Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Þetta var torsóttur sigur“

Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum.

Handbolti
Fréttamynd

Dortmund skaust á toppinn

Dortmund skaust í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2-1 sigur gegn RB Leipzig í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það munaði á markvörslunni“

FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag.

Handbolti
Fréttamynd

„Það er alvöru mótbyr“

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, sagði að herslumuninn hefði vantað hjá sínum mönnum til að vinna Stjörnuna í kvöld. Garðbæingar sigruðu Akureyringa, 30-26.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach vann stórsigur í Íslendingaslag | Arnór skoraði eitt í naumum sigri

Gummersbach vann öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti Melsungen í Íslendingaslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld, 31-23. Á sama tíma skoraði Arnór Þór Gunnarsson eitt mark er Bergischer vann tveggja marka sigur gegn Minden og Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann tíu marka sigur gegn Wetzlar.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar“

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Þó að um B-lið Noregs sé að ræða er liðið ekkert lamb að leika sér við og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, segir að þarna séu framtíðar Ólympíu- og heimsmeistarar.

Handbolti