Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. Erlent 7. október 2020 12:43
Evrópuþingið samþykkti metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Markmið Evrópusambandsins verður að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 60% árið 2030 borið saman við árið 1990 og losunarmarkmið verða lagalega bindnandi samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Evrópuþinginu í gær. Erlent 7. október 2020 11:42
Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. Erlent 6. október 2020 13:33
Evrópuþingið greiðir atkvæði um metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. Erlent 6. október 2020 11:18
Spennandi tímamót og 8000 strætóar Í hringrásarhagkerfi (e. circular economy) er leitast við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi. Skoðun 6. október 2020 07:01
Hnattræn hlýnun gerir gróðureldana „ótvírætt“ verri Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. Erlent 25. september 2020 15:47
Ætla að banna sölu nýrra bensínbíla í Kaliforníu Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tilkynnti í dag áætlun um að banna sölu nýrra bensínbíla í ríkinu. Byrjað verður að draga úr sölu slíkra bíla og á sala þeirra að vera alfarið bönnuð árið 2035. Erlent 23. september 2020 23:50
Staðfestu tæplega þrjátíu ára gamalt kuldamet á Grænlandi Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur nú staðfest að -69,6°C sem mældust á sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Grænlandi árið 1991 sé mesti kuldi sem mæst hefur á norðurhveli jarðar. Erlent 23. september 2020 12:03
Xi tilkynnti óvænt um að Kína stefni að kolefnishlutleysi 2060 Kínverjar ætla að stefna að því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 til að draga úr hættunni á verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti þetta óvænt í ávarpi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Erlent 23. september 2020 10:57
Önnur minnsta útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í sögunni Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu þegar hún var minnst í lok sumars var sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust. Þau fjórtán ár sem útbreiðslan hefur mælst minnst hafa nú öll verið undanfarin fjórtán ár. Erlent 22. september 2020 12:09
Afmæliskönnun Sameinuðu þjóðanna: Mikill stuðningur við alþjóðlega samvinnu Heimsbyggðin hefur áhyggjur af aðgangi að heilsugæslu, hreinu drykkjarvatni, hreinlætisaðstöðu og menntun, ef marka má niðurstöður könnunar Sameinuðu þjóðanna á afstöðu til heimsmála. Heimsmarkmiðin 21. september 2020 10:24
Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. Erlent 19. september 2020 09:00
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. Erlent 18. september 2020 11:43
Alþjóðadagur til verndar ósonlaginu Í dag er aþjóðadagur til verndar ósonlaginu til þess að vekja athygli á þeirri ógn sem felst í þynningu ósonlagsins. Ósonlagið hindrar að megnið af skaðlegum útfjólubláum geislum sólar (UV-B) nái til jarðar. Heimsmarkmiðin 16. september 2020 11:25
Sally byrjar að valda usla með flóðum Fellibylurinn Sally hefur safnað krafti og skilgreinist nú sem annars stigs fellibylur. Hann ógnar nú Flórída og Alabama með miklum sjávarflóðum, rigningu og roki. Erlent 16. september 2020 09:07
Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. Erlent 15. september 2020 09:00
„Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. Erlent 15. september 2020 07:54
Facebook í hart gegn áróðri um loftslagsbreytingar Forsvarsmenn Facebook hafa stofnað sérstaka loftslagsbreytinga-miðstöð sem ætlað er að gera trúverðugum heimildum um loftslagsbreytingar hærra undir höfði. Erlent 15. september 2020 06:27
Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. Erlent 14. september 2020 08:36
110 ferkílómetra ísjaki brotnaði frá íshellu norðurskautsins Risastór ísjaki hefur brotnað frá stærstu íshellu norðurskautsins, sem kölluð er 79N eða Nioghalfjerdsfjorden, á norðausturströnd Grænlands. Erlent 14. september 2020 08:32
Hræðast að óveður muni dreifa enn frekar úr eldunum Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. Erlent 13. september 2020 20:49
„Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand“ Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Innlent 12. september 2020 21:00
Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. Erlent 11. september 2020 22:35
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. Erlent 10. september 2020 14:45
Bein útsending: Dagur grænni byggðar Fjölmörg erindi eru á dagskrá fundarins sem streymt verður í beinni hér á Vísi. Viðskipti innlent 10. september 2020 12:28
„Örvæntingaróp frá Íslandi“ til umfjöllunar á Sky Breska fréttastofan Sky News fjallar ítarlega um bráðnun jökla á Íslandi og áhrif hamfarahlýnunar á náttúru landsins í dag. Innlent 10. september 2020 08:21
Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. Erlent 9. september 2020 11:51
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. Erlent 9. september 2020 11:00
Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. Erlent 8. september 2020 23:24
Tveir af hverjum þremur bílum þurfi að vera hreinorkubílar fyrir 2030 Tveir af hverjum þremur bílum í umferðinni þurfa að vera orðnir hreinorkubílar fyrir árið 2030 svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Það kallar á um þrjú hundruð MW aukalega en það samsvarar orkuþörf um tveggja meðalstórra virkjana. Innlent 8. september 2020 14:53