Keflavík í vandræðum: „Þetta er ekkert nema hausinn, það vantar einhverja trú“ „Þetta er óskiljanlegt, að fá á sig fjögur mörk, í seinni hálfleik,“ sagði Helena Ólafsdóttir um 3-4 tap Keflavíkur gegn FH þar sem heimakonur komust þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en hrundu gjörsamlega í seinni hálfleik. Íslenski boltinn 21. ágúst 2024 14:03
Tíminn naumur hjá KSÍ KSÍ hefur borist áfrýjun frá KR vegna niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar sem greint var frá í gær. KR krefst 3-0 sigurs á HK þar sem Kópvogsfélaginu tókst ekki að hafa Kórinn leikhæfan þegar félögin mættust á dögunum. Íslenski boltinn 21. ágúst 2024 11:16
Sjáðu mörkin átta úr sigrum Vals og Breiðabliks Átta mörk voru skoruð í tveimur leikjum í Bestu deild kvenna í gærkvöldi. Toppliðin Valur og Breiðablik unnu sína leiki gegn Fylki og Þrótti, mörkin átta má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 21. ágúst 2024 11:00
Vilja að Linda Líf verði kölluð í landsliðið Nýliðar Víkings hafa fagnað góðu gengi í Bestu deild kvenna í sumar. Undanfarið hefur liðið rokið upp stigatöfluna og situr nú jafnt 3. sæti deildarinnar. Einn leikmaður liðsins á stóran þátt í því, Linda Líf Boama. Íslenski boltinn 21. ágúst 2024 08:01
Uppsöfnuð spjöld gætu haft áhrif: Tólf í banni Leikmenn Bestu deildar karla í knattspyrnu eru heldur betur farnir að safna upp spjöldum og alls verða tólf leikmenn í leikbanni í næsta leik síns liðs. Þetta kemur fram í reglubundnum úrskurði aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 23:00
Nik eftir veisluna í Laugardal: Viljum halda pressunni á Val Nik Chamberlain var að vonum ánægður með sínar konur eftir leik kvöldsins en lið hans, Breiðablik, vann frábæran 4-2 útisigur á fyrrverandi liði hans, Þrótti Reykjavík, í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 21:36
KR slítur samstarfinu „án nokkurs fyrirvara“ KR hefur slitið samstarfi við Gróttu í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna. Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu segir að ákvörðunin hafi verið tilkynnt án nokkurs fyrirvara og komið þeim að óvörum. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 21:24
Uppgjörið og viðtöl: Valur - Fylkir 2-0 | Bikarmeistararnir höfðu betur Nýkrýndir bikarmeistarar Vals höfðu betur gegn Fylki 2-0. Staðan var jöfn fram að 82. mínútu en þá braut Lillý Rut Hlynsdóttir ísinn og Helena Ósk Hálfdánardóttir bætti við öðru marki í uppbótartíma. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 19:53
Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-4 | Miklir yfirburðir Blika í blíðunni Þróttur tók á móti gestunum í Breiðablik í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Avis-vellinum. Það var einstaklega fallegur dagur í Laugardalnum og heyrði blaðamaður gárungana í stúkunni ræða um besta dag sumarsins. Hvort það er satt veit undirritaður ekki en víst er að það var skuggi í stúkunni en sól á vellinum. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 19:50
KR áfrýjar niðurstöðu KSÍ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 19:07
KSÍ hafnar kröfu KR Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 17:52
„Hann setti á sig súperman-skikkju“ Atli Viðar Björnsson hreifst mjög af framgöngu Ragnars Braga Sveinssonar, fyrirliða Fylkis, í fallslagnum gegn HK í Bestu deild karla í fyrradag. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 16:30
Ólafur Karl þénaði mest af leikmönnum Bestu deildarinnar í fyrra Fimm leikmenn sem spiluðu í Bestu deild karla á síðasta tímabili þénuðu milljón eða meira á mánuði í fyrra. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 14:30
Kristján tekjuhæsti þjálfarinn á Íslandi Fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, Kristján Guðmundsson, var tekjuhæsti þjálfari landsins í fyrra. Þar á eftir kemur Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari KR í fótbolta karla. Sport 20. ágúst 2024 12:31
Lítil hamingja á heimavelli hamingjunnar Blikar hafa unnið upp forskot Víkinga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta og liðin eru nú með jöfn stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru þar til að deildinni verður skipt upp. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 11:00
