„Morgunljóst að íþróttahreyfingin þarf á enn frekari stuðningi að halda“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur kallað eftir stuðningi stjórnvalda við íþróttafélög á Íslandi. Rætt hefur verið um það síðustu daga að hinir ýmsu iðnaðir og atvinnugreinar þurfa á stuðningi að halda frá hinu opinbera vegna takmarkanna en Hannesi finnst eins og íþróttafélög hafi gleymst í þeirri umræðu. Sport 15. janúar 2022 18:50
Stríðsmennirnir tömdu Nautin og Morant mátti sín lítils gegn Dončić Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Golden State Warriors á Chicago Bulls sem og stórsigur Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies. Körfubolti 15. janúar 2022 10:01
Kristófer Acox: Valur er besta varnarlið landsins Valur fór illa með Tindastól og vann tuttugu og tveggja stiga sigur 93-71. Kristófer Acox, leikmaður Vals, var ánægður með úrslit kvöldsins. Körfubolti 14. janúar 2022 22:30
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 93-71 | Þægilegt hjá heimamönnum Valur vann góðan sigur á Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá að liðin væru hlið við hlið í töflunni fyrir leik en Valur vann leikinn með 22 stiga mun. Körfubolti 14. janúar 2022 22:15
Ég skal svara þessari spurningu eftir helgi Vestramenn fengu sannkallaða líflínu í fallbaráttunni í Subway deildinni í kvöld, þegar þeir lögðu ÍR í TM Hellinum, 78-79. Við spurðum Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Vestra, hvernig tilfinningin væri svona rétt eftir leik. Körfubolti 14. janúar 2022 20:25
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Vestri 77-78 | Háspenna lífshætta í Breiðholti Vestri vann ÍR í sannkölluðum spennitrylli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 78-77 gestunum í vil sem unnu einkar dýrmætan sigur í botnbaráttunni. Körfubolti 14. janúar 2022 19:55
NBA leikmaður hvetur íþróttafólk til að sniðganga Vetrarólympíuleikana NBA leikmaðurinn Enes Kanter Freedom er að reyna að fá íþróttafólk heimsins til að hætta við þátttöku á Vetraólympíuleikunum sem eiga að hefjast í Peking í Kína eftir aðeins þrjár vikur. Sport 14. janúar 2022 08:30
Giannis með þrennu í stórsigri á Golden State Giannis Antetokounmpo var frábær í NBA-deildinni í nótt þegar meistarar Milwaukee Bucks léku sér að Golden State Warriors. Körfubolti 14. janúar 2022 07:21
229 sm NBA-stjarna er nú lamaður fyrir neðan mitti Shawn Bradley er einn af hávöxnustu leikmönnunum í sögu NBA en þessi 229 sentimetra leikmaður spilaði í deildinni í fjórtán ár. Hjólslys fyrir ári síðan breytti lífi hans en hann hefur síðan verið lamaður fyrir neðan mitti. Körfubolti 13. janúar 2022 11:30
Brooklyn Nets mætti með alla þrjár súperstjörnurnar og vann stórt í Chicago Brooklyn Nets sýndi styrk sinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sannfærandi útisigri á öflugu liði Chicago Bulls en þetta var einn af fáum leikjum í vetur þar sem allar þrjá súperstjörnur Brooklyn liðsins voru í búning. Körfubolti 13. janúar 2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 63-52 Njarðvík | Heimakonur með sterkan sigur í Sláturhúsinu Keflavík sá til þess að Njarðvík komst ekki aftur á topp Subway-deildar kvenna í körfubolta. Keflvíkingar unnu góðan 11 stiga sigur á nágrönnum sínum í stórleik kvöldsins. Körfubolti 12. janúar 2022 23:10
„Lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar svekktur með 11 stiga tap gegn erkifjendunum í Keflavík í kvöld, 63-52. Sport 12. janúar 2022 22:43
Martin átti stóran þátt í sigri Valencia Martin Hermannsson hjálpaði Valencia að vinna sex stiga útisigur á Ulm í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld, lokatölur 70-76. Þá lék Jón Axel Guðmundsson í stóru tapi Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni. Körfubolti 12. janúar 2022 22:31
Þristur Söru Rúnar upphafið af ótrúlegri endurkomu Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Phoenix Constanta unnu þriggja stiga útisigur á CS Universitatea Cluj-Napoca í rúmensku körfuboltadeildinni í dag. Körfubolti 12. janúar 2022 12:00
Ekkert stöðvar Ja Morant og „Memphis-mafíuna“ ekki einu sinni GSW með Klay Memphis Grizzlies hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna flottan sigur á liði Golden State Warriors. Memphis-liðið hefur nú unnið tíu síðustu leiki sína. Körfubolti 12. janúar 2022 07:30
