Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Woods og Kim deila toppsætinu

Þeir Tiger Woods og Anthony Kim eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á AT&T-National golfmótinu á Congressional vellinum. Báðir eru á tíu höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Tiger í forystu á AT&T

Tiger Woods situr í toppsæti AT&T National golfmótsins á Congressional vellinum. Hann lék annan hringinn á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari og er a samtals tíu höggum undir pari eftir tvo hringi.

Golf
Fréttamynd

Signý og Einar unnu

Þriðja stigamót Golfsambandsins fór fram um helgina á Urriðavelli. Vallarmet féllu af bláum og hvítum teigum um helgina. Vallarmet sem Signý Arnórsdóttir GK setti gær stóð ekki lengi því Eygló Myrra Óskarsdóttir GO, lék á 69 höggum í dag og bætti þar með vallarmet Signýar um 1 högg.

Golf
Fréttamynd

Vallarmet á Urriðavelli

Einar Haukur Óskarsson, Golfklúbbi Bakkakots, setti vallarmet á Urriðavelli á þriðja stigamóti Íslensku mótaraðarinnar í dag. Hann fékk einn skolla og sex fugla og lék á 65 höggum. Hlynur Geir Hjartarson úr GK átti vallarmetið sem var 67 högg.

Golf
Fréttamynd

Glover: Ætti að geta spilað svona í hverri viku

Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover náði að standa af sér áhlaup frá reynsluboltunum Phil Mickelson og David Duval á lokahringnum á Opna-bandaríska meistaramótinu á Bethpage Black-vellinum og vann frækinn sigur í dag.

Golf
Fréttamynd

Lucas Glover vann á Opna-bandaríska meistaramótinu

Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover fór með sigur af hólmi á Opna-bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í dag en hann kláraði lokahringinn á 73 höggum og samanlagt á fjórum höggum undir pari Bethpage Black-vallarins. Phil Mickelson, David Duval og Ricky Barnes voru jafnir í öðru sæti á tveimur höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Barnes enn með forystu

Ricky Barnes er enn með forystu á opna bandaríska meistaramótinu í golfi eftir að keppendur kláruðu þriðja hringinn sinn í kvöld.

Golf
Fréttamynd

Slæmur dagur hjá Birgi Leif

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér illa á strik á lokakeppnisdegi móts í Frakklandi sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Golf
Fréttamynd

Fínn hringur hjá Birgi Leif

Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á einu höggi undir pari á móti í Frakklandi sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Golf
Fréttamynd

Leik hætt á Opna bandaríska

Hætta varð keppni snemma eftir miklar rigningar á Bethpage Black-vellinum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í nótt.

Golf
Fréttamynd

Chelsea jafnar tilboð Liverpool í Johnson

Portsmouth hefur nú samþykkt tilboð Chelsea í bakvörðinn Glen Johnson upp á 17,5 milljónir punda. Félagið var þegar búið að taka jafn háu boði Liverpool í kappann og allt útlit fyrir að Johnson væri á leið þangað.

Golf
Fréttamynd

Fjölskylduhátíð hjá Golfklúbbi Reykjavíkur

Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, blæs til mikillar fjölskylduhátíðar í Grafarholtinu á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli klúbbsins. Hátíðin byrjar klukkan 11 um morguninn og lýkur klukkan 16.00.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur slakur

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er ekki beint að kveikja í Evrópumótaröðinni þessa dagana en hann átti afar dapran dag aftur í dag og er á meðal neðstu manna á Saint-Omer Open.

Golf
Fréttamynd

Mickelson missir líklega af Opna-breska meistaramótinu

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson verður í eldlínunni á Opna-bandaríska meistaramótinu á Bethpage-vellinum í kvöld en kylfingurinn er mikið búinn að vera í fréttunum undanfarið vegna veikinda eiginkonu sinnar sem greindist nýlega með brjóstakrabbamein.

Golf
Fréttamynd

Tiger finnur til með Mickelson

Tiger Woods segist ekki geta ímyndað sér það tilfinningalega álag sem Phil Mickelson verður undir á opna bandaríska mótinu næstu daga.

Golf
Fréttamynd

Tiger: Áhorfendur í New York eru brjálaðir

Tiger Woods bíður afar spenntur eftir því að US Open hefjist en mótið fer fram í New York að þessu sinni en þar vann Tiger árið 2002. Spiluðu áhorfendur stóran þátt í því móti enda létu þeir óvenju vel í sér heyra.

Golf
Fréttamynd

Sir Nick Faldo skal það vera

Nú hefur verið tilkynnt að golfarinn góðkunni Nick Faldo verði aðlaður á næstu dögum af Elísabetu Englandsdrottningu og mun því fá titilinn Sir Nick Faldo.

Golf
Fréttamynd

Golfþrautir á Akranesi

Golfsambandið hefur einsett sér að fjölga áhorfendum á Íslensku mótaröðinni í sumar og til að ná því markmiði verður ýmis skemmtun í gangi á mótum sumarsins.

Golf
Fréttamynd

Mickelson tilbúinn að snúa aftur

Golfarinn Phil Mickelson mætir aftur til keppni á golfvellinum í dag þegar hann leikur á St. Jude Classic mótinu í Memphis en kappinn er búinn að vera í fríi frá keppni undanfarið til þess að geta staðið við hlið eiginkonu sinnar sem greindist nýverið með brjóstkrabbamein.

Golf
Fréttamynd

Tiger vann Memorial-mótið

Töframaðurinn Tiger Woods fór gjörsamlega á kostum á lokahring Memorial-mótsins í kvöld og innbyrti góðan sigur að lokum.

Golf