Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Gleði­tár hjá hundrað konum á Geysi

Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og eigandi Withsara og Elísabet Gunnarsdóttir athafnakona sameinuðu krafta sína með skipulagningu á sólarhrings heilsuferð fyrir konur (e. Wellness Retreat) á Hótel Geysi síðastliðna helgi. Þær segjast hrærðar yfir viðbrögðunum sem fóru fram úr þeirra björtustu vonum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Mér fannst mæðradagurinn alltaf triggerandi“

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Mæðradagurinn var í gær og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á mæður í lífi þeirra í tilefni dagsins. Fjölmargir sóttu tónleika hljómsveitarinnar GusGus í Hörpu um helgina, þar sem stiginn var trylltur dans.

Lífið
Fréttamynd

Í lagi að sætta sig við að vera barn­laus

Unnur Arndísardóttir býr á Spáni með manni sínum Jóni Tryggva Unnarssyni og hundinum þeirra Álfi litla. Þar heldur hún námskeið, stundar hugleiðslu og vinnur sem jógakennari og heilari. Unnur og Jón Tryggvi eru barnlaus en reyndu í mörg ár að eignast barn.

Lífið
Fréttamynd

Náttúru­legar bótox-meðferðir án sprautunála

Vinsældir fegrunarmeðferða hafa aukist til muna undanfarin ár. Fólk leitast eftir að viðhalda unglegu útliti þar sem hrukkum og fínum línum er eytt með fylliefnum eða bótoxi. Í færslu bandaríska heilsumiðilsins Think dirty á Instagram má finna einfaldar leiðir til að viðhalda unglegu og frísklegu útliti með náttúrulegum aðferðum, eða hreinu bótoxi án sprautunála.

Lífið
Fréttamynd

Dá­leiðslu­dagurinn 11. maí

Þrjú félög hafa tekið sig saman um að halda kynningu á Dáleiðsludaginn, þann 11. maí, en dagurinn verður framvegis annan laugardag í maí ár hvert. Félögin sem að þessari kynningu standa eru Dáleiðslu félagið, Félag Klínískra dáleiðenda og Dáleiðsluskóli Íslands.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hataði á sér brjóstin og vildi skera þau af

„Áttatíu prósent kvenna er í vitlausri brjóstahaldarastærð og ég var þar með talin mjög lengi,“ segir Aníta Rún Guðnýjardóttir. Aníta hefur sjálf gengið í gegnum heljarinnar lífstílsbreytingu á líkama og sál og selur nú undirfatnað, aðhaldsfatnað og aðgerðarfatnað fyrir konur í öllum stærðum og gerðum.

Lífið
Fréttamynd

„Við erum öll byrj­endur á ein­hverjum tíma­punkti“

Með hlýnandi veðri og hækkandi sól fá margir fiðringinn til að reima á sig hlaupaskóna og fara út að hlaupa í náttúrunni. Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari, þjálfari og förðunarfræðingur, kynntist útihlaupum sumarið 2018. Hún segir íþróttina næra sig andlega og líkamlega.

Lífið
Fréttamynd

Græn­metis­æta í 38 ár en ekki lengur

Martin Freeman er hættur að vera grænmetisæta eftir að hafa verið það í 38 ár. Hinn 52 ára gamli leikari varð grænmetisæta sem unglingur árið 1986 vegna þess að honum fannst aldrei þægileg tilhugsun að borða dýr.

Lífið
Fréttamynd

Tíu ár og aukin með­vitund í bransanum

Snyrtivöruverslunin Nola fagnaði tíu ára afmæli sínu á dögunum. Í tilefni tímamótanna sló verslunin til veislu og nýtti í leiðinni tækifærið á að breyta útliti vörumerkisins. Nola hefur verið leiðandi í innflutningi á snyrtivörum án óæskilegra innihaldsefna.

Lífið
Fréttamynd

Ný vörulína lagar litabletti í húð

Bright Reveal er splunkuný húðvörulína frá L´Oréal Paris sem er að slá í gegn. Vörurnar innihalda einstakt virkt efni sem Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri L´Oréal Paris á Íslandi segir leikbreyti þegar kemur að lagfæringum á húð og endurnýjun.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gerða og glæsi­legar gellur á Edition

Íþróttafrömuðurinn Gerður Jónsdóttir, þekkt sem Gerða-In Shape eða Jane Fonda Íslands, bauð sannkölluðum ofurskvísum í partý á hótelinu Reykjavík Edition síðastliðið miðvikudagskvöld í tilefni opnun vefsíðunnar In shape.

Lífið
Fréttamynd

Maikai-hjónin eignuðust stúlku

Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eignuðust stúlku á dögunum. 

Lífið
Fréttamynd

Dulin blessun að missa Bað­húsið

Linda Pétursdóttir segist þakklát og glöð fyrir líf sitt og segist sjaldan hafa verið hamingjusamari eftir alls kyns erfiðleika í gegnum tíðina. Linda, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist komin á þann stað að vera raunverulega frjáls frá áliti annarra, en það hafi tekið langan tíma.

Lífið
Fréttamynd

Gallstasi á með­göngu: „Ég grát­bað um að ég yrði sett af stað“

„Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008.

Áskorun
Fréttamynd

Mikil gleði þegar Bergur komst í mark

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ein­mana­legt að missa móður“

„Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Lit­ríkur og ljúffengur vikumatseðill Jönu

Kristjana Steingrímsdóttir, eða Jana, heilsukokkur deilir litríkum og ljúffengum vikumatseðli með lesendum Vísis þessa vikuna. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og ættu að falla vel í kramið hjá matgæðingum landsins.

Lífið