Heimir: Ferguson var hugrakkur og breytti rétt Manchester United lenti í kröppum dansi í gærkvöld þegar liðið lenti 2-0 undir gegn Braga frá Portúgal í Meistaradeild Evrópu. Enska liðið snéri taflinu sér í hag og landaði 3-2 sigri á Old Trafford í Manchester. Þorsteinn J. fór yfir alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni þar sem að Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson voru sérfræðingar þáttarins. Heimir hrósaði Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United fyrir það hugrekki að viðurkenna að það sem hann hafði lagt upp með fyrir leikinn var ekki að virka. Fótbolti 24. október 2012 11:00
Meistaradeildin: Stórkostleg tilþrif hjá Joe Hart Joe Hart, markvörður enska meistaraliðsins Manchester City, fór á kostum þegar lið hans mætti þýska meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í byrjun þessa mánaðar. Markvörðurinn og félagar hans í Man City eru með bakið upp við vegg í D-riðlinum en liðið mætir hollenska meistaraliðinu Ajax í kvöld. Í myndbrotinu sem fylgir fréttinni má sjá tilþrifin hjá Hart í leiknum gegn Dortmund og viðtal við Hart sem er markvörður enska landsliðsins. Fótbolti 24. október 2012 10:00
United búið að lenda átta sinnum 0-1 undir í tólf leikjum Manchester United þekkir það orðið vel að lenda 0-1 undir og koma til baka í leikjum sínum en liðið vann enn einn endurkomusigur í kvöld með því að snúa 0-2 stöðu í 3-2 sigur á móti Braga í Meistaradeildinni. Þetta var í áttunda sinn í tólf leikjum sem United lendir 0-1 undir í leik á tímabilinu. Fótbolti 23. október 2012 21:59
Sir Alex: Svona er þetta búið að vera allt þetta tímabil Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat brosað eftir 3-2 sigur liðsins á Braga á Old Trafford í kvöld en hvorki honum né öðrum United-mönnum leyst eflaust á blikuna þegar portúgalska liðið var komið í 2-0 eftir tuttugu mínútna leik. Fótbolti 23. október 2012 21:43
Nordsjælland náði í stig gegn Juve - úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Nordsjælland nýtti sér örugglega góð ráð frá Ólafi Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks, þegar danska liðið var aðeins níu mínútum frá því að vinna ítölsku meistarana í Juventus í Meistaradeildinni í kvöld. Juve tryggði sér jafntefli í lokin. Roberto Soldado skoraði þrennu þegar Valencia stoppaði BATE-menn. Fótbolti 23. október 2012 18:30
Jordi Alba með sigurmark Barca í uppbótartíma Celtic kom á óvart með frábærri frammistöðu sinni á Nývangi í kvöld og var grátlega nálægt því að ná í stig út úr leiknum. Jordi Alba skoraði sigurmark Barcaelona á fjórðu mínútu í uppbótartíma og tryggði spænska liðinu nauman en sanngjarnan 2-1 sigur. Fótbolti 23. október 2012 18:22
Shakhtar Donetsk vann Chelsea Shakhtar Donetsk sýndi styrk sinn í kvöld með því að vinna 2-1 sigur á Evrópumeisturum Chelsea í Úkraínu. Shakhtar Donetsk er því komið með þriggja stiga forskot á Chelsea á toppi E-riðilsins. Fótbolti 23. október 2012 18:15
Manchester United lenti 0-2 undir en vann samt Javier Hernández stimplaði sig inn í tímabilið með því að skora tvö mörk í 3-2 endurkomu sigri Manchester United á Braga í leik liðanna í Meistaradeildinni á Old Trafford í kvöld. United lenti 0-2 undir eftir tuttugu mínútur en kom til baka og Javier Hernández tryggði liðinu þriðja sigurinn í röð í Meistaradeildinni með sínu öðru marki í leiknum. Fótbolti 23. október 2012 18:15
Spartak Moskva komið á blað í Meistaradeildinni Spartak Moskva vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í ár þegar liðið vann 2-1 heimasigur á Benfica í kuldanum í Moskvu í dag. Bæði lið voru án sigurs fyrir leikinn. Fótbolti 23. október 2012 16:00
Framherji Celtic: Við getum unnið Barcelona Þeir eru ekki margir sem búast við því að skoska liðið Celtic geri einhvern usla á Camp Nou í Barcelona í kvöld er liðið spilar þar í Meistaradeildinni. Leikmenn liðsins eru þó nokkuð borubrattir. Fótbolti 23. október 2012 13:00
Meistaradeildin: Mögnuð tilþrif, glæsileg mörk og mikil dramatík Meistaradeildin í knattspyrnu er á Stöð 2 Sport. Nú er komið að þriðju umferðinni. Sú síðasta bauð upp á mögnuð tilþrif, glæsileg mörk og mikla dramatík. 50 mörk voru skoruð í leikjunum sextán,l ríflega þrjú mörk að meðaltali í leik. Fótbolti 23. október 2012 10:08
Duga ráðin frá Ólafi í kvöld? Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld og fer þá fram þriðja umferð í riðlum E til H en eftir hana ættu línur vera farnar að skýrast í riðlinum fjórum. Fótbolti 23. október 2012 06:00
