Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. Viðskipti innlent 14. október 2022 10:20
Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. Innlent 13. október 2022 22:23
Gangi ekki að lykilstarfsmanni sé meinaður aðgangur að tilteknum lykilupplýsingum Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að það gangi ekki að framkvæmdastjóri fjármála fyrirtækisins sé meinaður aðgangur að tilteknum fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum fyrirtækisins, líkt og raunin er vegna fjölskyldutengsla framkvæmdastjórans við stjórnarformann Sýnar. Viðskipti innlent 13. október 2022 21:07
Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. Viðskipti innlent 13. október 2022 20:26
Íslandsbankaskýrslan loks komin í umsagnarferli Ríkisendurskoðun hefur nú sent fjármála- og efnahagsráðuneyti, Bankasýslu ríkisins og stjórn hennar drög að skýrslu embættisins um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka til umsagnar. Ríkisendurskoðun hefur veitt aðilum frest til miðvikudagsins 19. október til að skila umsögnum. Viðskipti innlent 13. október 2022 13:22
Spá því að verðbólga haldi áfram að minnka Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki. Neytendur 13. október 2022 11:25
Bein útsending: Orkuskipti í flugi - tækifæri fyrir Ísland Morgunfundur Icelandair, Isavia, Landsvirkjunar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem ber yfirskriftina Orkuskipti í flugi - tækifæri fyrir Ísland hefst í dag klukkan 8:30. Búist er við því að fundinum ljúki klukkan 10. Viðskipti innlent 13. október 2022 08:01
Segist heyra margar kjaftasögur um Play en blæs á þær allar Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist heyra margar kjaftasögur um starfsemi félagsins. Hann blæs á þær allar og minnir á að félagið sé skráð á markað. Viðskipti innlent 12. október 2022 19:41
30 prósenta vöxtur á milli ára hjá Iceland Spring Framleiðsla á vatninu Iceland Spring jókst um 30 prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Framleiddum einingum fjölgaði úr 12 milljónum á fyrri helmingi ársins í fyrra í 16 milljónir á fyrri helmingi ársins í ár. Þetta sagði forstjóri Ölgerðarinnar á kynningarfundi þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt eftir lok markaðar í gær. Innherji 12. október 2022 14:25
Alvotech ræður Söruh Tanksley sem framkvæmdastjóra gæðaeftirlits Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur ráðið Söruh Tanksley sem framkvæmdastjóri gæðaeftirlits hjá Alvotech en hún tekur við af Reem Malki, sem beðist hefur lausnar af persónulegum ástæðum. Sarah Tanksley mun hefja störf þann 14. október næstkomandi. Viðskipti innlent 12. október 2022 13:57
Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. Viðskipti innlent 12. október 2022 10:53
Fordæmalausar verðhækkanir frá birgjum Ölgerðarinnar Ölgerðinni berast tilkynningar um verðhækkanir frá erlendum birgjum „í gríð og erg“. Þær eru „fordæmalausar og hlaupa stundum á tugum prósenta.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækisins á uppgjörsfundi eftir lokun markaða í gær þegar afkoman á fyrri helmingi ársins var kynnt og nefndi að verðhækkanirnar myndu leiða út í verðlag. Innherji 12. október 2022 10:47
Bandaríski risinn Vanguard stækkar stöðu sína í Arion Sjóðastýringarfélagið Vanguard, sem keypti sig inn í fimmtán íslensk fyrirtæki í Kauphöllinni um miðjan síðasta mánuð, hefur á síðustu dögum stækkað nokkuð eignarhlut sinn í Arion banka. Fimm vísitölusjóðir í stýringu Vanguard eru núna komnir í hóp með tuttugu stærstu hluthöfum íslenska bankans og er félagið um leið orðið stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í eigendahópnum. Innherji 12. október 2022 09:01
Sýn þurfi að bæta reksturinn „enn meira til að skila ásættanlegri“ afkomu Þótt tekjur Sýnar hafi verið að aukast og stjórnendur séu að ná betri tökum á rekstrarkostnaði fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins þá er ljóst að það þarf að bæta reksturinn „enn meira til að félagið skili ásættanlegri“ afkomu, að sögn hlutabréfagreinenda, sem mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu að svo stöddu. Innherji 11. október 2022 12:01
