Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttamynd

Ekkert dekrað við börn Donalds Trump

Börn milljarðamæringsins Donalds Trump, þau Donald Trump yngri og Ivanka, vörðu föður sinn í deilu hans við sjónvarpskonuna Rosie O'Donnel, í spjallþætti á dögunum. O'Donnel réðst harkalega á föður þeirra, í þætti sínum, fyrir að reka ekki fegurðardísina Töru Conner, eftir að upp komst um óhóflegt líferni hennar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Vandmál með Wii

Nýlega var opnuð heimasíðan www.wiihaveaproblem.com, en hún heldur utan um öll þau slys sem eigendur leikjatölvunnar Nintendo Wii lenda í, en þau eru mörg.

Leikjavísir
Fréttamynd

Átta ára atvinnumaður

Átta ára bandarískur drengur að nafni Victor De Leon virðist mjög venjulegur drengur þegar fyrst er á litið. En í raunveruleikanum lifir hann tvöföldu lífi því hann er líka „Lil Poison“, meistari í tölvuleiknum Halo og atvinnumaður í tölvuleikjaspilun.

Erlent
Fréttamynd

Tarantino í tölvuna

Leikurinn Reservoir Dogs er kominn út á Xbox og pc, en hann er algjörlega byggður á kvikmyndinni. Það hefur lengi verið siður að gera tövluleiki eftir kvikmyndum og kvikmyndir eftir tölvuleikjum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Playstation 3 ekki í góðum málum

Margir markaðssérfræðingar segja að fá fyrirtæki í ár hafi klúðrað málunum jafn gróflega og Sony. Sony átti stærstu hlutdeildina í tölvuleikjamarkaðnum fyrir stuttu, en þar réði Playstation 2 ríkjum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tveir á teikniborðinu

Tölvuleikjahönnuðurinn David Jones hefur ekki komið nálægt tölvuleikjunum Lennings eða Grant Theft Auto í lengri tíma, þrátt fyrir að vera enn titlaður höfundur þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Selur munaðinn til styrktar fátækum

„Ég gerði þetta líka í fyrra og safnaði þá hálfri milljón fyrir fátæk lönd í Mið-Ameríku,“ segir Einar Örn Einarsson sem selur allan munað ofan af sér á vefsíðu sinni, eoe.is/uppboð. Sjónvarp, XBox og dvd-myndir eru meðal þess sem Einar býður lesendum sínum upp á á vægu verði en sökum þess hversu vel gekk í fyrra er úrvalið í ár aðeins minna.

Lífið
Fréttamynd

Hannaðu eigin leiki

Út er komið forritið XNA Game Studio Express en það gerir sköpunarglöðum og snjöllum tölvuleikjaunnendum færi á að búa til sína eigin tölvuleiki á Xbox 360. Forritið notast á PC tölvu og byggir á Visual C 2005 Express Edition og Microsoft Compact Framework kerfunum.

Lífið
Fréttamynd

Algjörlega byggður á myndasögunum

Í þessari viku kemur út leikurinn Superman Returns á Playstation 2 og segja menn að nú sé loks kominn alvöru Superman-leikur. Þótt nafnið gefi til kynna að leikurinn sé byggður á kvikmyndinni þá er það ekki alveg rétt.

Leikjavísir
Fréttamynd

Nintendo Wii uppseld í Japan

Leikjatölvan Nintendo Wii kom á markað í Japan um síðustu helgi, en tvær vikur eru síðan tölvan var sett á markað í Bandaríkjunum. Rúmlega 400 þúsund eintök voru í fyrsta upplagi tölvunnar sem kom á laugardaginn var og seldust þau öll upp samdægurs.

Leikjavísir
Fréttamynd

Wii-tölvan uppseld

Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii, rauk hraðar út en heitar lummur þegar fyrsta sendingin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Fjöldi manns hafði lagt inn pöntun fyrir tölvunni en þar sem færri leikjatölvur bárust til landsins en vonir stóðu til varð að draga úr hatti hverjir fengju eintak.

Leikjavísir
Fréttamynd

Engin Playstation 4

Eftir allt braskið við gerð Playstation 3 efast forsvarsmenn Sony um að fjórða tölvan verði gerð. Ljóst er að Playstation 3 og Nintendo Wii verða helstu leikjatölvur ársins og næstu ára og hafa greiningardeildir spáð báðum fyrirtækjum ýmist himinháum gróða eða bullandi tapi.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tveir nýir Manager-leikir

Nýir Football Manager-leikir eru komnir út fyrir Xbox 360 og á Playstation Portable. Leikurinn á PSP nefnist Football Manager Handheld en í honum er að finna fjöldann allan af nýjum möguleikum sem gera leikmönnum auðveldara að stýra leiknum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Nintendo með forskot á PS3

Japanski leikjatölvuframleiðandinn Nintendo seldi rúmlega 600.000 eintök af nýjustu tölvu fyrirtækisins, Nintendo Wii, rúmri viku eftir að tölvan kom á markað í Bandaríkjunum 19. nóvember síðastliðinn.

