Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Munum gefa okkur góðan tíma til að finna eftirmann“

„Þetta er bara sameiginleg niðurstaða okkar. Við áttum spjall saman og eftir að hafa farið yfir þetta þá var þetta bara sameiginleg niðurstaða okkar,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, um þá ákvörðun að Guðmundur Þórður Guðmundsson myndi ekki halda áfram með íslenska karlalandsliðið í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur hættur með landsliðið

Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki.

Handbolti
Fréttamynd

„Það hefur verið mikill sómi af þessu“

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, er Valsari í húð og hár og hann ræddi við Vísi um stórleikinn í kvöld þegar Valur mætir franska liðinu PAUC, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Við munum mæta mjög orkumiklir“

Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Við gáfum ekki of mikið færi á okkur í lokin“

Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var sáttur með frammistöðu sinna manna er liðið vann Aftureldingu með tveimur mörkum 26-24 í 16. umferð Olís-deild karla í kvöld. Haukar voru undir bróðurpart leiksins en þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka gáfu þeir í og tryggðu sér stigin tvö. 

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Aftur­­­elding - Haukar 24-26 | Gestirnir á­fram með hreðja­tak á Mos­fells­bænum

Einn leikur fór fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fóru heim með stigin tvö. 

Handbolti
Fréttamynd

Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld

Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun.

Handbolti
Fréttamynd

Janus og Sigvaldi skoruðu fimmtán fyrir Kolstad

Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu samtals fimmtán mörk fyrir Kolstad er liðið vann öruggan sex marka útisigur gegn Kristiansand í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-33.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli skoraði átta í sigri | Teitur og Ýmir unnu stórsigra

Íslendingar voru í eldlínunni í þrem af fjórum leikjum sam fram fóru í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði átta mörk fyrir Magdebur er liðið vann fjögurra marka sigur gegn Hamburg og Teitur Örn Einarsson og Ýmir Örn Gíslason unnu stórsigra með sínum liðum.

Handbolti
Fréttamynd

„Maður þarf að þora að fá höggin“

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir þriggja marka tap á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en náðu að komast á lagi í seinni en það dugði ekki til. Lokatölur 19-16. 

Handbolti
Fréttamynd

Haukar slitu sig frá Sel­fyssingum með fimm marka sigri

Haukar lögðu Selfoss 35-30 í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Sigurinn þýðir að nú er sex stiga munur á liðunum sem sitja í 6. og 7. sæti deildarinnar sem inniheldur aðeins 8 lið. HK er sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins tvö stig.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa

Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 

Handbolti