Randy er litríkasti gaurinn í hinni geggjuðu Pittsburgh Randyland er án efa litríkasta kennileiti Pittsburgh, sumir segja í öllum Bandaríkjunum. Það er heimili listamannsins og sérvitringsins Randy Gilson og þykir svo sérstakt að það er orðið eitt vinsælasta aðdráttarafl borgarinnar. Lífið 17. ágúst 2024 09:09
Flugfélagið Ernir svipt flugrekstrarleyfi Samgöngustofa hefur svipt Flugfélagið Erni flugrekstrarleyfi sínu. Stjórnarformaður segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja niður flugstarfsemi félagsins og færa hana inn í Mýflug. Síðarnefnda flugfélagið á meirihluta í Erni ásamt Jóhannesi Kristinssyni fjárfesti. Innlent 16. ágúst 2024 16:22
Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. Innlent 16. ágúst 2024 09:34
Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. Innlent 15. ágúst 2024 23:25
Gripin með óhrein peningabúnt í Leifsstöð Íslensk kona á fertugsaldri sætir ákæru fyrir peningaþvætti eftir að hafa verið stöðvuð með jafnvirði rúmlega þrettán milljóna króna í reiðufé á Keflavíkurflugvelli. Innlent 14. ágúst 2024 15:30
Vaxtalækkanir erlendis endurspeglast ekki í gengi Icelandair Verðmatsgengi Icelandair lækkar um einungis sex prósent frá síðasta uppgjöri. Margir hefðu eflaust reiknað með meiri lækkun vegna frétta um minni umsvif en áður var gert ráð fyrir í ferðaþjónustu hérlendis. Nýtt verðmat Jakobsson Capital á flugfélaginu er 144 prósentum yfir markaðsverði. Greinandi bendir á að vextir á alþjóðamarkaði hafi lækkað skarpt frá síðasta verðmati en þær vaxtalækkanir séu ekki enn verðlagðar inn í gengi flugfélagsins. Innherji 13. ágúst 2024 12:11
Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu. Erlent 12. ágúst 2024 13:28
Þyrluflugmenn uggandi: „Klárt að þetta hefur neikvæð áhrif“ Íslenskir þyrluflugmenn hafa áhyggjur af öryggi og eftirliti með erlendum ferðaþjónustufyrirtækjum sem sinna þyrluflugi hérlendis. Nokkuð er um að öryggisáætlunum sé ábótavant, bæði hjá íslenskum og erlendum fyrirtækjum að sögn sérfræðings hjá Ferðamálastofu. Innlent 11. ágúst 2024 15:08
Mótmæla brottvísun stórs hóps hælisleitenda Hópur fólks frá Venesúela er staddur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að mótmæla brottvísun samlanda sinna. Fjöldi hælisleitenda frá Suður-Ameríku ríkinu flýgur frá Íslandi í kvöld og er byrjað að innrita hópinn. Innlent 10. ágúst 2024 23:39
Sextíu og einn látinn eftir flugslysið í Brasilíu Allir sem voru um borð í flugvélinni sem brotlenti í Vinhedo í Sau Paulo héraði í Brasilíu eru látnir. Mildi þykir að enginn hafi slasast sem var á jörðinni, en vélin brotlenti í íbúabyggð þar sem aðeins eitt hús varð fyrir skemmdum. Erlent 10. ágúst 2024 12:17
Flugvél með 62 innanborðs brotlenti í Brasilíu Flugvél með 62 innanborðs, 58 farþegum og fjórum starfsmönnum, brotlenti í dag í Sao Paulo í Brasilíu. Á myndbandi sem er í dreifingu má sjá hvernig vélin hringsnerist á hraðri leið til jarðar. Erlent 9. ágúst 2024 18:16
Blöskrar græðgi á kostnað gæða Flugrekstrarstjóri HeliAir Iceland segir atvik þar sem þyrla lenti á malarbílastæði og olli að líkindum skemmdum á bíl dæmi um það þegar menn hugsi aðeins um gróða en ekki gæði. Innlent 8. ágúst 2024 22:02
Miklar skemmdir á bíl eftir að þyrla lenti við hliðina Sverrir Tryggvason varð fyrir því óláni í vikunni að flugmaður þyrlu ákvað að lenda á malarplani á Suðurnesjum þar sem bílnum hans var lagt. Hann segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið miklum skemmdum á bílnum, en fyrirtækið á bak við þyrluna neitar að borga tjónið, og segir ekki ljóst hvort skemmdirnar séu vegna þyrlunnar. Innlent 8. ágúst 2024 15:33
„Komin í hóp fullorðnu félaganna“ Viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll hófust í morgun. Forstjóri félagsins segir skráningu þess á aðalmarkað vera þroskamerki fyrir félagið. Breytingar verða gerðar á leiðakerfi félagsins í haust sem fela meðal annars í sér fækkun ferða til Ameríku. Viðskipti innlent 8. ágúst 2024 14:20
Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Líkurnar á því að tveir bandarískir geimfarar sem eru fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni eftir að geimferja þeirra bilaði komist ekki aftur til jarðar fyrr en á næsta ári hafa aukist. Upphaflega átti tilraunaferð þeirra til geimstöðvarinnar aðeins að taka átta daga. Erlent 8. ágúst 2024 10:25
