Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-76 | ÍR-ingar tóku fram úr í seinni hálfleik ÍR vann góðan sigur á Grindavík, 98-76, þegar liðin áttust við í Seljaskóla í fyrri leik kvöldsins í Domino‘s deild karla. Körfubolti 5. febrúar 2021 20:47
Daníel: Þetta var galið, algjörlega galið Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera hamingjusamur eftir tapið fyrir ÍR, 98-76, í kvöld. Körfubolti 5. febrúar 2021 20:44
Segir smithættuna meiri á íþróttaviðburðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að smithætta sé meiri á íþróttaviðburðum en til að mynda í leikhúsi. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir nýjustu breytingar á sóttvarnar takmörkunum. Sport 5. febrúar 2021 19:28
Fyrstu systurnar með yfir tíu stig í sama A-landsleik Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur voru báðar í hópi þriggja stigahæstu leikmanna íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á móti Grikklandi í gær. Körfubolti 5. febrúar 2021 16:01
NBA dagsins: Besta liðið gefur ekkert eftir og James tók fram úr Chamberlain Utah Jazz er með besta sigurhlutfallið það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta og í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig liðið fór með Atlanta Hawks í nótt. Körfubolti 5. febrúar 2021 14:30
LeBron ósáttur með að stjörnuleikurinn fari fram í miðjum heimsfaraldri LeBron James er ósáttur með að NBA-deildin ætli að vera með hinn árlega stjörnuleik í miðjum heimsfaraldri. Körfubolti 5. febrúar 2021 12:30
Durant og James vinsælastir LeBron James skoraði þrefalda tvennu fyrir meistara LA Lakers í nótt þegar þeir stungu Denver Nuggets af í seinni hálfleik og unnu 114-93, í NBA-deildinni í körfubolta. Þar mættust liðin sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra. Körfubolti 5. febrúar 2021 07:30
Dagskráin i dag: Stórleikur í Vesturbæ Reykjavíkur, úrslitaleikur RIG í eFótbolta og margt fleira Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag en alls eru níu beinar útsendingar á dagskrá. Sport 5. febrúar 2021 06:00
Ægir Þór: Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, átti enn einn frábæran leik á þessum tímabili þegar Stjarnan sótti tvö stig í Njarðvík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Lokatölur 96-88 Stjörnunni í vil. Körfubolti 4. febrúar 2021 23:15
Lárus: Finnst við eiga slatta inni Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var skiljanlega sáttur með að vinna Val en þetta var þriðji sigur liðsins á útivelli í röð. Körfubolti 4. febrúar 2021 23:05
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 67-86 | Þriðji útisigur Þórsara í röð Þór Þ. vann sinn öruggan sigur á Val, 67-86, þegar liðin áttust við í Origo-höllinni í 9. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var þriðji útisigur Þórsara í röð og fjórði sigur þeirra í síðustu fimm leikjum. Körfubolti 4. febrúar 2021 22:51
Martin frábær í naumum sigri Valencia í framlengdum leik Martin Hermannsson átti frábæran leik í naumum tveggja stiga sigri Valencia á CSKA Moskvu í framlengdum leik í EuroLeague í kvöld, lokatölur 105-103. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur en CSKA er sem stendur í 2. sæti deildarinnar. Körfubolti 4. febrúar 2021 22:46
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. Körfubolti 4. febrúar 2021 22:00
Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. Körfubolti 4. febrúar 2021 21:21
Umfjöllun: Tindastóll - Haukar 86-73 | Loksins unnu Stólarnir heimaleik Tindastóll vann sinn fyrsta heimaleik, í fjórðu tilraun, í Domino's deild karla er liðið hafði betur gegn Haukum á heimavelli í kvöld, 86-73. Haukarnir voru hins vegar að tapa sínum sjötta leik í röð í Domino's deildinni. Körfubolti 4. febrúar 2021 20:52
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. Körfubolti 4. febrúar 2021 20:15
Stórt tap gegn Grikklandi Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap gegn Grikklandi í kvöld er liðin mættust í undankeppni Evrópumótsins. Ísland tapaði með 37 stiga mun, lokatölur 95-58. Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum. Körfubolti 4. febrúar 2021 19:55
