Seldu fyrir 2,9 milljarða í Origo Hvalur hf. og tengt félög seldu í morgun allan hlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Félögin seldu um sextíu milljónir hluta sem jafngildir 13,8 prósenta hlut í Origo. Hvalur átti 11,57 prósent í Origo. Viðskipti innlent 30. júní 2021 11:27
Steingrímur J. hefur lengi átt milljónir í Marel Forseti Alþingis segir að það sé vegna athugunarleysis að hann hafi ekki tíundað þetta í hagsmunaskráningu fyrr en nýlega. Innlent 30. júní 2021 10:47
Hörður svarar fyrir sig: „Ég hef fylgt öllum siðareglum sem eru um hagsmunaárekstra í starfi“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir að ekkert í siðareglum Fréttablaðsins né Blaðamannafélagsins (BÍ) segi til um hlutabréfaeign blaðamanna. Hann segir túlkun formanns BÍ um að engu máli skipti hve stóran hlut blaðamenn eigi í fyrirtækjum undarlega. Viðskipti innlent 29. júní 2021 20:11
Bein útsending: Opinn kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Solid Clouds Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka stendur fyrir opnum kynningarfundi klukkan 12:30 í dag vegna hlutafjárútboðs íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Viðskipti innlent 29. júní 2021 11:46
Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 28. júní 2021 16:42
Skúli í Subway fær 145 milljónir frá Icelandair Félagið Suðurhús ehf. lagði nýverið Icelandair Group í héraðsdómi þegar flugfélagið og dótturfélag þess voru dæmd til þess að greiða félaginu 145 milljónir króna í vangoldna leigu á hótelhúsnæði í miðbænum. Viðskipti innlent 28. júní 2021 14:43
Hlutafjárútboð Solid Clouds hafið Klukkan tíu hófst hlutafjárútboð í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds hf. Útboðið hefst örfáum dögum eftir að tilkynnt var um næsta tölvuleik úr smiðju fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 28. júní 2021 10:45
Flugfreyjufélagið óskar eftir viðræðum við Play Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Flugfreyjufélag Íslands nú hafa óskað formlega eftir viðræðum við flugfélagið Play. Innlent 26. júní 2021 12:23
Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. Viðskipti innlent 25. júní 2021 17:21
Sjóður í Abú Dabí með 1,8 milljarða eignarhlut í Íslandsbanka Hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir virðast stærstu einkafjárfestarnir í bankanum með 0,2% hlut í gegnum félögin Bóksal ehf. og AKSO ehf, sem heldur utan um rekstur Fagkaupa. Viðskipti innlent 25. júní 2021 14:53
Forstjóri Play spilaði með Bubba Morthens í dalnum á Þjóðhátíð Play fór í jómfrúarflug sitt í dag og var flogið til London. Birgir Jónsson forstjóri Play mætti í yfirheyrslu í Brennsluna á FM957. Lífið 24. júní 2021 21:46
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. Viðskipti innlent 24. júní 2021 20:29
„Alger tilviljun“ að stórtíðindi berist frá Icelandair á ögurstundu fyrir Play Forstjóri Icelandair segir það jákvætt fyrir innlenda hluthafa félagsins að stór erlendur fjárfestir sýni trú á félaginu með stórri fjárfestingu í því. Það er að hans sögn tilviljun að tilkynnt sé um þetta daginn fyrir hlutafjárútboð og jómfrúarflug nýs samkeppnisaðila. Viðskipti innlent 24. júní 2021 12:08
Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. Viðskipti innlent 24. júní 2021 11:42
Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 23. júní 2021 23:33
Icelandair segist ekki eiga persónugreinanlegar upptökur úr vélum sínum Persónuvernd hefur áminnt Icelandair fyrir að hafa tekið of langan tíma í að afgreiða beiðni einstaklinga um aðgang að öllum gögnum fyrirtækisins sem kynnu að geyma persónuupplýsingar um þá. Innlent 23. júní 2021 23:17
Play flýgur til Kanarí Flugfélagið Play ætlar að fljúga til Gran Canaria á Spáni, betur þekktar sem Kanaríeyjar, frá 22. desember 2021 til 20. apríl 2022. Flogið verður í hverri viku á miðvikudögum. Viðskipti innlent 23. júní 2021 11:11
Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. Viðskipti innlent 23. júní 2021 09:56
Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. Viðskipti innlent 23. júní 2021 06:44
Hlutafjárútboð Solid Clouds hefst í næstu viku Hlutafjárútboð íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds hefst næsta mánudag klukkan 10 og mun standa fyrir til klukkan 16 miðvikudaginn 30. júní. Arion banki sér um útboðið en félagið verður skráð á First North markaðinn. Viðskipti innlent 22. júní 2021 18:31
Kjarasamningarnir sögð ein af forsendum framtíðarmöguleika Play Þeir kjarasamningar sem stjórnendur Play hafa gert við flugmenn og áhöfn eru ein af grunnstoðum rekstraráætlunar félagsins og framtíðarmöguleika. Viðskipti innlent 22. júní 2021 13:29
Forstjóri Play og stjórnarmenn til rannsóknar Forstjóri Play og einn stjórnarmanna félagsins hafa verið til rannsóknar hjá skattayfirvöldum og þá er annar stjórnarmeðlimur til rannsóknar hjá ákæruvaldinu í tengslum við söluna á Skeljungi. Viðskipti innlent 22. júní 2021 11:36
Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. Viðskipti innlent 22. júní 2021 10:17
Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. Viðskipti innlent 22. júní 2021 09:50
Segir verðmætar flugrekstrarhandbækur horfnar og krefst skýrslutöku Athafnakonan Michele Ballarin hefur óskað eftir því að teknar verði vitnaskýrslur af ellefu einstaklingum sem tengjast WOW air, vegna flugrekstrarhandbóka sem eru sagðar horfnar. Viðskipti innlent 22. júní 2021 07:14
Gagnrýnir aðkomu Boga Nils að auglýsingu Kvenréttindafélagsins Sólveig Anna Jónsdóttir gagnrýnir aðkomu Boga Nils Bogasonar að auglýsingu Kvenréttindafélags Íslands. Hún sakar hann um að hafa leitt aðför gegn kvennastétt fyrir ári síðan. Innlent 20. júní 2021 15:05
Jóhann færir sig um set og auglýst eftir nýjum fjármálastjóra Jóhann Sigurjónsson mun láta af störfum sem fjármálastjóri fasteignafélagsins Regins næsta haust og færa sig um set innan félagsins. Samhliða breytingunum verður auglýst eftir nýjum fjármálastjóra. Viðskipti innlent 18. júní 2021 10:03
Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. Viðskipti innlent 15. júní 2021 16:42
Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. Viðskipti innlent 14. júní 2021 14:13
Ein af vélum Play orðin leikhæf Búið er að mála eina af flugvélum sem prýða mun flota flugfélagsins Play með einkennislitum og merki félagsins. Í dag eru ellefu dagar í fyrsta flug félagsins þann 24. júní til Lundúna. Viðskipti innlent 13. júní 2021 23:03