Buffon getur spilað gegn Nordsjælland Juventus fékk góð tíðindi í dag þegar í ljós kom að markvörðurinn Gianluigi Buffon er búinn að jafna sig af meiðslum og getur spilað með liðinu gegn Nordsjælland í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 22. október 2012 17:45
Terry tekur þátt í baráttunni gegn kynþáttaníði Það er ansi líklegt að John Terry verði fyrirliði Chelsea í Meistaradeildinni á morgun. Ef svo fer þá mun hann bera fyrirliðaband með slagorði gegn kynþáttaníði. Fótbolti 22. október 2012 17:00
Lewandowski: Vonandi spilar Pepe heiðarlega Pólverjinn Robert Lewandowski hjá Dortmund er búinn að kynda bálið fyrir leikinn gegn Real Madrid á miðvikudag. Hann segist nefnilega óttast að portúgalski varnarmaðurinn Pepe muni ekki spila heiðarlega. Fótbolti 22. október 2012 14:45
Babel: Benitez sveik gefin loforð Ryan Babel er enn fúll út í Rafael Benitez og kennir honum um að hann hafi ekki slegið í gegn hjá Liverpool á sínum tíma. Fótbolti 21. október 2012 22:15
Fingurinn á þjálfara Montpellier kom honum í bann Rene Girard, þjálfari Montpellier, hefur verið dæmdur í eins leiks bann í Meistaradeildinni og til að greiða dágóða sekt fyrir að sýna þjálfara Schalke fingurinn í Meistaradeildarleik á dögunum. Fótbolti 10. október 2012 14:30
Abidal æfir upp í Pýreneafjöllum Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, er á fullu í endurhæfingu eftir að hafa fengið nýja lifur í apríl síðastliðnum. Abidal hefur verið að glíma við krabbamein í lifur en ætlar ekki að gefa fótboltann upp á bátinn. Fótbolti 10. október 2012 13:15
Sir Alex: Ánægður með nýju demanta-miðjuna sína Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur mikla trú á nýju demanta-miðju liðsins og telur að hún geti hjálpað liðinu mikið á þessu tímabili. Ferguson hefur stillt upp í þessu kerfi í síðustu leikjum en byrjaði á því í sigri á Newcastle í deildabikarnum. Enski boltinn 10. október 2012 12:30
Hleb: Lærði meira af Wenger en Guardiola Hvít-Rússinn Alexander Hleb er ekki sammála því að Pep Guardiola sé besti þjálfari í heimi. Að hans mati var frábær árangur Guardiola með Barcelona uppskera þess að hann var með bestu leikmennina í sínu liði. Fótbolti 10. október 2012 11:15
Ólafur Kristjáns leikgreinir Juventus fyrir Nordsjælland Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. Fótbolti 8. október 2012 11:45
Arsenal vann Barcelona samanlagt 7-0 Nýkrýndir Englandsmeistarar Arsenal fóru auðveldlega inn í sextán liða úrslit Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Barcelona í seinni leiknum í dag. Enska liðið vann leikina tvo samanlagt 7-0. Fótbolti 4. október 2012 23:00
Meistaramörkin: Umfjöllun um leik Man City og B. Dortmund Joe Hart markvörður Manchester City fór á kostum í gær þegar Englandsmeistaraliðið lék gegn þýsa meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Enski landsliðsmarkvörðurinn sýndi stórkostleg tilþrif í leiknum. Þorsteinn J fór yfir leikinn í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Hjörtur Hjartarson og Heimir Guðjónsson voru sérfræðingar þáttarins. Fótbolti 4. október 2012 10:15
Mancini: Áttum stigið ekki skilið Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að Dortmund hafi verið betri aðilinn í leik liðanna í kvöld og að það sé Joe Hart að þakka að leiknum lyktaði með jafntefli. Fótbolti 3. október 2012 22:09
Hart: Hefði getað endað 10-10 Joe Hart, markvörður Manchester City, átti stórleik þegar að lið hans gerði 1-1 jafntefli við Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 3. október 2012 20:59
Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikir Meistaradeildarinnar á einum stað Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. Fótbolti 3. október 2012 18:30
Í beinni: Arsenal - Olympiakos Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign enska liðsins Arsenal og gríska liðsins Olympiakos í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 3. október 2012 18:00
Í beinni: Ajax - Real Madrid Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign hollenska liðsins Ajax og spænska liðsins Real Madrid í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 3. október 2012 18:00
AC Milan vann á sjálfsmarki í Rússlandi AC Milan missti niður tveggja marka forystu og þurfti að treysta á sjálfsmark til þess að tryggja sér 3-2 sigur á Zenit St Petersburg í fyrsta leik dagsins í Meistaradeild Evrópu í fótbota. Leikurinn fór fram á Petrovski Park í Sankti Pétursborg. Fótbolti 3. október 2012 15:45
Van Nistelrooy: Cristiano Ronaldo er ekki hrokagikkur Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid og hollenska landsliðsins, hefur komið Cristiano Ronaldo til varnar og segir hann að Portúgalinn snjalli sé ekki hrokagikkur. Fótbolti 3. október 2012 14:15