Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttamynd

Skotið og eldað hjá Babe Patrol

Það verður bæði skotið og eldað hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Þær ætla sér að taka á því í eldahúsinu og spila leikinn Overcooked í streymi kvöldsins.

Leikjavísir
Fréttamynd

Nýir leikir og sjórán

Strákarnir í Sandkassanum ætla að skoða nýja leiki í kvöld. Þeir munu þó einnig stunda sjórán í leiknum Sea of Thieves.

Leikjavísir
Fréttamynd

Drottningarnar snúa aftur úr sumarfríi

Drottningarnar í Queens snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Þær munu verja fyrsta streymi vetrarins í að fara yfir hvað gerðist í sumar, hvaða leikir eru væntanlegir og eflaust rífast yfir co-op leik. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Sprella með áhorfendum

Strákarnir í GameTíví ætla að taka á honum stóra sínum í kvöld og sýna áhorfendum sínum hvers megnugir þeir eru. Það munu þeir gera í hinum vinsæla Fall Guys í kvöld.

Leikjavísir
Fréttamynd

GameTíví snýr aftur

Strákarnir í GameTíví snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Það verður margt um að vera hjá þeim og meðal annars rosaleg keppni þeirra á milli.

Leikjavísir
Fréttamynd

Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum

Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Breimandi fjör í GameTíví í kvöld

Haldið gæludýrunum frá skjánum í kvöld, því Daníel Rósinkrans ætlar að spila kattarleikinn Stray í streymi GameTíví. Markmið Rósaer að reyna að klára leikinn krúttlega á innan við tveimur tímum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI

Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Minecraft-spilarinn Technoblade er látinn

Bandaríski Minecraft-spilarinn sem gekk undir nafninu Technoblade er látinn, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda.

Leikjavísir
Fréttamynd

Fara um víðan völl í GameTíví

Það verður mikið um að vera hjá strákunum í GameTíví í streymi kvöldsins. Þeir ætla að spila hina ýmsu leiki. Þeir gætu meðal annars skellt sér í formúluna, Warzone og jafnvel golf.

Leikjavísir