Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Jöklar eiga í vök að verjast

Jökulsporðar voru mældir á nær 50 stöðum á landinu síðastliðið ár. Jarðfræðingur segir að hitastig ráði mun meiru um afkomu jökla en úrkoma. Framhlaupsjöklar eiga það til að styttast mikið en hlaupa svo skyndilega fram af krafti.

Innlent
Fréttamynd

Gleymda lögsögubeltið

Mikið er rætt um Norðurslóðir og þau tækifæri og ógnir sem stafa af hlýnun jarðar af mannavöldum. Í þá umræðu vantar oft nákvæmni. Verður hér bent á eitt atriði sem Alþingi ætti að taka til umhugsunar og í framhaldinu leiða í lög til að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað.

Skoðun
Fréttamynd

Fjármögnun þjóðgarðs; er náttúrupassi rétta leiðin?

Sem þjóðgarðsvörður hef ég velt vöngum yfir því hvernig fjármagna megi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs svo að hann geti tekið sómasamlega á móti gestum sínum. Þjóðgarðurinn varð fimm ára sl. vor og spannar nú um 13.920 km2 lands. Frá stofnun hefur verið unnið að uppbyggingu innviða, merkingu aðkomuleiða og staða og gerð fræðsluefnis.

Skoðun
Fréttamynd

Vatnsgeymir á stærð við Írland í jöklinum

Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Hann heldur 140 milljörðum tonna af vatni. Fundurinn breytir mati manna á samspili jökulsins við frekari hlýnun jarðar og hækkun sjávarborðs.

Innlent
Fréttamynd

Beislum neysluna

Íslendingar eru neyslufrekasta þjóð heims. Það þýðir að engin önnur þjóð notar meira af auðlindum jarðar til að viðhalda lífsstíl sínum. Ef allir jarðarbúar myndu haga lífi sínu á sama hátt og meðal Íslendingurinn, þyrftum við sex jarðir til að anna eftirspurninni.

Skoðun
Fréttamynd

Umhverfismál vaxandi hluti reksturs

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ávarpaði 8. Umhverfisþing í Hörpu. Í máli sínu lagði hann áherslu á hlutverk umhverfismála í rekstri fyrirtækja og sagði atvinnulífið vera hluta af lausninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytendur í Kenýa

Ólöf Rún Benediktsdóttir var stödd í Kenýa á dögunum þar sem hún sótti alþjóðlegan fund Changemaker hreyfingarinnar, en hreyfingin vinnur gegn misskiptingu auðs í heiminum.

Lífið
Fréttamynd

Til forseta Ekvador

Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan.

Skoðun
Fréttamynd

Arctic Circle og tækifærin í endurnýjanlegri orku

Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns

Skoðun
Fréttamynd

Hlýnunin ótvírætt mannanna verk

Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ.

Innlent
Fréttamynd

Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni

Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt.

Innlent
Fréttamynd

Geta erfiðlega skýrt hægari hlýnun jarðar

Loftslagsfræðingar eiga í vandræðum með að útskýra af hverju hægt hefur á hlýnun jarðar. Efasemdarmenn telja sig geta hrósað sigri þótt hlýnunin haldi áfram. Æ betur kemur í ljós að hún er mönnum að kenna.

Erlent
Fréttamynd

Fjárfesta fyrir 2,1 milljarð

Icelandic Tourism Fund, nýr framtakssjóður í eigu Icelandair Group, Landsbankans og nokkurra lífeyrissjóða, hefur fjárfest í tveimur stórum verkefnum í afþreyingu fyrir ferðamenn. Frekari fjárfestingar eru á teikniborðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Súrnun sjávar hraðari við strendur Íslands

Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar.

Innlent
Fréttamynd

Flugvöllurinn og hlýnun jarðar

Hlýnun jarðar og fyrirséð hækkun sjávarborðs eru Páli Bergþórssyni, veðurfræðingi og fyrrverandi forstjóra Veðurstofunnar, hugleikin í færslu sem hann ritar á Facebook. Fyrirséð er að til aldamóta megi gera ráð fyrir að sjávarstaða hækki um einn til tvo metra í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Tækifæri í óheillaþróun

Ummæli forseta Íslands um möguleika á því að koma upp risahöfn í Maine í Bandaríkjunum hafa vakið athygli vestra. Forsetinn fjallaði um tækifærin sem felast í bráðnun íss á Norðurskautinu á Alþjóðaviðskiptadegi Maine í Portland í Bandaríkjunum á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Nýja sýn á norðrið

Hlýnun jarðar breytir lífsskilyrðum jarðarbúa afar hratt. Á norðurslóðum eru breytingarnar hraðari en flesta óraði fyrir. Mönnum er tíðrætt um tækifærin sem fylgja en minna heyrist um vandkvæðin.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetja fólk til að borða fleiri skordýr

„Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“

Erlent