Einungis þrjú fyrirtæki hækkuðu í virði í september Virði nítján fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar lækkaði í september. Vísitala Kauphallarinnar í heild sinni lækkaði um 8,3 prósent sem er það næst mesta yfir heilan mánuð á árinu. Mesta lækkunin var hjá Eimskip. Viðskipti innlent 11. október 2022 09:57
Ráðinn nýr fjármálastjóri Play Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember. Viðskipti innlent 11. október 2022 09:07
Sniðugt að greiða niður skuldir áður en fjárfest verði í listaverkum Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir sniðugt að greiða niður lán og skuldir áður en farið verði í óhefðbundnari fjárfestingar. Mikilvægast sé þó að fjárfesta í sjálfum sér enda lífið stutt og fólk eigi að reyna að láta drauma sína rætast. Innlent 10. október 2022 22:38
Vísbendingar um að markaðurinn hafi „tekið alltof skarpa dýfu“ Staðan á hlutabréfamarkaði hefur umturnast á síðustu tólf mánuðum. Fyrir um ári mátti sjá merki þess að markaðurinn væri búinn að ofrísa, meðal annars út frá þróun peningamagns í umferð, en núna eru vísbendingar um hið gagnstæða og verðmöt gefa til kynna að meirihluti félaga í Kauphöllinni séu verulega vanmetin, að sögn hlutabréfagreinenda. Innherji 10. október 2022 18:01
Enn til skoðunar að skrá Íslandshótel í Kauphöll Það er enn til skoðunar að skrá Íslandshótel, stærstu hótelkeðju landsins, í Kauphöllina, þrátt fyrir að miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum. Þetta segir Davíð T. Ólafsson, forstjóri samstæðunnar, aðspurður í samtali við Innherja. „Það hefur ekki breyst.“ Innherji 10. október 2022 16:00
Icelandair og ISAVIA leggjast gegn álagningu varaflugvallagjalds Ef íslenskir flugrekendur sem gera út frá Keflavíkurflugvelli þurfa að sæta gjaldtöku vegna uppbyggingar varaflugvalla dregur úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða upp á flug yfir Atlantshafið. Innherji 10. október 2022 14:22
Tuttugu hádegisverðir, rándýr kvöldmatur og ýmsar jólagjafir Á tæpu ári sátu fulltrúar Bankasýslu ríkisins tuttugu hádegisverðarfundi með fulltrúum ýmissa fjármálafyrirtækja. Tvisvar fögnuðu starfsmenn Bankasýslunnar frumútboði á hlutum í Íslandsbanka með kvöldverði. Kvöldverðirnir kostuðu 34 þúsund og 48 þúsund krónur á mann. Viðskipti innlent 10. október 2022 13:06
Útgreiðslur skráðra félaga til fjárfesta að nálgast um 180 milljarða Á sama tíma og hlutabréfafjárfestar eru að upplifa sitt versta ár á mörkuðum frá fjármálahruninu 2008 þá er allt útlit fyrir að útgreiðslur skráðra félaga til hluthafa í ár meira en tvöfaldist frá því í fyrra. Þar munar mikið um væntanlegar greiðslur til hluthafa Símans og Origo á næstu vikum eftir sölu félaganna á stórum eignum. Innherji 10. október 2022 10:30
Aftur byrjuð að ávarpa farþega fyrst á íslensku Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku. Innlent 10. október 2022 06:31
Líklegt að megnið af söluverði Tempo verði greitt til hluthafa Origo Líklega verður megnið af söluverði Origo á Tempo greitt til hluthafa. Það er þó ekki hægt að útiloka að félagið nýti fjármunina til að fjárfesta í öðrum félögum eða sameinist. Ef fjárhæðin verður öll greitt út til hluthafa verður Origo langminnsta félagið á Aðallista Kauphallarinnar og markaðsvirðið um sex til tíu milljarðar króna. Innherji 8. október 2022 14:00
Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar. Viðskipti innlent 7. október 2022 21:23
Skel kaupir Klett og Klettagarða á samtals 3,8 milljarða Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 7. október 2022 14:51
Besta sætanýting í september frá upphafi Sætanýting Icelandair í september var 83,3 prósent. Um er að ræða bestu sætanýtingu félagsins í september frá upphafi. Heildarfarþegafjöldi félagsins í september var 387 þúsund. Viðskipti innlent 7. október 2022 10:06
Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. Viðskipti innlent 7. október 2022 09:58
Úr ytra eftirliti með Kviku banka í innra eftirlit Ásta Leonhardsdóttir hefur verið ráðin í starf innri endurskoðanda Kviku banka hf. og hefur hún nú þegar hafið störf. Viðskipti innlent 7. október 2022 09:43
Áttföldun á fjórum árum Fyrirtæki og stjórnendur hafa mikinn hag af því að gefa sér ráðrúm til að finna sín Tempo verkefni. Ég er sannfærður um að margs konar þekking verður til í fyrirtækjum sem getur nýst langt umfram fyrirtækið sjálft. Tempo varð til í kringum vandamál sem starfsfólk Nýherja stóð frammi fyrir. Umræðan 7. október 2022 08:30