Wheel of Fortune and Fantasy: Svik og framhjáhald Japana á Stockfish Stockfish kvikmyndahátíðin er nú hafin og kennir þar ýmissa grasa. Fyrsta sýning opnunardagsins var hin japanska Wheel of Fortune and Fantasy eftir Ryûsuke Hamaguchi. Hún inniheldur þrjár stuttmyndir sem tengjast allar á þann máta að hafa kvenpersónur í forgrunni og fjalla um ástarsambönd og einhverskonar svik. Gagnrýni 26. mars 2022 16:56
Windfall: Engin leið að losna við Marshal Erikson Windfall, sem frumsýnd var á Netflix í síðustu viku, fjallar um innbrot sem breytist óvart í mannrán/gíslatöku. Jason Segel leikur innbrotsþjófinn, á meðan Jesse Plemons og Lily Collins leika fórnarlömbin. Gagnrýni 24. mars 2022 13:27
Belfast: Vandvirki svæfingameistarinn Branagh Kenneth Branagh leikstýrir og skrifar kvikmyndina Belfast, sem er sjálfsævisöguleg og segir frá hluta af æsku hans í Belfast undir lok sjöunda áratugarins. Hún er tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, en Bíó Paradís sýnir hana þessa dagana. Gagnrýni 13. mars 2022 14:45
Quo Vadis, Aida: Refurinn lýgur! Kvikmyndin Quo Vadis, Aida (Hvert ertu að fara, Aida) er sýnd í Bíó Paradís þessi misserin. Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið. Gagnrýni 27. febrúar 2022 14:00
Licorice Pizza: Hvað ertu að gera okkur, Paul Thomas Anderson? Nýjasta kvikmynd Paul Thomas Anderson, Licorice Pizza, er nú sýnd í Bíó Paradís. Hún fjallar um hinn fimmtán ára Gary, sem getur ekki látið hina 25 ára Alönu í friði. Gary er bráðþroska, á meðan Alana virðist algjörlega stöðnuð í þroska. Allt við framvindu myndarinnar er rangt, líkt og pizza með lakkrís (þó svo titillinn vísi í vínylplötur). Gagnrýni 19. febrúar 2022 10:35
Pam & Tommy: Magni-ficent sjónvarp! Sem lífstíðar Stjörnustríðs fanatíker átti ég seint von á að ég tæki Mötley Crüe og Baywatch fram yfir Star Wars, en s.l. miðvikudag komu samtímis inn á Disney+/STAR nýir þættir af The Book of Boba Fett og Pam & Tommy. Það er skemmst frá því að segja að ég horfði á Pam & Tommy fyrst. Gagnrýni 13. febrúar 2022 10:47
Nightmare Alley: Oftast eru hinar troðnu slóðir betri Bradley Cooper leikur Stanton Carlisle, dularfullan mann sem rambar í starf í ferðatívolí í Nightmare Alley, nýjustu kvikmynd Guillermo del Toro. Þessi nýjasta mynd mexíkóska Óskarsverðlaunahafans lítur mjög vel út á pappír en þegar á hólminn er komið ræður del Toro ekki við verkefnið. Gagnrýni 31. janúar 2022 13:32
The Lost Daughter: Smárabíó bjargar frábærri mynd úr klóm Netflix The Lost Daughter var frumsýnd í flestum löndum á Netflix á gamlársdag. Hún kom hins vegar í Háskóla- og Smárabíó hér á landi sl. föstudag. Guði sé lof. Gagnrýni 11. janúar 2022 20:00
Don't Look Up: Mikil vonbrigði...að hún kláraðist Don't Look Up var frumsýnd á aðfangadag. Myndin átti upprunalega að koma í kvikmyndahús og var það Paramount sem ætlaði að framleiða og dreifa. Áður en tökur hófust var hún svo skyndilega komin yfir til streymisrisans Netflix. Vissu Paramount lengra en nef þeirra náði? Gagnrýni 29. desember 2021 10:10
The Matrix Resurrections: Misheppnuð endurlífgun Sagt er að það eina sem geti lifað af kjarnorkuárás séu kakkalakkar. Það er örugglega rétt, en aldrei myndi ég veðja gegn því að kvikmyndabálkurinn The Matrix kæmi svo skríðandi út úr sveppaskýinu á eftir þeim. Gagnrýni 27. desember 2021 10:03
Spider-man: No Way Home: Aðdáendaþjónkunarsvall í tíunda veldi Spider-man: No Way Home er nú komin í kvikmyndahús og hefur aðsóknin í Bandaríkjunum a.m.k. verið mjög mikil. Sjálfur sá ég hana klukkan 14:00 á föstudegi og það var töluverður fjöldi fólks í salnum. Því má gera ráð fyrir að vinsældir hennar séu álíka miklar hér á landi Gagnrýni 19. desember 2021 14:23
Antlers: Óþægileg hamskipti í metamfetamínbæli Hryllingsmyndin Antlers hefur nú loks ratað í kvikmyndahús eftir nokkrar Covid-tengdar seinkanir. Jesse Plemon og Keri Russell leika systkini sem aðstoða tólf ára dreng að leysa ansi snúið heimilis- og foreldravandamál. Gagnrýni 13. desember 2021 14:31
House of Gucci: Gucci á hundavaði Ridley Scott hefur nú sent frá sér House of Gucci, sína aðra kvikmynd á skömmum tíma. Það er reyndar svo stutt síðan hin myndin hans, The Last Duel, kom út, að enn er hægt að sjá hana í Bíó Paradís. Gagnrýni 8. desember 2021 15:11
The Power of the Dog: Gjá milli þings og þjóðar The Power of the Dog er „art house“-kvikmynd sem ekki er sýnd í neinu kvikmyndahúsi, hvorki listrænu né öðru, heldur er hún aðeins á Netflix. Óskarverðlaunapískrið umlykur hana þessa dagana en undirritaður var hálf ringlaður eftir áhorfið. Gagnrýni 4. desember 2021 16:01