Kyrie Irving með en Brooklyn Nets tapaði Brooklyn Nets var að spila á útivelli í NBA-deildinni í nótt og þessa vegna óbólusetta stórstjarnan Kyrie Irving spilað með liðinu. Það dugði þó ekki til í nótt. Körfubolti 11. janúar 2022 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Tindastóll 91-103 | Stólarnir kipptu Þórsurum niður á jörðina eftir fyrsta sigurinn Þórsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í seinustu umferð en þurftu að sætta sig við 12 stiga tap gegn Tindastól í norðurlandsslag í kvöld, 91-103. Körfubolti 10. janúar 2022 23:07
Baldur: Allt Sauðárkrókssamfélagið þarf bara að halda haus Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var fyrst og fremst ánægður með að lið hans væri aftur farið að spila körfubolta eftir 25 daga frí vegna covid-smita innan liðsins eftir að lið hans hafði sigur á Þór Akureyri, 91-103, í Höllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Stólarnir settu í fluggírinn í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn fagmannlega. Körfubolti 10. janúar 2022 21:55
„Vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið“ „Sú áætlun sem að ríkisstjórnin er með núna, og ráðherra íþróttamála hefur lagt fram, er þannig að bæði FIBA og við hjá KKÍ treystum því að þetta sé að fara að gerast,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um byggingu nýs þjóðarleikvangs fyrir inniíþróttir. Körfubolti 10. janúar 2022 13:30
Klay Thompson lék í nótt sinn fyrsta leik í NBA-deildinni í 941 dag Stóra frétt næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta var endurkoma Klay Thompson í lið Golden State Warriors eftir meira en tveggja tímabila fjarveru vegna meiðsla. Klay skilaði fínum tölum í sigri. Körfubolti 10. janúar 2022 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 91-81 Breiðablik | Fjölniskonur lyftu sér á toppinn Fjölniskonur lyftu sér á topp Subway-deildar kvenna með tíu stiga sigri gegn botnliði Breiðabliks í kvöld, 91-81. Körfubolti 9. janúar 2022 21:55
„Aldrei að fara að tapa þessum leik“ Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var ánægð að hafa sótt tvö stig gegn Breiðablik í kvöld í sigri sem var tæpari en hún bjóst við. Sport 9. janúar 2022 21:09
Mikilvægur sigur hjá Martin og félögum í Valencia Martin Hermannsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia unnu góðan sigur á Unicaja Malaga á útivelli í dag. Lokatölur leiksins urðu 82-87. Körfubolti 9. janúar 2022 13:00
Körfuboltakvöld: Umræða um Njarðvík og Richotti Kjartan Atli Kjartanson og félagar í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Nicolas Richotti, leikmanns Njarðvíkur, í leiknum gegn Þór Þorlákshöfn á föstudagskvöld. Körfubolti 9. janúar 2022 10:31
NBA: Grizzlies áfram á sigurbraut Memphis Grizzlies hefur heldur betur komið á óvart í vetur og unnu enn einn leikinn í nótt þegar þeir mættu meiðslahrjáðu liði Los Angeles Clippers, 108-123. Körfubolti 9. janúar 2022 09:30
Klay Thompson spilar í kvöld Það eru liðnir 942 dagar síðan Klay Thompson spilaði síðast körfuboltaleik. Níuhundruð fjörutíu og tveir dagar. Allt bendir til þess að nú sé stóri dagurinn runninn upp. Körfubolti 9. janúar 2022 08:00
Kevin Durant ætlar ekki að neyða liðsfélaga sinn í bólusetningu Körfuboltamaðurinn Kevin Durant segist ekki ætla að neyða Kyrie Irving, liðsfélaga sinn hjá Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, til að láta bólusetja sig. Körfubolti 8. janúar 2022 13:31
LeBron dró vagninn í fjórða sigri Lakers í röð NBA-deildin í körfubolta bauð upp á níu leiki í nótt. LeBron James var atkvæðamestur Los Angeles Lakers-manna er liðið vann 134-118 sigur á Atlanta Hawks og hefur nú unnið fjóra leiki í röð. Körfubolti 8. janúar 2022 09:30
„Þau mega segja það sem þau vilja“ Haukur Helgi Pálsson var ánægður með sigurinn á Íslandsmeisturunum í kvöld þrátt fyrir að hann væri með verki í ökklanum. Sport 7. janúar 2022 22:35
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 92-109 | Bikarmeistararnir höfðu betur gegn Íslandsmeisturunum Íslandsmeistarar Þórs lutu í lægra haldi gegn bikarmeisturum Njarðvíkur er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 92-109, en liðin eru nú jöfn í öðru sæti deildarinnar. Körfubolti 7. janúar 2022 21:58