Stúkan ræddi kæru KR-inga: „Mér finnst hún skandall og ekkert annað“ KR og HK töpuðu bæði leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta um helgina og eiga síðan að mætast á fimmtudagskvöldið. Svo gæti farið að sá leikur fari þó aldrei fram. Stúkan ræddi fallslaginn sem verður kannski aldrei spilaður. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 10:01
Sjáðu Blikana nýta sér hjálp Skagamanna og ná í skottið á toppliði Víkings Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum en þau voru ellefu talsins. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 09:00
Hafði gott af of löngu banni Fyrirliði Fylkis segir að hann hafi mögulega bara haft gott af óþarflega löngu leikbanni í Bestu-deild karla. Árbæingar ætla að halda sæti sínu í deildinni. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 08:01
„Ég ætla rétt að vona að menn hafi ekki verið að spara sig“ Sölvi Ottesen stýrði Víkingum í fjarveru þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni. Hann sagði frammistöðu Víkinga í dag ólíka því sem þeir eru vanir að sýna. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 21:54
Ísak Snær: Held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum Ísak Snær Þorvaldsson, framherji Breiðabliks, skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld í 3-1 heimasigri gegn Fram. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikar eru komnir upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 21:49
„Við vorum tilbúnir að þjást“ Viktor Jónsson skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni þegar Skagamenn lögðu Víkinga að velli í Fossvoginum í kvöld. Viktor sagði Skagamenn ætla að sækja Evrópusæti á tímabilinu. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 21:38
Uppgjörið: Víkingur R. - ÍA 1-2 | Skagamenn fyrstir til að vinna í Víkinni Víkingar töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik á heimavelli á tímabilinu þegar Skagamenn unnu 2-1 sigur í Fossvoginum. Víkingur og Breiðablik eru nú efst og jöfn á toppi Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 21:11
Uppgjörið og viðöl: FH - Valur 2-2 | Ótrúleg dramatík í Kaplakrika Ótrúlegar lokamínútur áttu sér stað þegar FH tók á móti Val í 19. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Kristinn Freyr Sigurðsson hélt að hann hefði tryggt Val stigin þrjú með marki þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en fyrirliðinn Björn Daníel Sverrisson var á öðru máli og bjargaði stigi fyrir heimamenn með marki á 97. mínútu. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 19:55
Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Jafna Víking að stigum á toppnum Blikar jöfnuðu í kvöld Víkinga að stigum á toppi Bestu deildar karla með 3-1 sigri á Fram á Kópavogsvelli á meðan Víkingar töpuðu gegn ÍA í Fossvoginum. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 18:31
Hafa unnið alla leiki á móti Fram í heilan áratug Blikar fá Framara í heimsókn í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og þar getur Breiðablik haldið áfram taki sínu á Framliðinu. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 15:45
Víkingur fær hvíld milli Evrópuleikjanna Vegna þátttöku Víkings í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu hefur þremur leikjum í Bestu deild karla verið breytt. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 15:23
Sjáðu mörkin úr fallslögunum og jafnteflinu fyrir norðan Fylkir og Vestri unnu mikilvæga sigra í botnbaráttunni í Bestu deild karla um helgina og KA og Stjarnan gerðu jafntefli. Mörkin úr leikjum helgarinnar má sjá í fréttinni. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 14:30
Jákvætt að aðstoðarþjálfarinn sé ekki á bekknum Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiks liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Hann fagnar því að vera ekki til taks sem leikmaður, líkt og í síðasta leik. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 14:15
Kæra KR tekin fyrir á morgun Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ mun taka fyrir kæru KR vegna fyrirhugaðs leiks liðsins við HK í Bestu deild karla fyrir á morgun. Leikurinn á að fara fram á fimmtudagskvöld. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 13:58
„Árbærinn er vaknaður“ Fylkir vann mikilvægan 2-0 sigur á HK í kvöld í fallbaráttunni í Bestu deild karla nú í kvöld. Valur Páll Eiríksson ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Fylkis strax að leik loknum. Íslenski boltinn 18. ágúst 2024 22:08