Fékk 40 milljónir króna á 8 sekúndum Jrue Holiday, leikmaður Bucks, er 306 þúsund dollurum ríkari í dag en í gær en það jafngildir tæplega 40 milljónum króna. Holiday er með bónus ákvæði í samningi sínum við Bucks sem varð virkt eftir að hann spilaði í átta sekúndur gegn Cleveland Cavaliers í nótt. Körfubolti 11. apríl 2022 16:01
Ræddu punghögg Halldórs: „Á bara að skammast sín og fara í burtu“ Leikar eru farnir að æsast í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta og litlu munaði að upp úr syði í Keflavík á föstudag eftir fantabrögð Halldórs Garðars Hermannssonar. Körfubolti 11. apríl 2022 11:30
Doncic gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni Lokaumferð NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem öll lið áttu leiki. Luka Doncic, leikmaður Mavericks neyddist til að fara meiddur af leikvelli í sigri liðsins. Hér má finna öll helstu úrslit næturnar í vestur hluta deildarinnar. Körfubolti 11. apríl 2022 08:31
Úrslit næturinnar í NBA Lokaumferðin í deildarkeppni NBA deildarinnar var leikin í nótt þar sem öll lið deildarinnar spiluðu. Hér má sjá öll úrslit austurhluta deildarinnar og hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni. Körfubolti 11. apríl 2022 07:30
Haukar sýndu yfirburði sína | Íslandsmeistarar Vals í sumarfrí Hauka konur eru komnar áfram í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitil Subway-deildar kvenna eftir 73-80 sigur á Val í kvöld á Hlíðarenda. Haukar sópa því Íslandsmeisturum Vals út úr undanúrslitum eftir 3-0 sigur í einvíginu. Körfubolti 10. apríl 2022 23:02
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Njarðvík 51-72| Njarðvík tók forystuna eftir stórsigur í Dalhúsum Njarðvík vann þriðja leikinn í einvíginu gegn Fjölni með 21 stigi 51-72. Fyrri hálfleikur Njarðvíkur var frábær sem skilaði gestunum 24 stiga forystu í hálfleik og heimakonum tókst engan veginn að vinna niður það forskot. Körfubolti 10. apríl 2022 20:31
Rúnar: Áttum glimrandi fyrri hálfleik Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með stórsigur í Dalhúsum 51-72. Úrslit leiksins þýddu að Njarðvík leiðir einvígið 1-2. Sport 10. apríl 2022 20:08
Lokadagur NBA deildarinnar í dag: Þetta getur gerst Síðasti leikdagur NBA tímabilsins er í kvöld og nótt. Margt getur enn breyst og eru einvígi úrslitakeppninnar ekki enn klár. Öll lið deildarinnar spila leik í kvöld. Körfubolti 10. apríl 2022 16:15
Umfjöllun og viðtöl: KR 64–74 Njarðvík | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. Körfubolti 9. apríl 2022 23:10
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 86-85 Þór Þorlákshöfn | Háspenna í Grindavík Grindavík tók á móti Þórsurum í leik tvö í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar í kvöld. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi allan tímann þar sem Þórsarar sigldu fram úr á lokasprettinum. Það var svipað uppá teningnum í kvöld nema nú tókst heimamönnum að snúa lukkunni sér í hag og kláruðu leikinn með ótrúlegri sigurkörfu frá EC Matthews, lokatölur í Grindavík 86-85. Körfubolti 9. apríl 2022 22:49
Martin og Tryggvi töpuðu báðir sínum leikjum í ACB í kvöld Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason gerðu samanlagt 14 stig í tapleikjum sinna liða í ACB deildinni í körfubolta á Spáni. Körfubolti 9. apríl 2022 22:31
Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn „Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Körfubolti 9. apríl 2022 22:31
Sverrir Þór: Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur Spennustigið var í hæstu hæðum í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn lögðu Íslandsmeistara Þórs með einu stigi eftir sigurkörfu frá EC Matthews. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, viðurkenndi að sigrarnir gerðust vart mikið sætari en þessi. Körfubolti 9. apríl 2022 22:00
Tóku til í stúkunni eftir tap Keflavík jafnaði einvígið gegn Tindastól í úrslitakeppni Subwaydeildarinnar í gærkvöldi með góðum sigri á heimavelli. Tapið stöðvaði þó ekki vaska stuðningsmenn Tindastóls í því að ganga vel frá eftir sig og fengu þeir verskuldað hrós fyrir. Körfubolti 9. apríl 2022 12:31
Tímabilið búið hjá LeBron James Einn besti körfuboltamaður heims, LeBron James, hefur lokið kepni í NBA deildinni þetta árið vegna meiðsla. Körfubolti 9. apríl 2022 11:45
NBA í nótt: Nets upp fyrir Cavaliers Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og flestar nætur þessi dægrin því úrslitakeppnin nálgast. Brooklyn Nets unnu mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í austurdeildinni. Körfubolti 9. apríl 2022 09:30
