Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. Körfubolti 15. október 2021 08:00
Helgi Már: Finnst allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, sagði að það hafi verið sárt að kyngja tapinu fyrir Tindastóli í framlengdum leik í kvöld. Stólarnir sóttu sigur í Vesturbæinn, 82-83. Körfubolti 14. október 2021 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Valsmenn náðu í sinn fyrsta sigur í Subway deild karla þegar þeir lögðu Grindavík að velli 81-77 í kaflaskiptum leik sem varð spennandi í lokin eftir að ekkert benti til þeirrar þróunar lengi vel í seinni hálfleik. Bæði lið eru þá komin með tvö stig í pokann góða en það voru batamerki á leik þeirra beggja úr síðustu umferð. Körfubolti 14. október 2021 23:09
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14. október 2021 22:50
Finnur Freyr: Við trúum því að þetta lið sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Körfubolti 14. október 2021 22:33
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Villeneuve D'Ascq 41-84 | Jákvæðir punktar en himinn og haf milli liðanna Haukar töpuðu stórt á móti Villeneuve D'Ascq frá Frakklandi í fyrsta leik sínum í L-riðli EuroCup í körfubolta kvenna, 41-84. Körfubolti 14. október 2021 22:08
Bjarni Magnússon: „Veit ekki hvort það var fyrir neðan þeirra virðingu“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með baráttuna í sínum leikmönnum og segist taka jákvæða punkta út úr leiknum, þrátt fyrir 43 stiga tap gegn Villeunueve í Evrópubikarnum. Körfubolti 14. október 2021 21:49
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Njarðvík 91-109 | Frábær liðsheild Njarðvíkinga skilaði öruggugum sigri Njarðvík vann í kvöld öruggan 18 stiga sigur þegar að liðið heimsótti Þór Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Liðið hefur nú unnið báða leiki sína í fyrstu tveim umferðunum. Körfubolti 14. október 2021 21:41
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Vestri 100-77| Fyrsti sigur Íslandsmeistaranna í Subway-deildinni Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik í Subway-deildinni. Íslandsmeistararnir voru ekki í vandræðum með nýliða Vestra. Þór Þorlákshöfn gerði 30 stig í 3. leikhluta og stakk af. Þór vann á endanum 23 stiga sigur 100-77. Körfubolti 14. október 2021 21:10
Lárus: Sóknarleikurinn ekkert sérstakur þrátt fyrir hundrað stig Þór Þorlákshöfn vann nýliða Vestra 100-77. Þetta var fyrsti sigur Íslandsmeistarana í Subway-deildinni. Lárus Jónsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar, var ánægður með sigurinn eftir leik. Sport 14. október 2021 20:27
KR-ingurinn mætir liðinu sem hann yfirgaf á miðju tímabil í fyrra Augu margra verða á Shawn Derrick Glover í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Tindastól í annarri umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 14. október 2021 14:31
Boltinn lýgur ekki: Martin í beinni frá Spáni, NBA og íslensku deildirnar Útvarpsþátturinn Boltinn lýgur ekki fær til sín góða gesti í dag en þátturinn hefst klukkan 16:00 á X-inu 977. Martin Hermannsson verður á línunni og Hörður Unnsteinsson mætir í hljóðverið. Körfubolti 14. október 2021 13:01
Irving ætlar ekki að hætta: „Haldiði virkilega að ég vilji tapa peningum?“ Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni, þvertekur fyrir að hann ætli að leggja körfuboltaskóna á hilluna í bráð. Körfubolti 14. október 2021 12:30
LeBron James horfði á Squid Game en var ekki ánægður með endinn Það eru allir að horfa á kóresku sjónvarpsseríuna Squid Game og körfuboltastjarnan LeBron James gat ekki beðið eftir því að tala um þáttinn eftir blaðamannafundinn sinn í gær. Körfubolti 14. október 2021 11:01
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 58-67 | Njarðvíkingar með fullt hús stiga eftir sigur í nágrannaslag Nýliðar Njarðvíkur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Þær unnu 67-58 útisigur á nágrönnum sínum í Grindavík í kvöld. Körfubolti 13. október 2021 23:00