King Richard: Mynd um tennissystur, en samt aðallega pabba þeirra Kvikmyndin King Richard fjallar um fyrstu skref Williams-systranna Venus og Serenu í tennisheiminum, en hún sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói þessa dagana. Faðir þeirra Richard Williams er þó aðalpersóna myndarinnar og dregur Williams-vagninn, líkt og í upphafi ferils systranna. Gagnrýni 2. desember 2021 14:30
tick, tick...BOOM!: Tikk, tikk...of lítið búmm Kvikmyndinni tick, tick...Boom!, sem Netflix frumsýndi nýlega, hefur verið spáð velgengni á næstu Óskarshátíð. Hún hittir á nokkrar réttar nótur en því miður eru þær fölsku hins vegar of margar. Gagnrýni 26. nóvember 2021 14:17
The French Dispatch: Miðlungs Wes Anderson betri en flestir Nýjasta kvikmynd Wes Andersons er nú komin í kvikmyndahús. Þó hún nái nú ekki þeim hæðum sem hans bestu verk ná, er hún þrátt fyrir allt hin fínasta ræma. Gagnrýni 18. nóvember 2021 14:31
The Last Duel: Gerendameðvirknin bergmálar í gegnum aldirnar Aðsóknin hefur ekki verið mikil á The Last Duel, sem kom í kvikmyndahús fyrir viku síðan. Það er miður, því hér um að ræða kvikmynd sem er merkileg fyrir margra hluta sakir. Gagnrýni 6. nóvember 2021 13:56
You: Sjónvarpsheróín í boði Netflix Þriðja þáttaröðin um vingjarnlega raðmorðingjann Joe Goldberg er nú komin á Netflix. Þegar við skildum við hann í lok annarrar þáttaraðar hafði hann barnað hina álíka gölnu Love. Gagnrýni 1. nóvember 2021 14:00
No Time to Die: Gamli fær verðskuldað frí Svanasöngur Daniels Craig í hlutverki James Bond, leynilega þjóns hennar hátignar, er nú kominn í kvikmyndahús. Almennt hafa viðtökurnar verið mun jákvæðari en á síðustu Bond-mynd, Spectre. Gagnrýni 14. október 2021 14:07
The Night House: Hrollvekjandi gáta The Night House er hrollvekjandi mystería þar sem hin breska Rebecca Hall fer á kostum. Gagnrýni 5. október 2021 14:00
Dýrið: Stiklan spillir flottri mynd Dýrið er fyrsta kvikmynd Valdimars Jóhannssonar í fullri lengd. Hún skartar Hollywood-stjörnunni Noomi Rapace í aðalhlutverki. Gagnrýni 1. október 2021 14:40
Dune: Eyðimerkurganga mömmustráks. Fyrri hluti. Kvikmyndaútgáfa Denis Villeneuve af Dune hefur nú loks ratað á hvíta tjaldið, tæpu ári eftir að hún átti að koma út. Hér er engu til sparað og útkoman í takti við það. Stórglæsileg. Gagnrýni 23. september 2021 14:00
Malignant: Skemmtilega bilaður hrollur Malignant er nýjasta kvikmynd hins stórtæka hrollvekjumeistara James Wan. Líkt og hann segir í viðtölum langaði hann til að gera eitthvað óvænt og tekst það sannarlega Gagnrýni 17. september 2021 14:02
„Hún er ógeðslega spennandi“ Marvel-liðið er í heimsreisu, hefur nú þegar farið til Afríku (Black Panther) og er nú statt í Asíu. Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings heitir myndin og krakkarnir eru yfir sig hrifnir. Gagnrýni 9. september 2021 14:31
The Chair: Netflix gullmoli tæklar slaufunarmenningu Netflix tók nýlega til sýningar gamanþáttaröð með hinu óspennandi nafni The Chair. Þættirnir eru hins vegar töluvert áhugaverðari en titillinn gefur til kynna. Gagnrýni 4. september 2021 14:14
Betri leikstjóri þýðir betri Suicide Squad Kvikmyndin Suicide Squad kom út fyrir 5 árum síðan og er almennt talin mjög slöpp. Hún græddi hins vegar töluvert af peningum, því sáu DC og Warner Bros. að markaður er fyrir þessar andhetjur og hentu í framhaldsmynd. Gagnrýni 11. ágúst 2021 17:32
Feel Good? Já takk Þáttaröðin Feel Good á Netflix flaug undir radarinn fyrir rúmu ári síðan en þeir sem sáu voru samt yfir sig hrifnir. Sem betur fer hafði Netflix-fólk vit og rænu til að gefa þessum falda gimsteini annan séns, því þáttaröð númer tvö er nú komin á streymisveituna. Gagnrýni 27. júní 2021 14:42
Allt fer úrskeiðis hjá konunni í glugganum Woman in the Window átti að vera svokölluðu „prestige picture“ fyrir FOX 2000. Hér átti að hóa í mannskap sem myndi skila FOX-apparatinu Óskarstilnefningum. Svo fór því miður ekki, þar sem myndin endaði á Netflix, sem er hið nýja beint á VHS. Gagnrýni 24. maí 2021 13:30
Myndin sem smíðakennarinn vill að þú sjáir Laugarásbíó tók nýverið til sýningar Óskarsverðlaunamyndina Promising Young Woman, en hún hlaut verðlaunin eftirsóttu í flokknum besta frumsamda handrit. Það að horfa á hana nú í miðri annarri #metoo-bylgju gefur henni enn meira vægi og vigt. Gagnrýni 13. maí 2021 13:37