Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Góður árangur í Evrópu dýru verði keyptur fyrir leik­­menn Vals

Karla­lið Vals í hand­bolta er nú einu skrefi frá undan­úr­slitum Evrópu­bikarsins. Karla- og kvenna­lið fé­lagsins hafa gert sig gildandi í Evrópu­keppnum undan­farin tíma­bil en góðum árangri fylgir einnig mikill kostnaður. Hver og einn leik­maður Vals skuld­bindur sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja um­ferð í Evrópu. For­maður hand­knatt­leiks­deildar fé­lagsins vill meiri pening inn í í­þrótta­hreyfinguna til að létta undir með fé­lögunum og leik­mönnum þeirra.

Handbolti
Fréttamynd

Menn fái sér páska­egg númer tvö en ekki tíu

Valur getur með sigri gegn Steaua Búkarest, á laugar­daginn kemur, tryggt sér sæti í undan­úr­slitum Evrópu­bikarsins í hand­bolta. Stór­leikur sem fram fer í N1-höllinni að Hlíðar­enda. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir undir­búning sinna manna með hefð­bundnum hætti fyrir leik. Hann tekur ekki fyrir páska­eggja át sinna manna en segir það betra ef þeir fari í páska­egg númer tvö frekar en tíu.

Handbolti
Fréttamynd

Á förum frá Zwickau

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir er á förum frá þýska handboltaliðinu Zwickau. Félagið greinir frá þessu.

Handbolti
Fréttamynd

Blóð, sviti, tár og and­vöku­nætur Guð­mundar

Ís­lenski hand­bolta­þjálfarinn Guð­mundur Guð­munds­son hefur verið að ná sögu­legum árangri með lið Fredericia í efstu deild Dan­merkur. Liðið hefur nú þegar tryggt sér annað sætið í deildar­keppninni og mun á næsta tíma­bili, í fyrsta sinn í sögunni, taka þátt í Evrópu­keppni.

Handbolti
Fréttamynd

Guð­­­­mundur segist bara hafa sagt sann­leikann

Eyja­maðurinn Arnór Viðars­son gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tíma­bil í danska hand­boltanum og mun þar leika undir stjórn Guð­mundar Guð­munds­sonar. Arnór segir sím­tal frá Guð­mundi hafa mikið að segja í hans á­kvörðun að ganga til liðs við fé­lagið. Guð­mundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sann­leikann um fé­lagið.

Handbolti
Fréttamynd

„Við förum upp aftur“

KA/Þór er fallið úr Olís-deildinni eftir hetjulega baráttu gegn Fram í Lambhagahöllinni í kvöld. Lokatölur 26-23 í leik þar sem Norðankonur voru lentar tíu mörkum undir eftir 13 mínútna leik en náðu að minnka muninn niður í tvö mörk á kafla í síðari hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Sig­valdi tryggði Kol­stad Noregs­meistara­titilinn

Sigvaldi Guðjónsson og félagar í Kolstad tryggðu sér Noregsmeistaratitilinn annað árið í röð þegar liðið lagði Elverum 29-28 í miklum spennuleik. Enn eru tveir leikir eftir af deildinni en Elverum á ekki lengur möguleika á að ná toppliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar Örn öflugur og Melsun­gen stefnir á Evrópu

Melsungen vann Lemgo með minnsta mun í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt til loka en á endanum hafði Íslendingaliðið betur. Elvar Örn Jónsson átti virkilega góðan leik í liði Melsungen.

Handbolti