Ný lög um fjármálamarkað Viðskiptaráðherra hyggst skipa nefnd til að endurskoða lög um fjármálamarkað. Kanna á „viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki, töku hlutabréfa fjármálafyrirtækja sem veð gegn láni, hlutverki, hæfisskilyrðum og reglur stjórna, krosseignarhald, takmarkanir á stórum áhættum og náin tengsl“, að því er segir í tilkynningu. Fylgjast á með sambærilegri vinnu á vegum ESB. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum 15. apríl næstkomandi. - ikh Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Álverð í fimm ára lægð Heimsmarkaðsverð á áli fór í 1.435 Bandaríkjadali á tonnið í gær og hafði ekki verið lægra síðan í október árið 2003. Þetta er rúmlega fimmtíu prósenta verðlækkun á hálfu ári. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Kröfuhafar flytja hingað Fulltrúar erlendra kröfuhafa í íslensku bankanna hafa mikið verið í ferðum hingað og sumir opnað skrifstofur. Þetta staðfestir Sigmundur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Vilhjálmur skrifar AGS „Ég mótmælti því að þessi gjaldeyrishöft væru sett. Áhrifin væru þveröfug við þau sem ætlast væri til,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Margar og þéttar greinar í uppgjörstrénu Lykilpersónur íslenska bankahrunsins tengjast með einum eða öðrum hætti. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson gerði tilraun til að rýna í tengslatréð og komst að því að greinarnar eru margar, flóknar og tengjast bæði fjölskyldu- og vinaböndum. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Kauphöllin og endurreisnin Kauphöll er spegill efnahagslífsins. Þegar vel gengur leita kauphallarvísitölur upp en þegar blikur eru á lofti leita þær niður – og þegar virkilega á bjátar falla þær eins og steinar. Bankahrunið hér á landi hefur svo sannarlega birst í NASDAQ OMX kauphöllinni á Íslandi. Þannig er Úrvalsvísitalan nú 375 stig samanborið við um og yfir 4000 fyrir bankakreppu eftir því hvaða tími er valinn til viðmiðunar. Engin dæmi eru til um svona mikla lækkun meðal þróaðra þjóða í seinni tíð. Spegillinn sýnir því ekki fagra mynd um þessar mundir. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Er bannað að benda? Miklu máli skiptir að geta verið í friði með sitt. Maður vill gjarnan geta rætt við lækninn sinn í trúnaði, sálfræðinginn eða lögfræðinginn. Nú og auðvitað bankann sinn. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Refresco á sölulista Stoða í fjóra mánuði Stoðir reyna að selja helmingshlut sinn í hollenska drykkjaframleiðandanum Refresco. Íslenskt eignarhald er félaginu óþægilegt. Vífilfell og Kaupþing eiga félagið ásamt Stoðum. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Líkur á dómsmáli kröfuhafa bankanna „Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Lánuðu sjálfum sér Nítján svonefndar stórar áhættuskuldbindingar voru hjá stóru bönkunum þremur, um síðustu áramót. Heildarfjárhæð þessara skuldbindinga var ríflega 930 milljarðar króna og um 95 prósent af eiginfjárgrunni bankanna. Viðskipti innlent 10. desember 2008 09:45
Bakkabræður forðuðu þroti Existu Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Viðskipti innlent 10. desember 2008 00:01
Ráðherra orkumála? Tilkynning forsætisráðherra um tólf aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja vakti nokkra athygli í gær. Glöggir menn tóku þó eftir litlu atriði í tilkynningunni, sem kann að boða mikil tíðindi. Þar kemur nefnilega fram að iðnaðar- og orkumálaráðherra hafi átt sæti í nefndinni sem mótaði tillögurnar. Hefur sá ráðherratitill ekki sést áður í opinberum tilkynningum og þykir benda til þeirra áherslna sem Össur Skarphéðinsson vill beita sér fyrir í ráðuneytinu. Hefði ekki mátt bæta við olíumálaráðherra? Viðskipti innlent 3. desember 2008 00:01
Fjármagnsflótti, flot og bankaleynd Íslenska krónan á sér formælendur fáa um þessar mundir eftir gríðarlegt gengisfall og setningu strangra fjármagnshafta henni til varnar. Það er því eðlilegt að nú sé hugað að því hvort heppilegt sé að landsmenn slái sína eigin mynt til framtíðar. Vandamálið í sinni einföldustu mynd er þó ekki krónan aðeins sjálf – þ.e. gengisáhætta. Viðskipti innlent 3. desember 2008 00:01
