Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Play flýgur til Kanarí

Flugfélagið Play ætlar að fljúga til Gran Canaria á Spáni, betur þekktar sem Kanaríeyjar, frá 22. desember 2021 til 20. apríl 2022. Flogið verður í hverri viku á miðvikudögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir sam­særis­kenningar

Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið.

Erlent
Fréttamynd

Fella niður þrjár ferðir til Lundúna

Flugfélagið Play hefur fellt niður þrjár ferðir til Lundúna í byrjun júlímánðar vegna þess að Bretar virðast orðnir hræddir við að ferðast eftir að hafa lent óvænt í sóttkví við heimkomuna frá öðrum löndum að sögn forstjóra félagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi far­þega milli landa tvö­faldast milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vél Har­ris snúið við vegna tækni­­­legs vanda­­máls

Flug­vél vara­for­seta Banda­ríkjanna, Kamölu Har­ris, var snúið við skömmu eftir flug­tak í dag vegna tækni­legra vanda­mála. Har­ris var á leið í sína fyrstu opin­beru em­bættis­ferð út fyrir land­steinana en vélin átti að fljúga til Gvate­mala.

Innlent