Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Víðir kominn aftur úr veikinda­leyfi

Víðir Reynisson, sviðstjóri hjá almannavörnum, er kominn aftur úr veikindaleyfi. Víðir fór í veikindaleyfi þann 10. febrúar. Hann var viðstaddur íbúafund í Laugardalshöll í gær um málefni Grindvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Er blóð­sykurinn þinn versti ó­vinur?

Undanfarið hefur ekki farið lítið fyrir blóðsykursumræðunni. Í stuttu máli sagt hækkar blóðsykur við neyslu kolvetna, insúlín er seytt frá brisi og virkar sem lykill inn í frumurnar, þar sem glúkósi er tekinn inn og umbreyttur í orku. Allt eðlileg viðbrögð líkamans.

Skoðun
Fréttamynd

Blóðsykurshræðsla stýri um­ræðu um mat

Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir.

Innlent
Fréttamynd

Breyta fyrir­komu­lagi sund­lauga á rauðum dögum

Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

„Ný sýkla­lyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vanda­máli“

Draga þarf úr notkun sýklalyfja eins og kostur er og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Þetta er á meðal tillagna starfshóps um leiðir til að sporna gegn sýklalyfjaónæmi. Ný lyf munu ekki bjarga okkur úr þeim vanda sem blasir við vegna sýklalyfjaónæmra baktería að sögn fyrrverandi sóttvarnalæknis.

Innlent
Fréttamynd

Litlu hlutirnir sem geta skipt sköpum

Góð geðheilsa er nauðsynleg til að fólk geti notið sín sem best í daglega lífinu og henni þarf að sinna, rétt eins og þeirri líkamlegu, að mati Helgu Dísar Jakobsdóttur, markaðs- og upplifunarstjóra Nettó.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Litli frændi bjargaði lífi Hilmis með einu sím­tali

Hilmir Peteresen Hjálmarsson öndunarþjálfari og bakari ræðir við Marín Möndu Magnúsdóttir í hlaðvarpsþættinum, Spegilmyndin, um það þegar litli frændi hans bjargaði lífi hans með einu símtali daginn sem hann hafði ákveðið að yfirgefa þessa jarðvist. 

Lífið
Fréttamynd

Guð­dóm­legt hollustunammi fyrir súkkulaðigrísi

Þegar sykurpúkinn bankar upp á er gott að eiga hollari súkkulaðimola í frystinum heilsunnar vegna. Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að sætum bitum sem svala sykurþörfinni með góðri samvisku.

Lífið
Fréttamynd

Hóstandi Eldborgargestir í sam­keppni við Víking Heiðar

Hvorki gagnrýnandi Vísis né tónleikagestir virðast hafa neitt nema afar gott að segja um frammistöðu Víkings Heiðars Ólafssonar píanista á þrennum tónleikum hans í Hörpu á dögunum. Eina gagnrýnin snýr að hóstandi tónleikagestum sem spilltu fyrir hljóðvistinni.

Lífið
Fréttamynd

Hrein brjóst og leg­háls

Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsumál sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameins hefur aukist og er það mikið áhyggjuefni, hvað veldur því er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig, margar tilgátur eru uppi og eru þekktar en þær verða ekki raktar hér. 

Skoðun
Fréttamynd

Bana­slys í djamm­ferð á­hafnarinnar breytti öllu

Arnór Sveinsson jógakennari gjörbreytti lífi sínu eftir skyndilegt banaslys frænda síns og náins vinar sem var með honum til sjós. Arnór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hafði verið á sjó síðan hann mundi eftir sér, en eftir slysið fór hann á flakk um heiminn til að læra hugleiðslu, öndun- og kuldaþjálfun.

Lífið
Fréttamynd

Ljúffengar pítsur að hætti Ebbu Guð­nýjar

Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og heilsukokkur er snillingur í að útbúa holla og næringaríka rétti í eldhúsinu. Ebba deilir hér tveimur uppskriftum að ljúffengum pítsum í hollari kantinum fyrir helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa sam­band við alla“

„Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Pabbi herra Hnetu­smjörs frontar Edrúar fyrir mis­skilning

„Svakalega er kallinn á flottum bíl, sagði Guðný við mig í símanum þegar ég renndi í hlaðið. Þegar ég stíg út úr bílnum sé ég þó um leið á svipnum á henni að þetta er eitthvað skrítið, enda spyr hún „Hvar er meistarinn?“ segir Árni Magnússon forstjóri ÍSOR og fyrrum ráðherra, sem fyrir tóman misskilning mætti í myndatöku fyrir átak SÁÁ, Edrúar febrúar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hætti að reykja og borðar eldstafi í staðinn

Hlaupadrottningin Mari Järsk hefur sagt skilið við sígaretturnar og verið reyklaus í þrjár vikur. Hún segir Tómas Guðbjartsson hjartalækni hafi ýtt á hana í lengri tíma að hætta að reykja en ætlar að narta í kjötstangir í staðinn fyrir að reykja retturnar.

Lífið
Fréttamynd

Öll hreyfing skiptir máli

Í dag, 7. febrúar, ræsir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands Lífshlaupið í 17. sinn en embætti landlæknis hefur verið samstarfsaðili þess í gegnum árin. Meginmarkmið Lífshlaupsins er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig í samræmi við opinberar ráðleggingar og gera hreyfingu að föstum lið í lífinu eftir því sem við á; í frítíma, í vinnu, í skóla eða við val á ferðamáta.

Skoðun