Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Þróun frá landnámi loksins snúið við

Á aðeins aldarfjórðungi hefur gríðarmiklu af skógi verið eytt. Þó gengur hægar á skóga jarðar nú en gerði fyrir áratug. Á Íslandi hefur hopi skóga frá landnámi verið snúið í sókn.

Innlent
Fréttamynd

2015 líklega heitasta ár frá upphafi mælinga

Vegna áhrifa veðurfyrirbærisins El Niño, auk stórfelldrar losunar mannsins á gróðurhúsalofttegundum, er nær öruggt að árið tvö þúsund og fimmtán verður lang hlýjasta árið frá upphafi mælinga.

Innlent
Fréttamynd

Gefa þarf bráðnun jökla meiri gaum

Vísindamenn þurfa að taka meira tillit til bráðnunar jökla við rannsóknir sínar á eldstöðvum undir jökli. Ekki er útilokað að dregin hafi verið upp skökk mynd af þróun Kötlueldstöðvarinnar og hættu á eldgosum síðustu árin.

Innlent
Fréttamynd

Útrýming blasir við 16% tegunda Jarðar

Útrýming blasir við rúmlega sextán prósentum af plöntu- og dýrategundum Jarðar grípi þjóðarleiðtogar ekki til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og freisti þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum.

Innlent
Fréttamynd

Lífhagkerfið, leið til sjálfbærni

Lífauðlindir eru og verða íslensku samfélagi mikilvægar, efling lífhagkerfisins hefur verið og mun verða einn mikilvægast þátturinn í að viðhalda og auka hagsæld á Íslandi til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Hamfarakenndar breytingar á norðurslóðum

Stórfelldar breytingar eiga sér stað í Norðuríshafi þar sem umfang hafíss minnkar hratt með hækkandi meðalhitastigi Jarðar. Hafeðlisfræðingur segir pólísinn vera táknmynd loftslagsbreytinga og lýsir þróuninni sem hamfarakenndum breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Um kolefnisspor og hlýnun jarðar

"Ljóst er að aðgerða er þörf ef draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda en til þess að hægt sé að grípa til aðgerða þarf að skilgreina vandamálið og koma mælikvarða á þá þætti sem hafa áhrif á hlýnun jarðar,“ skrifar hagfræðingur.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar tvöfalt í hjartanu

Starf Gísla Rafns Ólafssonar sem yfirmaður neyðarmála hjá NetHope felst í að mæta fyrstur á svæðið þar sem hörmungar geisa. Frá því í haust hefur hann barist við útbreiðslu ebólu og er útnefndur maður ársins hjá Time fyrir framlag sitt.

Innlent
Fréttamynd

Ódýr aðgerð og skilar fljótt miklu

Ísland sótti það fast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum árum að endurheimt votlendis væri tæk aðgerð til að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum. Hér heima ríkti þögn um málið þó fjölmörg rök stæðu til annars. Málið virðist loks komið á dagskrá löggjafans.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulagi náð á framlengdum fundi

Fulltrúar 194 þjóða funduðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma í Perú. Illa gekk að komast að niðurstöðu og dróst fundarhald um tvo daga.

Erlent
Fréttamynd

Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals

Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að verða hlýjasta árið

Árið 2014 virðist ætla að verða hlýjasta ár sögunnar, samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá Alþjóðaveðurstofnuninni sem kynntar voru á loftslagsráðstefnunni í Líma í gær.

Erlent
Fréttamynd

Græða þarf upp yfir milljón hektara lands

Hagstætt veðurfar undanfarinna ára ræður því að jarðvegseyðingu er haldið í skefjum. Vinna við endurheimt gróðurlendis er hins vegar í mýflugumynd. Yfir milljón hektara lands utan hálendisins þarf að klæða að nýju.

Innlent