Collier: Fann að þessi leikur var mikilvægur fyrir stelpurnar Við fórum að gera það sem við erum þekktar fyrir í síðari hálfleik, að spila góða vörn, og það kveikti neista í sókninni hjá okkur,“ sagði Aliyah Collier leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Körfubolti 13. október 2021 22:31
Keflavík sótti sigur í Grafarvog Keflavík vann tólf stiga sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-77 gestunum í vil. Körfubolti 13. október 2021 20:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Breiðablik 73-70 | Íslandsmeistararnir enn ósigraðir Íslandsmeistarar Vals unnu þriðja leikinn í röð er Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var einkar naumur en aðeins munaði þremur stigum á liðunum, lokatölur 73-70. Körfubolti 13. október 2021 19:50
Helena um Evrópuævintýri Hauka: „Höfum engu að tapa og ætlum að stríða þeim eins mikið og við getum“ „Við erum ótrúlega spenntar og það verður skemmtilegt í Ólafssal á morgun,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sem hefur leik í riðlakeppni Evrópubikar kvenna í körfubolta í Ólafssal í Hafnafirði á morgun. Körfubolti 13. október 2021 19:00
Kyrie Irving mun ekki æfa né spila með Brooklyn Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving, sem leikur með Brooklyn Nets, mun hvorki æfa né spila með liðinu nema hann láti bólusetja sig. Körfubolti 12. október 2021 17:31
Ben Simmons kom öllum á óvörum með því að mæta í vinnuna Nú lítur allt í einu út fyrir það að Ben Simmons muni eftir allt saman spila með Philadelphia 76ers liðinu í NBA deildinni í körfubolta í vetur. Körfubolti 12. október 2021 16:31
Aþena í beinni sjónvarpsútsendingu í fyrsta sinn í kvöld Körfuboltafélagið Aþena UMFK fær sinn fyrsta sjónvarpsleik í kvöld þegar Þór Akureyri kemur í heimsókn í 1. deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 12. október 2021 15:16
Atson heillaði Grindvíkinga Bandaríkjamaðurinn Travis Atson mun leika með körfuknattleiksliði Grindavíkur í vetur. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn KR í næstu viku. Körfubolti 12. október 2021 10:42
„Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma“ Bandaríska körfuboltakonan Diana Taurasi átti magnaða klukkutíma þegar hún kom liði sínu í lokaúrslit WNBA deildarinnar með frábærum fjórða leikhluta og fylgdi því síðan eftir með því að fara heim og sjá sitt annað barn koma í heiminn. Sport 11. október 2021 10:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 63-70| Fyrsti sigur Hauka í Subway-deildinni Haukar unnu útisigur á Keflavík í 2. umferð Subway-deildarinnar. Helena Sverrisdóttir sneri til baka úr meiðslum og kom Haukum aftur á sigurbraut. Leikurinn endaði 63-70 Körfubolti 10. október 2021 23:41
Bjarni: Meiri yfirvegun þegar Helena er inn á vellinum Haukar unnu sjö stiga sigur á Keflavík 63-70. Þetta var fyrsti sigur Hauka í Subway-deildinni og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, ánægður með leikinn. Sport 10. október 2021 22:23
Njarðvíkingar og Valskonur með sigra í Subway-deildinni Njarðvíkingar og Valskonur unnu sigra í Subway-deild kvenna í kvöld. Njarðvíkingar fengu Fjölniskonur í heimsókn og unnu tíu sti-ga sigur, 71-61, og á sama tíma unnu Valskonur 22 stiga útisigur gegn Skallagrími, 92-70. Körfubolti 10. október 2021 21:19
„Við munum bara verða betri” Robbi Ryan, leikmaður Grindavíkur, átti framúrskarandi leik í 69-83 sigri Grindavíkur í Njarðvík í kvöld. Ryan skoraði alls 28 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hún varar önnur lið í deildinni við því að Grindavík er rétt að byrja. Körfubolti 10. október 2021 20:48
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 69-83 | Fyrsti sigur nýliðanna Nýliðar Grindavíkur unnu sinn fyrsta sigur í Subway-deild kvenna þegar að liðið heimsótti Breiðablik í kvöld. Lokatölur 83-69, en Blikar eru enn án sigurs. Körfubolti 10. október 2021 19:56
Martin stigahæsti maður vallarins er Valencia tapaði gegn Real Madrid Martin Hermannsson var stigahæsti maður vallarins með 20 stig þegar að Valencia tapaði fyrir Real Madrid í spænsku ACB deildinni í körfubolta í dag, 93-79. Körfubolti 10. október 2021 18:18