Öðrum hluthöfum Play einnig boðið að taka þátt Flugfélagið Play hyggst einnig efna til hlutafjárútboðs á meðal minni fjárfesta félagsins. Útboðið verður á sömu kjörum og tuttugu stærstu hluthöfum félagsins bauðst í hlutafjárútboði í síðustu viku. Viðskipti innlent 8. nóvember 2022 19:56
Færa sig frá Landsbankanum yfir til Arion Tveir lykilstarfsmenn á Einstaklingssviði Landsbankans, meðal annars staðgengill framkvæmdastjóra sviðsins, hafa sagt upp störfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 8. nóvember 2022 18:00
Citi hækkaði verðmat á Marel og horfir jákvæðum augum á bættan rekstur Fjárfestingabankinn Citi hækkaði lítillega markgengi sitt á Marel í gærkvöldi. Greinendur bankans eru mun bjartsýnni á gengi íslenska fyrirtækisins en kollegar þeirra hjá hollenska fjármálafyrirtækinu ING. Mat Citi er 19 prósentum hærra en ING sem birti líka verðmat í gær. Innherji 8. nóvember 2022 16:02
Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári. Innherji 8. nóvember 2022 13:37
Ráðinn forstjóri Mílu eftir tíu ár hjá Símanum Míla hf. hefur ráðið Erik Figueras Torras sem nýjan forstjóra og mun hann taka við stöðunni frá og með 1. desember 2022. Viðskipti innlent 8. nóvember 2022 11:59
Origo hyggst greiða hluthöfum 24 milljarða eftir á sölu á Tempo Stjórn Origo leggur til að 24 milljarðar króna verði greiddir til hluthafa eftir að hafa selt tæplega helmingshlut í Tempo á jafnvirði 28 milljarða króna fyrir skemmstu. Sjóðstjórar hafa sagt við Innherja að þeir töldu líklegt að fjárhæðin yrði að mestu greidd til hluthafa. Innherji 8. nóvember 2022 10:43
Vilja greiða 24 milljarða króna út til hluthafa Stjórn Origo hefur lagt fram tillögu um að greiða samtals 24 milljarða króna út til hluthafa og að hlutafé félagsins verði þá lækkað um 295 milljónir. Viðskipti innlent 8. nóvember 2022 10:00
Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar á förum Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Símanum lætur af störfum í lok nóvember og verður staðan auglýst á næstu dögum. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 19:45
Stundvísi innanlandsflugs Icelandair 88 prósent í október Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nýliðnum októbermánuði sýna töluverða farþegaaukningu á milli ára. Auk þess er stundvísi félagsins í innanlandsflugi 88 prósent í mánuðinum sem um ræðir. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 19:11
Lækkar verðmat sitt á Marel og segir að það taki tíma að bæta framlegðina Hollenska fjármálafyrirtækið ING hefur lækkað markgengi sitt á Marel um 28 prósent frá fyrra mati. Verðmatið er um átta prósent yfir markaðsvirði. Greinendur ING segja að verkefnið að auka framlegð sé rétt að hefjast, það muni taka tíma, en að uppgjör þriðja ársfjórðung sé „góð byrjun“. Innherji 7. nóvember 2022 17:30
92 þúsund flugu með Play í október Flugfélagið Play flutti 91.940 farþega í október. Sætanýting var 81,9 prósent, samborið við 81,5 prósent í september. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 15:32
Pablo og Kristín Björk til Íslandsbanka Pablo Santos hefur verið ráðinn stafrænn hönnunarstjóri og Kristín Björk Lilliendahl sérfræðingur í gagnavísindum inn í stafræna upplifun hjá Íslandsbanka. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 13:54
Skortur á erlendu vinnuafli á Íslandi Ljóst er að þörf er á erlendu starfsfólki til landsins að mati hagfræðings hjá Íslandsbanka. Atvinnuleysi er nú komið á sömu slóðir og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 13:08
Kvika fyllir í skarð Fannars sem fer til Akta sjóða Mikið er um mannabreytingar í fjármálageiranum um þessar mundir. Kvika hefur þannig brugðist við brotthvarfi Fannars Arnar Arnarssonar, sem hefur verið í eigin viðskiptum bankans síðustu ár, en hann er búinn að ráða sig yfir til Akta sjóða. Klinkið 7. nóvember 2022 11:45
Play til Stokkhólms og Hamborgar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 10:01
Eru hlutabréf verðtryggð? Verðbólga hefur mjög mismunandi áhrif á virði hlutabréfa. Þó hlutabréf séu ekki beintengd við vísitölu neysluverðs líkt og verðtryggð skuldabréf þá hefur hófleg verðbólga sem slík ekki bein neikvæð áhrif á virði hlutabréfa. Umræðan 6. nóvember 2022 10:31
Ósáttur við að þurfa sífellt að birta afkomuviðvaranir eftir dóm Hæstaréttar Forstjóri Eimskips er ósáttur með að þurfa gefa stanslaust út afkomuviðvaranir örfáum fyrir vikum birtingu uppgjöra. „Margir klóra sér í kollinum yfir þessu,“ sagði hann. Fyrirtækið hafi brugðist við með þeim hætti eftir dóm Hæstaréttar. „Okkur þykir það ekki skemmtilegt,“ sagði Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Rætt verði við Fjármálaeftirlitið til að fá nánari leiðbeiningar um hvernig haga eigi málum. Innherji 4. nóvember 2022 13:57