Umfjöllun: Keflavík – Tindastóll 92-75 | Heimamenn svöruðu og einvígið er jafnt Keflavík og Tindastóll mættust í öðrum leik liðanna í einvígi sínu í 8-liða úrslitum í Subway deild karla fyrr í kvöld. Mikið var undir, sérstaklega fyrir Keflavík, þar sem lið vinna sjaldan upp tveggja leikja mun í einvigjum í úrslitakeppninni í körfubolta. Keflvíkingar svöruðu síðasta leik og unnu 92-75 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Körfubolti 8. apríl 2022 22:50
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan– Valur 92-94 | Valsmenn með 2-0 forystu eftir tvíframlengdan leik Valsmenn unnu dramatískan tveggja stiga sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í örðum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 94-92. Valsmenn þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum, en framlengja þurfti leik kvöldsins í tvígang. Körfubolti 8. apríl 2022 21:36
Sara Rún og stöllur hennar með bakið upp við vegg eftir skell Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta máttu þola 19 stiga tap er liðið heimsótti Sepsi í undanúrslitum rúmensku deildarinnar í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 75-56 og Sepsi leiðir einvígið því 2-0 eftir nauman sigur í gær. Körfubolti 8. apríl 2022 17:46
Liðsheildin hjá meisturunum skilaði sigri, magnaður Edwards og Jókerinn sá fyrsti í sögunni Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Meistarar Milwaukee Bucks unnu góðan sigur á Boston Celtics og Anthony Edwards skoraði 49 stig í sigri Minnesota Timberwolves. Körfubolti 8. apríl 2022 12:46
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík – Fjölnir 80-66| Njarðvík jafnaði einvígið Njarðvík jafnaði einvígið gegn Fjölni 1-1 eftir sigur í Ljónagryfjunni. Njarðvík byrjaði afar vel og var með forystuna nánast út allan leikinn sem skilaði 14 stiga sigri 80-66. Körfubolti 7. apríl 2022 23:25
„Hefðum tapað þessum leik í október“ Njarðvík jafnaði einvígið gegn Fjölni með sigri í Ljónagryfjunni 80-66. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn. Sport 7. apríl 2022 22:25
Umfjöllun og viðtöl: Haukar – Valur 72-70 | Haukakonur einum sigri frá úrslitum Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur gegn Valskonum í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í kvöld. Haukar leiða því einvígið 2-0 og eru einum sigri frá úrslitum. Körfubolti 7. apríl 2022 20:32
Sara Rún stigahæst í naumu tapi Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta þurftu að sætta sig við sjö stiga tap er liðið heimsótti Sepsi í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum rúmensku deildarinnar í körfubolta í dag, 75-68. Körfubolti 7. apríl 2022 17:51
Clippers vann toppliðið, Nautin töpuðu þriðja leiknum í röð og Durant sökkti Knicks Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers lagði besta lið deildarinnar - Phoenix Suns – á meðan Boston Celtics unnu stórsigur á Chicago Bulls og Brooklyn Nets vann borgarslaginn gegn New York Knicks. Körfubolti 7. apríl 2022 07:31
Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny „Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld. Körfubolti 6. apríl 2022 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 93-88 | Góður endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur í fyrsta leik Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum. Körfubolti 6. apríl 2022 22:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 99-90 KR | Deildarmeistararnir náðu loks að leggja KR Deildarmeistarar Njarðvíkur tóku á móti KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hart var tekist á. Alvöru úrslitakeppnisleikur hér í kvöld og rífandi stemming í húsinu. KR-ingar hafa haft gott tak á Njarðvíkingum í vetur og völtuðu yfir þá síðast þegar liðin mættust, svo það má segja það hafi verið smá pressa á deildarmeisturunum fyrir þennan leik. Körfubolti 6. apríl 2022 21:54
Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ekki riðið sérlega feitum hesti frá viðureignum sínum gegn uppeldisfélaginu KR, en fyrir leikinn í kvöld hafði hann tapað 13 af 14 síðustu leikjum gegn þeim, þar af báðum leikjunum í deildinni í vetur og seinni leiknum ansi illa. Það var annað uppi á teningnum í kvöld og því lá beinast við að spyrja hvort Benni væri loksins búinn að ná að kveða niður KR-grýluna. Körfubolti 6. apríl 2022 21:25
Ríkjandi meistarar hafa ekki tapað fyrsta leik í næstu úrslitakeppni síðan fyrir hrun Það eru liðin fjórtán ár síðan að ríkjandi Íslandsmeistarar í körfubolta byrjuðu úrslitakeppnina ár eftir á tapi. Það gerðist síðast hjá KR-ingum vorið 2008. Körfubolti 6. apríl 2022 15:04