„Væri heimskulegt að nýta sér það ekki" Brittany Dinkins leikmaður Keflavíkur var skiljanlega mjög ánægð eftir leik kvöldsins. Körfubolti 10. apríl 2019 21:46
Grindavík í Dominos-deildina Sópuðu Fjölni í lokaúrslitum 1. deildar kvenna. Körfubolti 10. apríl 2019 21:12
Kino fyrstur til að ná 50 í framlagi í úrslitakeppninni í heilan áratug Þórsarinn Kinu Rochford átti magnaðan leik með Þorlákshafnarliðinu í gær þegar það jafnaði metin í 1-1 í undanúrslitaseríu sinni á móti Íslandsmeisturum KR. Körfubolti 10. apríl 2019 13:30
Sjáið dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni. Körfubolti 10. apríl 2019 11:30
Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. Körfubolti 10. apríl 2019 08:00
Wade með 30 stig í síðasta heimaleiknum og enn er smá von um uppklapp í úrslitakeppninni Miami Heat hélt mikið kveðjukvöld fyrir goðsögnina sína Dwyane Wade í NBA-deildinni í nótt og Wade svaraði með einum besta leik sínum í langan tíma. Dirk Nowitzki átti líka sinn langbesta leik í síðasta heimaleik sínum með Dallas og hálfgert varalið Golden State Warriors var nógu gott til að vinna Pelíkanana. Þrenna frá Russell Westbrook og sigurkarfa Paul George tryggðu Oklahoma City Thunder sigur á Houston Rockets. Körfubolti 10. apríl 2019 07:30
Ingi Þór: Vantaði að horfa á þá fyrir neðan mitti Ingvi var ekki sáttur með dómgæsluna undir körfunni í kvöld. Körfubolti 9. apríl 2019 21:38
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 102-90 | Þórsarar jöfnuðu Staðan í einvígi Þórs Þ. og KR er jöfn, 1-1, eftir sigur Þórsara í öðrum leik liðanna í Þorlákshöfn, 102-90. Körfubolti 9. apríl 2019 21:30
Flautukarfa og Hamar jafnaði metin Allt í járnum í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla. Körfubolti 9. apríl 2019 21:04
Martin öflugur í fyrsta úrslitaleiknum sem tapaðist Martin og félagar eru lentir 1-0 undir gegn Valencia. Körfubolti 9. apríl 2019 20:19
Síðustu tvö ár algjörar andstæður fyrir nýju meistarana Virginia varð í nótt bandarískur háskólameistari í körfubolta eftir sigur á Texas Tech í framlengdum leik. Úrslitaleikur NCCA er það stór í Bandaríkjunum að enginn NBA-leikur keppir við hann það kvöld. Það var því enginn NBA-leikur spilaður í nótt. Körfubolti 9. apríl 2019 17:45
Sjáið súpersendinguna frá Dani og leikgreiningu Finns á einvígum stelpnanna Finnur Freyr Stefánsson fór yfir einvígin í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Körfubolti 9. apríl 2019 16:30
LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“ Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann. Körfubolti 9. apríl 2019 14:30
Rík ábyrgð á herðum Martins Martin Hermannsson verður í stóru hlutverki hjá Alba Berlin sem mætir Valencia í úrslitum Evrópubikarsins í körfubolta. Einvígið hefst í dag en hafa þarf betur í tveimur leikjum til þess að hampa titlinum. Körfubolti 9. apríl 2019 11:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 85-76 | Breiðhyltingar svöruðu fyrir sig Hörkuleikur þegar ÍR jafnaði einvígið. Heimvöllurinn heldur. Körfubolti 8. apríl 2019 22:00
Ægir: Þá getum við alveg gleymt því að vinna þessa seríu Stjörnumenn þurfa að skipta um hugarfar, segir Ægir Þór Steinarsson. Körfubolti 8. apríl 2019 21:27
Meira en fjögur þúsund dagar síðan ÍR vann síðast á heimavelli í undanúrslitunum ÍR-ingar hafa tapað þremur síðustu heimaleikjum sínum í undanúrslitunum úrslitakeppni karla en á morgun verða liðin ellefu ár frá þessum síðasta sigri Breiðholtsliðsins. Körfubolti 8. apríl 2019 17:30
Bestu strákarnir stökkva strax í NBA en besta stelpan vill klára skólann Á meðan bestu strákarnir stökkva við fyrsta tækifæri þegar NBA-deildin kallar þá er þetta öðruvísi farið með bestu körfuboltastelpurnar og WNBA. Körfubolti 8. apríl 2019 15:30
Stefnir í sömu örlög hjá vinunum Dwyane Wade og LeBron James Brooklyn Nets og Orlando Magic tryggðu sér bæði sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með góðum útisigrum í nótt og nýttu sér þar með sárgrætilegt tap Miami Heat í framlengingu í Toronto. Milwaukee Bucks liðið vann sinn sextugasta sigur og Golden State Warriors tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni. Körfubolti 8. apríl 2019 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 64-62 | Stjörnukonur í kjörstöðu Stjarnan er komin í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu gegn Keflavík. Körfubolti 7. apríl 2019 22:15
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-84 | Staða Valskvenna góð Valur vann KR, 77-84, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Valskonur eru einum sigri frá úrslitaeinvíginu. Körfubolti 7. apríl 2019 21:30
Einum sigri frá Domino's deildinni Grindavík vann nauman sigur á Fjölni og er komið með annan fótinn upp í Domino's deild kvenna. Körfubolti 7. apríl 2019 19:19
Brooklyn hafði betur gegn besta liði deildarinnar Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Besta lið austurdeildarinnar, Milwaukee Bucks, tapaði fyrir Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers hafði betur gegn Chicago Bulls. Körfubolti 7. apríl 2019 09:06
Fjölnir komið yfir í úrslitaeinvíginu Fjölnir er tveimur sigrum frá Dominos-deild karla. Körfubolti 6. apríl 2019 19:40
Jón Arnór: Erum besta varnarlið landsins og verðum meistarar á því KR verður Íslandsmeistari í körfubota í vor því Vesturbæingar eru besta varnarlið landsins. Þetta sagði Jón Arnór Stefánsson eftir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Körfubolti 6. apríl 2019 12:00
Fullkomið kvöld hjá Hayward í sigri Boston Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 6. apríl 2019 10:00
Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. Körfubolti 5. apríl 2019 22:15
Þórsliðið endaði síðasta leik sinn á móti KR á 22-0 spretti Baldur Þór Ragnarsson og lærisveinar hans í Þórsliðinu frá Þorlákshöfn eru á 22-0 spretti á móti KR þegar þeir heimsækja Vesturbæinga í DHL-höllina í kvöld. KR-ingar hafa ekki skorað eitt einasta stig á síðustu tæpu sjö mínútum sínum á móti Þór. Körfubolti 5. apríl 2019 16:15
Versta byrjun liðs í undanúrslitum í þrettán ár Stjörnumenn léku sér að ÍR-ingum í fyrsta leik undanúrslita Domino´s deildar karla í körfubolta í gær. Körfubolti 5. apríl 2019 15:00
Vor í lofti í Vesturbænum og Miðjan boðar endurkomu sína "Miðjan er vorboðinn ljúfi hér í Vesturbænum,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en hann býst við kjaftfullu húsi í DHL-höllinni í kvöld er fyrsti leikur KR og Þórs Þ. í undanúrslitum Dominos-deildar karla fer fram. Körfubolti 5. apríl 2019 12:30