Leikjavísir
Fréttamynd

Kona verður milljónamæringur á því að spila tölvuleik

Kínversk kona varð á dögunum fyrsti milljónamæringurinn sem verður til í sýndarveruleika. Hún spilar leikinn Second Life, http://secondlife.com/, á netinu og selur þar hús, íbúðir og landsvæði. Í leiknum græddi hún alls 300 milljónir Linden dollara, en það er gjaldmiðill leiksins. Það merkilega er að það er hægt að skipta sýndarpeningunum í alvöru dollara á genginu 275 Linden dollarar á móti einum raunverulegum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Playstation 3 komin í búðir í USA

Þúsundir biðu í röðum fyrir utan búðir í Bandaríkjunum í dag til þess að reyna að tryggja sér eintak af hinni nýju Playstation tölvu en hún er sú þriðja sem er gefin út og gengur jafnan undir nafninu Playstation 3. Ofbeldi setti hins vegar svartan blett á daginn en einn maður var skotinn í röðinni.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tveggja sólarhringa biðröð eftir Playstation 3

Æstir aðdáendur Playstation leikjatölvanna láta sig ekki muna um að standa tvo sólarhringa í röð til þess að fá að kaupa þriðju og nýjustu útgáfu leikjatölvunnar. Hún kemur í búðir á morgun í New York en röðin byrjaði að myndast í gær.

Leikjavísir
Fréttamynd

PS3 næstum uppseld í Japan

Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu.

Leikjavísir
Fréttamynd

CCP gleypir þekktan bandarískan leikjaframleiðanda

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds, sem sé nýtt skemmtanaform, aðskilið frá hefðbundnum tölvuleikjum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Verðmætum stolið frá Rauða krossinum

Brotist var inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði aðfaranótt mánudags og þaðan stolið verðmætum. Innbrotsþjófsins er leitað en lögreglan á Selfossi hefur engan grunaðan um innbrotið. Áfall, segir svæðisstjóri Rauða krossins.

Leikjavísir
Fréttamynd

Gæludýr í tölvuleik

Tölvuleikurinn Sims 2 Pets er kominn út fyrir PC og Playstation 2. Leikurinn er ótrúlega raunverulegur og fræðandi. Hér geta börn og unglingar lært heilmikið um hvernig umgangast á gæludýr, segir Odd Harald Eidsmo hjá dýraverndunarsamtökum Noregs um leikinn

Leikjavísir
Fréttamynd

Innkallanir valda samdrætti hjá Sony

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, til að bregðast við áhrifum af miklum innköllunum á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sony sker hagnað niður um helming

Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, vegna gríðarmikilla innikallana á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins á heimsvísu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Stafræn upprisa Tony Montana

Al Pacino fór hamförum árið 1983 í hlutverki kúbanska glæpakóngsins Tony Montana í hinni ofbeldisfullu Scarface eftir Brian De Palma. Í lok myndarinnar féll Tony í trylltum skotbardaga við eiturlyfjagengi frá Kolombíu en nú rís hann upp í nýjum tölvuleik sem er beintegndur myndinni.

Leikjavísir
Fréttamynd

Útgáfu seinkað fram í mars

Útgáfu leikjatölvunnar PlayStation 3 í Evrópu hefur verið frestað fram í mars á næsta ári. Tölvan verður gefin út í Bandaríkjunum og Japan í nóvember, en þá átti hún líka að koma út í Evrópu. Sony kennir vandræðum í fjöldaframleiðslu Blu-Ray geisladrifanna um seinkunina.

Leikjavísir
Fréttamynd

Godfather kominn út

Tölvuleikurinn Godfather er kominn út fyrir PC, Playstation 2, Xbox og PSP. Leikurinn er byggður á bókinni Godfather eftir Mario Puzo og samnefndri kvikmynd. Hefur leikurinn þegar fengið mjög góða dóma gagnrýnenda.

Leikjavísir
Fréttamynd

Óvissa um útgáfu PS3

Óvíst er að Sony nái að gefa út Playstation 3, næstu kynslóð leikjatölvunnar vinsælu, í vor eins og ætlað var vegna þess að ekki hefur verið lokið við gerð ákveðinna staðla sem ný tækni hennar á að styðjast við.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tiger Woods Pga Tour 06

Haustið vel á veg komið og landinn byrjaður að finna fyrir kuldanum. Norðan garrinn strýkur grínin og nöturlegir vindar berast um golfvöllinn. Eini staðurinn þar sem ekki er kalt og notalegt við að hafast er golfskálinn, er þá bara ekki upplagt að skella sér í golfskóna samt, láta á sig hanskann á vinstri hönd, sixpenser og stilla sér upp fyrir eins og 18 holur í Tiger woods Pga tour?

Leikjavísir