NBA dagsins: Þristapásan virkar vel á gríska undrið Þjálfari Milwaukee Bucks þvertekur fyrir að hafa bannað Giannis Antetokounmpo að taka þriggja stiga skot en í fyrsta sinn á ferli sínum hjá Bucks hefur Grikkinn nú spilað tvo leiki í röð án þess að reyna eitt einasta slíkt skot. Körfubolti 4. febrúar 2021 15:31
Tími til að tengja: Hattarmenn geta unnið sögulegan sigur í kvöld Höttur getur í kvöld tengt saman heimasigra í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Körfubolti 4. febrúar 2021 14:31
Nýi Keflvíkingurinn vinsæll en á ekki roð í litlu systur á samfélagsmiðlum Nýjasti liðsmaður körfuboltaliðs Keflavíkur væri eflaust titlaður samfélagsmiðlastjarna ef hann væri íslenskur. Hann breytti nafninu sínu til að geta borið það fram og ætti að geta þreytt frumraun sína á Íslandi í stórleiknum gegn KR annað kvöld. Körfubolti 4. febrúar 2021 08:00
Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. Körfubolti 4. febrúar 2021 07:31
Dagskráin í dag: Domino’s tvíhöfði og Seinni bylgjan Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Handbolti, körfubolti, rafíþróttir og golf má finna á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Sport 4. febrúar 2021 06:01
„Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið” Félagsfræðingur sem safnað hefur saman og birt nafnlausar sögur um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar segir að sögur sem bárust frá leikmönnum í körfuboltanum hafi komið henni mest á óvart. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með MeToo-hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Innlent 3. febrúar 2021 19:35
NBA dagsins: Svona afgreiddi þríeykið toppliðið, Curry gat ekki stöðvað Boston og VanVleet fór yfir fimmtíu stig Í NBA dagsins má sjá hve magnaður Kyrie Irving var í sigri Brooklyn Nets á LA Clippers sem fór þar með niður úr efsta sæti vesturdeildarinnar í nótt. Stephen Curry var frábær en ekki nógu góður gegn Boston Celtics, og Fred VanVleet skoraði 54 stig fyrir Toronto Raptors. Körfubolti 3. febrúar 2021 14:30
Teitur: Það er ekkert „panikk“ á Hlíðarenda Það er Íslandsmeistarapressa á Valsliðinu þó að byrjunin sýni ekki og sanni að þar sé á ferðinni lið sem er líklegt til að berjast um stóra titilinn í vetur. Körfubolti 3. febrúar 2021 13:30
Sportið í dag: Böddi er ekkert í þessu til að eignast vini eða lenda í 2. sæti Þrátt fyrir að KR-ingar séu í hálfgerðu millibilsástandi stefna þeir á Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þetta segir Henry Birgir Gunnarsson. Körfubolti 3. febrúar 2021 12:30
Ofurtríóið sýndi hvers það er megnugt eftir tapið óvænta Með Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden í liðinu eiga Brooklyn Nets að geta barist um NBA-meistaratitilinn. Það sýndu þeir í nótt með 124-120 sigri á LA Clippers sem fyrir leikinn var með besta árangurinn í deildinni á þessari leiktíð. Körfubolti 3. febrúar 2021 07:30
Dagskráin í dag: Stórleikir í Mosfellsbæ og að Hlíðarenda ásamt spænska körfuboltanum Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Tvær úr Olís-deild karla í handbolta og ein úr spænska körfuboltanum. Um er að ræða enga smá leiki í Olís-deildinni. Sport 3. febrúar 2021 06:00
Birtir nafnlausar frásagnir íþróttakvenna til að fá sögurnar upp á yfirborðið „Það var grillveisla og liðið fer saman út á lífið ásamt þjálfara. Þjálfarinn króar okkur af út í horni og við förum að spjalla bara, allir hressir. Við spyrjum hann hvers vegna ein stúlka gefi ekki kost á sér í þetta skipti sem var mikilvægur hlekkur liðsins. Þjálfarinn lætur þetta út úr sér: „Ég skal segja ykkur það ef þið komið í sleik við mig.“ og „ég skal segja ykkur það ef þið komið með mér í threesome.“ Innlent 2. febrúar 2021 19:49
Dæmdi átta hundraðasta leikinn í gær Kristinn Óskarsson dæmdi sinn átta hundraðasta leik í efstu deild karla í gær þegar Grindavík tók á móti Stjörnunni. Körfubolti 2. febrúar 2021 17:01