Play mætt á aðalmarkað Kauphallar Í dag hefjast viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll, Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll en Fly Play hf. er 25. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nastaq Nordic í ár að því er segir í tilkynningunni. Viðskipti innlent 8. ágúst 2024 10:22
Icelandair flutti ellefu prósent færri ferðamenn til landsins í júlí Þrátt fyrir að Icelandair hafi flutt metfjölda farþega í júlí, umsvifamesti mánuður félagsins að jafnaði á hverju ári, vegna aukningar í tengifarþegum milli Evrópu og Bandaríkjanna þá var áfram samdráttur í ferðum til Íslands en sú þróun hefur haft neikvæð áhrif á einingatekjurnar. Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur ferðamönnum sem komu til landsins með Icelandair fækkað um ríflega níutíu þúsund á milli ára. Innherji 6. ágúst 2024 17:45
Play í Kauphöllina Kauphöllin hefur samþykkt umsókn flugfélagsins Play um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á fimmtudaginn en þau hafa hingað til verið á First north markaðnum. Viðskipti innlent 6. ágúst 2024 14:59
Eitthundrað ár frá fyrsta flugi til Íslands Eitthundrað ár eru í dag, 2. ágúst, frá því flugvél var í fyrsta sinn flogið yfir úthafið til Íslands. Flugmaðurinn sem það afrekaði var Svíinn Erik H. Nelson, sem orðinn var bandarískur ríkisborgari, en flugið var hluti af hnattflugi bandaríska flughersins, fyrsta flugi sögunnar umhverfis Jörðina. Innlent 2. ágúst 2024 16:07
Grunuð um að flytja fíkniefni til landsins með tólf ára son í för Kona sem var ein á ferð ásamt tólf ára syni sínum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði grunuð um innflutning fíkniefna til landsins frá Spáni. Innlent 2. ágúst 2024 15:21
Aðstoðarforstjóri Play hættur Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra. Viðskipti innlent 30. júlí 2024 14:36
Telur „alls ekki“ að flugfargjöld Play á heimamarkaðinum séu ósjálfbær Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra. Innherji 26. júlí 2024 12:24
Play tapaði milljarði en staðan „mjög traust“ að mati forstjórans Flugfélagið Play tapaði 8,1 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Tapið er töluvert meira en á sama ársfjórðungi árið 2023 þegar Play tapaði 4,6 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 600 milljónum króna Viðskipti innlent 25. júlí 2024 16:33
Bein útsending: Play kynnir uppgjör Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, mun kynna uppgjör fyrir annan ársfjórðung félagsins á fundi sem hefst klukkan 16:15. Viðskipti innlent 25. júlí 2024 15:32
Flugferð Icelandair aflýst vegna mótmæla á flugvelli Flugferð Icelandair frá flugvellinum í Frankfurt am Main til Keflavíkur var aflýst í morgun vegna tafa sem urðu þegar loftslagsaðgerðasinnar mótmæltu á flugvellinum. Aðgerðasinnar hafa mótmælt á fjölförnum flugvöllum í Evrópu síðustu daga. Erlent 25. júlí 2024 10:57
Nýjasta tíska ferðalanga? Að fljúga berbakt um háloftin Ferðalangar á leið í átta tíma flug með Icelandair til Seattle gátu ekki horft á sjónvarp um borð og gramdist það sumum. Þeim gafst þó gullið tækifæri til að taka þátt í nýjasta TikTok-trendinu, að fara berbakt í flug. Um er að ræða fullkomna ögunar- og núvitundaræfingu. Lífið 24. júlí 2024 12:20
Umsvifamikill verktaki byggir upp stöðu í Icelandair Eigandi eins umsvifamesta verktakafyrirtækis landsins, sem hagnaðist um marga milljarða króna á liðnu ári, er kominn í hóp stærri hluthafa Icelandair eftir að hafa byggt upp nærri eins prósenta eignarhlut í flugfélaginu. Hlutabréfaverð Icelandair, sem hefur fallið um meira en sextíu prósent á einu ári, er núna í sögulegri lægð en rekstrarafkoman hefur versnað skarpt samhliða minnkandi eftirspurn í flugferðum til Íslands og lækkandi fargjöldum. Innherji 24. júlí 2024 11:47
Átján fórust í flugslysi í Nepal Átján fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Kathmandu höfuðborg Nepal í morgun. Flugmaðurinn er sá eini sem komst lífs af en hugað er að honum á sjúkrahúsi. Erlent 24. júlí 2024 10:33
„Ljóst að staðan er mjög strembin“ Staða flugfélagsins Play er mjög strembin og þá er rekstrarafkoma Icelandair döpur um þessar mundir. Þetta sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðskipti innlent 23. júlí 2024 23:08
Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi afkomuhorfa Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir. Innherji 23. júlí 2024 11:59