Þú finnur Íslendinga út um allan heim í fluginu „Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. Innlent 10. október 2024 10:50
Flugstjórinn lést í miðri flugferð Flugvél Turkish Airlines á leið til Istanbúl í Tyrklandi frá Seattle lenti í New York eftir að flugstjórinn lést í háloftunum. Erlent 10. október 2024 10:14
Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. Viðskipti innlent 9. október 2024 10:17
Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. Viðskipti innlent 9. október 2024 07:11
Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. Innlent 8. október 2024 14:06
Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri Tæpur helmingur segist hlynntur því að flugvöllur verði í Vatnsmýrinni til framtíðar í nýrri skoðanakönnun. Hlutfallið hefur lækkað umtalsvert síðasta áratuginn. Hlutfall þeirra sem eru andvígir flugvellinum þar hefur þó lítið breyst. Innlent 8. október 2024 11:28
Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. Innlent 8. október 2024 10:55
Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum Byggjum blokkir ofan í Sundahöfn. Setjum hraðahindrun í innsiglingu Reykjavíkurhafnar. Reisum stökkbretti í Kömbunum. Hljóma þessar tillögur skynsamlega? Nei auðvitað ekki. Það eru fleiri slæmar hugmyndir eins og t.d. þessar; Þrengjum að Reykjavíkurflugvelli með byggð í Nýja Skerjafirði og nýrri byggingu Háskólans í Reykjavík 90 metra frá brautarstefnu 13 og sleppum því að grisja tré í Öskjuhlíð. Skoðun 8. október 2024 08:31
Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 8. október 2024 08:02
Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. Innlent 7. október 2024 20:30
Flugvöllur í Hvassahrauni eða Árborg? Staðsetning nýs flugvallar hefur lengi verið í umræðunni. Þar hafa nokkur svæði verið nefnd sem álitlegir kostir til að þjóna innanlandsflugi, alþjóðaflugi, vöruflutningum og sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. Skoðun 7. október 2024 15:31
Þverpólitískur vilji fyrir brotthvarfi óþarfa flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli Allir pólitískir fulltrúar sem fulltrúar Hljóðmarkar, samtaka um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvallar hafa fundað með eru sammála því að áhrif þess á lífsgæði og lýðheilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins séu slík að brýnna aðgerða sé þörf. Skoðun 7. október 2024 10:01
Nýtt eftirlitskerfi á ytri landamærum Schengen-svæðisins Í næsta mánuði stendur til að taka í notkun nýtt eftirlitskerfi á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Lögreglufulltrúi segir að með nýja kerfinu sé meðal annars vonandi hægt að ná betri tökum á skipulagðri glæpastarfsemi í Evrópu. Innlent 6. október 2024 21:28
Risaþotan flaug aftur yfir Reykjavíkursvæðið Áhöfn Boeing 747-júmbóþotu Air Atlanta flaug aftur yfir Reykjavíkursvæðið í kvöld og var hún yfir borginni um klukkan 18:50. Flugvélin var að koma með 240 starfsmenn félagsins og maka frá Casablanca í Marokkó og lenti í Keflavík upp úr klukkan 19. Innlent 6. október 2024 17:50
Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. Innlent 6. október 2024 07:47
Segir valsað um sjúkraskrána eins og á rölti um Kringluna Lögmaður flugmanns sem kvartaði til Persónuverndar vegna aðgangs Samgöngustofu að sjúkraskrá hans segir stofnunina fara með rangt mál um hverjir höfðu aðgang að gögnunum. Flugmaðurinn missti starfsleyfi sitt á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskránni sem lögmaðurinn segir hafa verið teknar úr samhengi. Innlent 4. október 2024 15:02
Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. Innlent 4. október 2024 11:22
Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. Innlent 3. október 2024 21:31
Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. Innlent 3. október 2024 13:31
Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. Innlent 3. október 2024 10:48
Ekki sniðugt að hafa öll eggin í sömu öskjunni Eldfjallafræðingur segir marga aðra staða á landinu betri valkost fyrir varaflugvöll en Hvassahraun. Sama vá steðji að því svæði og að flugvöllunum í Reykjavík og Keflavík. Betra sé að hafa ekki öll eggin í sömu öskjunni. Innlent 2. október 2024 12:35
Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Innlent 2. október 2024 12:03
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Innlent 1. október 2024 20:20
Á meðan bílinn er ódýrari verði hann fyrsta val Á meðan það er ódýrara að aka og leggja bíl í stæði við Keflavíkurflugvöll en að nota aðra ferðamáta verður einkabíllinn í flestum tilfellum fyrsta val fólks. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem innviðaráðherrra skipaði með tillögum úrbótum um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Innlent 1. október 2024 11:16
Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Innlent 1. október 2024 11:15
Bein útsending: Kynna niðurstöður um flugvöll og samgöngur Niðurstöður tveggja starfshópa um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni og almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan 11 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Innlent 1. október 2024 10:01
Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. Innlent 30. september 2024 22:11
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. Innlent 29. september 2024 21:21
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. Innlent 29. september 2024 07:37
Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. Erlent 28. september 2024 14:24