Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. Viðskipti innlent 12. júlí 2019 06:15
Óvissa ríkir um afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í haust Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi Íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Innlent 10. júlí 2019 20:00
Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 13:59
Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 10:58
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. Viðskipti innlent 10. júlí 2019 06:15
Boeing ekki lengur stærstir á markaðnum Flugvélaframleiðandinn Boeing sem hefur verið stærsti framleiðandinn á flugvélamarkaðnum síðastliðin átta ár hafa nú lútið í lægra haldi fyrir samkeppnisaðilanum Airbus sem hafa verið næst stærstir síðast liðin ár. Viðskipti erlent 9. júlí 2019 17:54
Farþegafjöldi Icelandair jókst um 15% milli ára Farþegar flugfélagsins Icelandair í júní mánuði voru 553 þúsund talsins og var sætanýting 88% í mánuðinum. Farþegafjöldi milli ára jókst því um 15% en framboð var aukið um 8%. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group. Viðskipti innlent 8. júlí 2019 18:24
Bjóða 64 flugmönnum Icelandair hálft starf í stað uppsagnar Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn heldur bjóða á sjöunda tug flugmanna að minnka starfshlutfall sitt í 50 prósent yfir vetrartímann. Viðskipti innlent 3. júlí 2019 12:10
Arion selur hlut sinn í Stoðum Arion banki hf. segist hafa samið um að sölu á öllum hlut bankans í fjárfestingafélaginu Stoðum hf Viðskipti innlent 28. júní 2019 16:56
Framkvæmdastjóri hættir meðfram breytingum hjá Festi Guðný Rósa Þorvarðardóttir, sem sinnt hefur stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Festi hf. og Bakkans vöruhúss, hefur sagt starfi sínu lausu. Viðskipti innlent 26. júní 2019 16:18
Stoðir hagnast um 1.100 milljónir Samkvæmt ársreikningi Stoða, sem var lagður fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag, námu fjárfestingar á árinu 2018 samtals 5,3 milljörðum og var eigið fé félagsins um 17,5 milljarðar í lok ársins. Viðskipti innlent 26. júní 2019 09:00
Olíufélögin í uppbyggingu Þrjú stærstu olíufélögin sitja á verðmætum lóðum og skoða tækifæri til uppbyggingar á fasteignum. Horfur á minnkandi olíunotkun á næstu áratugum eru að breyta landslaginu á markaðinum. Sala á olíu og dagvöru mun á endanum renna Viðskipti innlent 26. júní 2019 07:45
Íslenski markaðurinn kominn á lista MSCI Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. Viðskipti innlent 26. júní 2019 07:30
Fjöldi reglugerða margfaldast Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, segir að óháð efni reglna hljóti að vakna spurning um hvort ekki sé mikilvægt að gæta hófs í fjölda til að auðveldara sé að fara eftir þeim. Smærri fyrirtæki bera þyngstu byrðarnar. Innlent 20. júní 2019 07:00
Rekstur Lauga á miklum skriði Laugar ehf., sem halda utan um líkamsræktarstöðvar World Class, högnuðust um 530 milljónir króna á síðasta ári. Það er um þrefalt meiri hagnaður en á árinu á undan þegar hann nam 179 milljónum króna. Viðskipti innlent 20. júní 2019 06:00
Kortaþjónustan tapaði nærri 250 milljónum Tap af rekstri Kortaþjónustunnar, sem er að stærstum hluta í eigu Kviku banka, nam rúmlega 247 milljónum króna í fyrra borið saman við tap upp á 1.600 milljónir króna árið áður. Viðskipti innlent 19. júní 2019 10:00
ISI ræður Kviku og Lex fyrir skráningu á aðalmarkað Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Iceland Seafood International hefur ráðið Kviku banka og lögmannsstofuna Lex sem ráðgjafa í tengslum við skráningu fyrirtækisins á aðalmarkað Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 19. júní 2019 09:30
ÍV töpuðu 68 milljónum Íslensk verðbréf töpuðu 68 milljónum króna í fyrra samanborið við 36 milljóna króna tap árið áður. Viðskipti innlent 19. júní 2019 09:15
Incrementum með 800 milljóna hlut í Reitum Félagið, sem er með vel á annan milljarð króna í hlutafé, hefur einnig verið að fjárfesta í Kviku banka. Viðskipti innlent 19. júní 2019 09:00
Nox Medical hagnaðist um 2 milljónir evra Svefnrannsóknafyrirtækið Nox Medical hagnaðist um 2 milljónir evra, jafnvirði 284 milljóna króna, á síðasta ári samanborið við 324 þúsunda evra hagnað á árinu 2017. Viðskipti innlent 19. júní 2019 09:00
Stoðir með næstum eitt prósent í Högum Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu Viðskipti innlent 19. júní 2019 09:00
Koma þarf böndum á Samkeppniseftirlitið Það er næstum því hætt að koma á óvart þegar Samkeppniseftirlitið ógildir samruna fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur það gerst harla oft. Stofnunin verður seint sökuð um linkind gagnvart atvinnulífinu. Skoðun 19. júní 2019 08:30
Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. Viðskipti innlent 19. júní 2019 08:15
Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. Viðskipti innlent 18. júní 2019 22:14
Samruni Advania og Wise úr sögunni Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja. Viðskipti innlent 18. júní 2019 13:56
Icelandair fellir niður flug til Tampa Flugfélagið flýgur þó áfram til Orlando. Viðskipti innlent 18. júní 2019 08:00
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. Viðskipti innlent 17. júní 2019 23:05
Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. Viðskipti innlent 13. júní 2019 06:15
Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins. Viðskipti innlent 12. júní 2019 08:00
Vél Icelandair lent í Stafangri vegna bilunar í hreyfli Vél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur þurfti að lenda á Sola-flugvelli í Stafangri nú síðdegis vegna bilunar í vél. Erlent 9. júní 2019 18:12