maí 2019 11:55
Gætu átt von á ógreiddum launum í júlí Starfsmenn WOW Air sem misstu vinnuna við gjaldþrot flugfélagsins gæti átt von á því að fá greitt úr ábyrgðasjóði launa í júlí. Innlent 9. maí 2019 10:45
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. Viðskipti innlent 8. maí 2019 23:00
Verulegur samdráttur hagnaðar hjá Arion vegna WOW air og Wikileaksdóms Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,0 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1,9 milljarðar. Viðskipti innlent 8. maí 2019 20:42
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. Erlent 8. maí 2019 13:39
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn búinn að eignast stóran hlut í Icelandair Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. Viðskipti innlent 8. maí 2019 10:49
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Viðskipti innlent 8. maí 2019 07:59
Næsta rimma ALC og Isavia í dómsal á fimmtudaginn Boðað hefur verið til fyrirtöku í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Viðskipti innlent 7. maí 2019 15:53
„Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarkerfi flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N. Innlent 7. maí 2019 14:45
Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. Viðskipti innlent 7. maí 2019 10:03
Telja skorta framtíðarsýn um millilandaflug utan Keflavíkur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir heildræna sýn á íslenska flugvelli skorta. Stjórnvöld þurfi að setja markmið um millilandaflugvelli og hrinda í framkvæmd. Innlent 7. maí 2019 08:30
Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. Erlent 6. maí 2019 21:10
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. Innlent 6. maí 2019 20:00