Tekur Árni við af Árna? Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir í íslensku atvinnulífi hafa litið svo á að Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, væri líklegastur til að taka við forstjórastólnum þegar Árni Oddur Þórðarson myndi vilja beina kröftum sínum annað. Klinkið 4. nóvember 2022 10:35
Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. Viðskipti innlent 4. nóvember 2022 08:30
Ferðamenn dvelja lengur og eyða meiru en nokkru sinni áður Þrátt fyrir að ferðaþjónustuárið hafi farið hægt af stað í kjölfar afléttinga takmarkana heimsfaraldursins víða um heim, er margt sem bendir til þess að velta í ferðaþjónustu gæti náð óþekktum hæðum á árinu 2022. Innherji 4. nóvember 2022 07:30
„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. Viðskipti innlent 3. nóvember 2022 19:31
Marel sýnt að það getur lækkað skuldahlutfallið „hratt“ Stjórnendur Marels segja að félagið hafi margítrekað sýnt að það getur lækkað skuldahlutfall sitt hratt eftir að hafa ráðist í stórar yfirtökur. Ekki kemur til greina að lækka útgefið markmið félagsins um skuldsetningu þrátt fyrir að vaxtakostnaður hafi aukist talsvert. Erlendir greinendur tóku vel í uppgjör Marels sem þeir sögðu gefa til kynna að sterkur rekstrarbati væri í vændum. Innherji 3. nóvember 2022 16:58
„Fulldjúpt í árina tekið“ að tala um viðsnúning hjá Marel Uppgjör Marels á þriðja ársfjórðungi einkenndist af lágri framlegð ásamt miklum tekjuvexti og sameiningarkostnaði samfara kaupum á Wenger. Vísbendingar eru um rekstrarbata ef litið fram hjá sameiningarkostnaði en það er „fulldjúpt í árina tekið að tala um einhvern viðsnúning“ í rekstri. Innherji 3. nóvember 2022 15:15
Marel fellur í verði eftir uppgjör og 25 milljarða lán til stærsta hluthafans Gengi bréfa Marels, verðmætasta fyrirtækisins í Kauphöllinni, lækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Félagið birti í gærkvöldi uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung og þá upplýsti stærsti hluthafi Marels um 175 milljóna evra lánasamning við tvö erlend fjárfestingarfélög með breytirétti í allt að átta prósenta hlut í Marel. Innherji 3. nóvember 2022 09:55
Icelandair hækkar en erlendir keppinautar lækka Hlutabréfaverð fjölda erlendra flugfélaga hefur lækkað skarpt á einu ári. Þrátt fyrir það hefur Icelandair hækkað lítillega á sama tíma. Viðskiptalíkan Icelandair byggir á tengiflugi milli Evrópu og Ameríku, en sjóðstjóri segir að af þeim sökum sé rekstur flugfélagsins ekki eins berskjaldaður fyrir verri efnahagshorfum í Evrópu og önnur flugfélög. Innherji 3. nóvember 2022 07:00
Leggja Eyri til 25 milljarða og geta eignast átta prósenta hlut í Marel Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, hefur gengið frá samkomulagi við erlendu fjárfestingarsjóðina JNE Partners og The Boupost Group um að leggja Eyri til 175 milljónir evra, jafnvirði um 25 milljarða íslenskra króna, í lán til fjögurra ára. Með samkomulaginu öðlast sjóðirnir um leið kauprétt að allt að rúmlega átta prósenta hlut í Marel frá Eyri Invest í lok lánstímans í nóvember 2026. Innherji 2. nóvember 2022 23:44
Rekstrarhagnaður Marels jókst um 30 prósent og var yfir spám greinenda Marel færist markmiði sínu um að skila 14 til 16 prósenta EBIT-framlegð fyrir árslok 2023 eftir að félagið skilaði rekstrarhagnaði upp á 46,2 milljónir evra, jafnvirði 6,6 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um nærri 30 prósent frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður Marels var talsvert yfir meðalspá greinenda, og sömuleiðis tekjur félagsins sem voru samtals tæplega 451 milljón evra á fjórðungnum. Innherji 2. nóvember 2022 21:18
Sýn í „góðri stöðu“ til að skila frekara fjármagni til eigenda eftir sölu á stofnneti Sýn skilaði rekstrarhagnaði (EBIT) á þriðja ársfjórðungi upp á 486 milljónir og jókst hann um liðlega fimmtán prósent frá sama tímabili í fyrra. Tekjur fjarskipta- og fjölmiðlafélagsins námu um 5,5 milljörðum króna og stóðu nánast í stað á milli ára. Stjórn Sýnar hefur samþykkt endurkaup á eigin bréfum fyrir 300 milljónir. Innherji 2. nóvember 2022 18:08
Jakobsson verðmetur Icelandair 42 prósentum yfir markaðsgengi Jakobsson Capital verðmetur Icelandair 42 prósent yfir markaðsgengi eða á 2,59 krónur á hlut. Á fjórða ársfjórðungi ársins verður afkastageta Icelandair 98 prósent af því sem hún var 2019 fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. „Flugvélin er á réttri flugbraut,“ segir greinandi. Innherji 2. nóvember 2022 16:00
Yfirmaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis segja upp störfum Forstöðumaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis, dótturfélags Arion banka, hafa allir sagt upp störfum. Brotthvarf þeirra kemur í kjölfar þess að til skoðunar hafði verið að koma á fót nýju sjálfstæðu félagi, sem myndi annast rekstur sérhæfðu sjóðanna og yrði meðal annars að hluta í eigu sömu starfsmanna, en slíkar hugmyndir fengu ekki brautargengi hjá lífeyrissjóðum, helstu eigendum framtakssjóðanna. Innherji 2. nóvember 2022 10:48