Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Hægri flokkarnir, allir sem einn, boða nú niðurskurð á opinberum útgjöldum og sölu verðmætra arðgefandi ríkiseigna. Síðan er loforðið um skattalækkanir sett ofan á kökuna til að gera hana seljanlega. Ekkert af þessu er nýtt, heldur er þetta stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið samfleytt frá 2013. Skoðun 24.11.2024 11:15 Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið
Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Allt í einu sprettur upp umræða um Evrópusambandið. Mikið af henni byggir afbökun staðreynda og óskhyggju. Ræðum nú tíu ókosti og einn helsta kostinn við aðild að Evrópusambandinu. Skoðun 24.11.2024 11:00
„Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins og frambjóðandi, fékk sér á dögunum húðflúr af íslenskum vöfflum og merki Framsóknarflokksins á handlegginn. Þetta er annað húðflúr þingmannsins. Innlent 24.11.2024 10:35
Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Bjarni Benediktsson, nú ekki minna en þrefalldur ráðherra, líka forsætisráðherra - þó að hann hafi fyrir nokkru talizt vanhæfur í ráðherradóm af Umboðsmanni Alþingis - skrifar grein hér á Vísi 15. nóvember undir fyrirsögninni: „Krónur, evrur og fullveldi“. Skoðun 24. nóvember 2024 06:01
Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. Innlent 23. nóvember 2024 22:02
Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist ekki treysta Sjálfstæðisflokknum til að fjárfesta í menntakerfinu. Hann segir flokkinn hafa barist gegn fjárveitingum til málaflokksins og lagt til niðurskurð á hverju ári. Innlent 23. nóvember 2024 20:51
Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Ég fæ ekki réttar greiningar fyrr en ég er 26 og 27 ára. Einhverf og með ADHD. Vá hvað lífið hefði verið léttara ef ég hefði bara fengið að vita þetta fyrr. Ég hefði getað sýnt mér skilning og mildi og fjölskyldan og skólakerfið hefði getað stutt mig með þá erfiðleika sem ég hafði, sem þóttust óeðlilegir að þeirra mati. Ég hefði ekki eytt fjórðung úr öld að hugsa með mér ,,Hvað er eiginlega að mér? Afhverju get ég ekki bara gert þetta eins og allir hinir? Hvernig fer annað fólk eiginlega að þessu? Ég hlýt bara að vera svona ömurleg..’’ Skoðun 23. nóvember 2024 19:48
Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins í færslu á Facebook og segir það ekkert nema eðlilegt að þingmenn taki „snúning“ og greiði atkvæði eftir eigin sannfæringu gagnvart málum frá ríkisstjórninni. Hún segir staðhæfingar formannsins miklar ýkjur. Innlent 23. nóvember 2024 16:44
Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Umhverfis- og loftlagsmálin verða rædd á pallborðsfundi í dag þar sem fulltrúar allra flokka munu mæta. Þar munu frambjóðendur ræða stefnumál sín og flokka þeirra og munu Ungir umhverfissinnar mæta með einkunnagjöf Sólarinnar og fjalla um styrkleika, veikleika og stöðu flokkanna í umhverfismálum. Innlent 23. nóvember 2024 13:25
Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. Innlent 23. nóvember 2024 12:17
Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var ekki viðstaddur eina atkvæðagreiðslu á nýliðnu þingi sem var sett í september og slitið á mánudaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var aðeins viðstödd eina atkvæðagreiðslu þar sem hún greiddi atkvæði með beiðni um skýrslu í tengslum við aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Innlent 23. nóvember 2024 11:44
Hvað er í gangi í Reykjavík? Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins virðist ekki ætla að ná flugi. Athygli vekur að staðan er hvergi verri í landsmálunum en í höfuðborginni sjálfri þar sem flokkurinn mælist með ríflega 12% fylgi. Innherji 23. nóvember 2024 11:24
Rödd friðar þarf að hljóma skærar Í gær, 22. nóvember, voru 61 ár liðin frá því að John F. Kennedy var myrtur um hábjartan dag í Dallas. JFK var friðflytjandi sem talaði gegn vopnavæðingu, gegn herskárri útþenslustefnu hervelda, gegn afskiptum stórvelda af innanríkismálum annarra þjóða. Skoðun 23. nóvember 2024 11:17
Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi „Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands árið 2018, þegar sex ár voru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Skoðun 23. nóvember 2024 10:47
Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Skoðun 23. nóvember 2024 10:30
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ein af sérstöðum Íslands er gnægð náttúruauðlinda sem hægt er að nýta til framleiðslu endurnýjanlegar orku- eitthvað sem margar þjóðir öfunda okkur af. Við höfum jarðhita, vatnsorku og vindorku sem við gætum nýtt í mun meiri mæli en gert er í dag. Það er ákaflega mikilvægt er að tryggja orkuöryggi bæði almennings og atvinnugreina með því að auka framboð af endurnýjanlegri orku. Skoðun 23. nóvember 2024 10:17
Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Nú þegar styttist í Alþingiskosningar bað Vísir stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu að svara því hver stefna þeirra væri varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Á morgun birtast svör þeirra varðandi stefnu í málefnum þjóðarleikvanga. Sport 23. nóvember 2024 09:30
Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Það er óhjákvæmilegt að horfast í augu við þá staðreynd að íslensk stjórnmál hafa á undanförnum áratugum einkennst af hugsunarhætti sem einblínir á eiginhagsmuni. Skoðun 23. nóvember 2024 09:30
Miskunnsami nýmarxistinn Til að geta hjálpað öðrum þarf maður sjálfur að vera aflögufær. Að halda öðru fram er veruleikafirring. Því hefur verið haldið fram að hælisleitendakerfið kosti okkur ekki krónu, því hælisleitendurnir muni vinna hér í áratugi og borga mikið í skatta á þeim tíma. Skoðun 23. nóvember 2024 08:47
Skapandi skattur og skapandi fólk Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Skoðun 23. nóvember 2024 08:32
Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Ímyndaðu þér íslenska náttúru, óspillta og einstaka, teppalagða með hundruðum háreistra vindmylla. Þær gnæfa yfir dali og fjallshlíðar en skila þjóðinni takmörkuðum arði og valda miklum deilum. Þetta er ekki framtíðarsýn sem við viljum – og stjórnmálamenn þurfa að gera betur. Skoðun 23. nóvember 2024 08:15
Kjósum á næsta kjörtímabili Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Alls segja 55% það mikilvægt , 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi. Skoðun 23. nóvember 2024 08:03
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. Innlent 23. nóvember 2024 08:03
Kosningaloforðið sem gleymdist? Nýverið kynnti ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar nýja aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum gervigreindar. Skoðun 23. nóvember 2024 07:47