Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina

Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang.

Innlent
Fréttamynd

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan er brædd saman úr frásögnum Matteusar og Lúkasar af dögunum í kringum fæðingu Jesú. Lúkas minnist ekki á vitringa. Matteus minnist ekkert á manntal og útskýrir ekki hversvegna María og Jósef voru stödd í Betlehem þegar barnið fæddist.

Skoðun
Fréttamynd

Rauð jól á Grænlandi

Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar.

Innlent
Fréttamynd

Frans páfi biður fyrir enda­lokum far­aldurs

Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur.

Erlent
Fréttamynd

Bjóða fólki að losa sig við jóla­ruslið allan sólar­hringinn

Í tilefni þess jólagjafaflóðs sem flæðir yfir landann á aðfangadagskvöld, með tilheyrandi papparusli og öðru slíku, hefur Orkan ákveðið að bjóða fólki að skila pappa, plastumbúðum og jólapappír til endurvinnslu á fjórum stöðvum Orkunnar á höfuðborgarsvæðinu nú milli jóla og nýárs.

Innlent
Fréttamynd

Ham­borgar­hryggur og lamba­læri hjá Sam­hjálp

Samhjálp fær undanþágu frá núverandi samkomutakmörkunum svo að fleiri fái að sitja í einu við jólaborðið um helgina. Verkefnastjóri Samhjálpar telur að fleiri leiti nú á Kaffistofu Samhjálpar en síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu nýtt jólalag

Sóli Hólm og Eva Laufey stigu á stokk í sérstökum jólaskemmtiþætti á Stöð 2 í gær sem gekk undir nafninu Vertu með okkur um jólin.

Lífið
Fréttamynd

Köttur gleypti nál og tvinna

Mjóu mátti muna þegar kötturinn Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna í vikunni. Nálin hafði skorist í gegnum tungu og mjúkan góminn áður en Guðbjarti tókst að ýta nálinni niður að húð undir tungu.

Innlent
Fréttamynd

Þú mátt segja nei við jóla­gjöf maka þíns

Nú þegar jólahátíðin fer að ganga í garð og öfl samfélagsins eru búin að sameinast um að senda þau boð út til allra að núna sé sá tími árs að renna upp þar sem ríkir friður, ró, gleði og hamingja þá langar mig að skrifa nokkur orð um annarskonar jólahátíð, jólahátíð sem veldur kvíða, hræðslu, spennu og óöryggi. 

Skoðun
Fréttamynd

Að­fanga­dagur: Hvar er opið og hversu lengi?

„Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur,“ segir í frægu jólalagi hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Og viti menn. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en aðfangadagur loks rennur upp. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

„Stíga inn í nú­tímann“ og streyma helgi­haldi

Helgihald skipar eðli málsins samkvæmt stóran sess í hátíðarhöldum almennings yfir jólin. Tvísýnt hefur verið um fjölmenna viðburði vegna kórónuveirufaraldursins og trúarathafnir eru þar engin undantekning. Messum í dag, aðfangadag, verður streymt en einnig verður unnt taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa.

Innlent
Fréttamynd

Meiri kvíði og minni til­hlökkun

Hlutfall þeirra landsmanna sem hlakka til jólanna er lægra en undanfarin tvö ár. Þá hækkar hlutfall þeirra sem kvíða jólunum en einhverjir falla í báða flokka; hlakka til jólanna og kvíða þeirra á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

„Þau eru bara fúl að vera ekki boðið“

Fólk sem fussar og sveiar yfir þeim sem njóta skötunnar er bara fúlt yfir því að vera ekki boðið með. Þetta segir einn af fjölmörgum unnendum skötunnar sem var á borðum í margri skötuveislunni í dag.

Innlent