Leiðbeiningar í smíðum í ráðuneytinu „Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu. Leiðbeiningarnar og sú vinna sem liggur á bak við þær verða teknar til skoðunar,“ segir Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Viðskipti innlent 3. desember 2008 00:01
Óhagkvæmni eða spilling Hrun bankanna hefur í grundvallaratriðum breytt valdahlutföllum í íslensku viðskiptalífi. Ríkið á nú alla stóru bankana. Mörg fyrirtæki landsins skulda þessum ríkisbönkum meira en þau hafa burði til þess að borga. Ein stærsta ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir nú er hvaða leið þau ætla að velja til þess að taka á vanda skuldugra fyrirtækja. Hér þurfa stjórnvöld að hafa tvö markmið að leiðarljósi. Annars vegar er mikilvægt að þau leitist við að skapa skilyrði fyrir hámarks verðmætasköpun í hagkerfinu í framtíð. Hins vegar þurfa þau að leitast við að lágmarka spillingu. Það sem gerir þetta mál erfitt er að þessi tvö markmið stangast á að einhverju leyti. Viðskipti innlent 3. desember 2008 00:01
Stjörnuflug frá Lundúnum „Við tókum að markaðssetja okkur í Bretlandi fyrir rúmu ári,“ segir Gísli Reynisson, stjórnarformaður Nordic Partners. Félagið hefur í rúm þrjú ár starfrækt einkaþotuleiguna IceJet. Viðskipti innlent 3. desember 2008 00:01
Tólf spor í rétta átt Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Skoðun 3. desember 2008 00:01
Evruskráning tefst enn um sinn „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Viðskipti innlent 3. desember 2008 00:01
Morðgátan um Kaupþing Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Skoðun 3. desember 2008 00:01
Af hverju bankaleynd Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Skoðun 26. nóvember 2008 00:01
Glitnir kærir til FME „Nýi Glitnir hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um meint brot á þagnarskylduákvæðum laga um fjármálafyritæki,“ segir Tómas Sigurðsson, yfirlögfræðingur bankans. Viðskipti innlent 26. nóvember 2008 00:01
Fyrstu sektir gætu numið 500 milljónum Reglugerð um skil og birtingu ársreikninga hefur tekið gildi. Ársreikningaskrá beitir sektum fyrir vanskil í fyrsta sinn. Í sumar áttu yfir tvö þúsund fyrirtæki eftir að skila reikningi. Viðskipti innlent 26. nóvember 2008 00:01
Teva tekur Barr Hluthafar í bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Barr Pharmaceuticals samþykktu um helgina yfirtökutilboð írsaelska lyfjafyrirtækisins Teva. Viðskipti erlent 26. nóvember 2008 00:01
Bankaleynd ekki aflétt „Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins.“ Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Fréttablaðsins um gögn úr bankanum. Viðskipti innlent 26. nóvember 2008 00:01
Bankahólfið: Í vist hins opinbera Eins og fram hefur komið hefur sænska ríkið tekið yfir fjárfestingarbankann Carnegie, sem að hluta var í eigu Íslendinga. Mikael Ericson, sem settist í forstjórastólinn í sumar, var sæmilega sáttur þrátt fyrir allt þegar Markaðurinn heyrði í honum, enda kominn í faðm sænska ríkisins. Óvíst er þó hvort honum líki vistin. Viðskipti innlent 19. nóvember 2008 06:00
Bankahólfið: Nördastuð í kreppu Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri leikjafyrirtækisins CCP sem á og rekur netleikinn Eve Online, sló í gegn á fjöldafundi um tækifærin í hátækni- og sprotageiranum á föstudag. Viðskipti innlent 19. nóvember 2008 06:00
Banakahólfið: Beðið eftir jólunum „Svartsýnin er víða í því óvenjulega ástandi sem nú ríkir. Það sést á breyttum neysluvenjum fólks sem velur af kostgæfni hvað það snæðir, sérstaklega um hátíðir,“ segir Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Viðskipti innlent 19. nóvember 2008 06:00
Hagvöxtur og hamingja Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. Skoðun 19. nóvember 2008 00:01
Hugleiða að taka Alfesca af markaði „Við höfum sýnt ákveðna biðlund. En framtíð Alfesca er óljós og við munum skoða marga kosti til að bæta hag hluthafa,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca. Viðskipti innlent 19. nóvember 2008 00:01