Þessir verða í banni í úrslitaleiknum Alls verða sjö leikir í banni hjá liðunum tveimur sem leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í München þann 19. maí næstkomandi. Fótbolti 25. apríl 2012 23:15
Meistaradeildarmörkin: Real Madrid - Bayern München Bayern München tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Real Madrid í vítaspyrnukeppni í æsispennandi viðureign í spænsku höfuðborginni í kvöld. Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir leikinn. Fótbolti 25. apríl 2012 22:58
Heynckes: Töfrum líkast Jupp Heynckes, gamalreyndi þjálfari Bayern München, var í skýjunum eftir að hans menn tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 25. apríl 2012 22:52
Schweinsteiger: Við erum búnir á því Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern München sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með því að skora úr fimmtu spyrnu liðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Real Madrid í kvöld. Fótbolti 25. apríl 2012 22:47
Mourinho: Svona er bara fótboltinn Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hélt haus og gott betur þegar hann hitti á blaðamenn eftir leik sinna manna gegn Bayern München í kvöld. Fótbolti 25. apríl 2012 22:30
Bayern komst í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Bayern München mun spila á heimavelli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Real Madrid í æsispennandi viðureign á Santaigo Bernabeu í Madríd í kvöld. Fótbolti 25. apríl 2012 13:54
Ronaldo: Okkar tími er kominn Cristiano Ronaldo er sannfærður um að Real Madrid geti unnið upp 2-1 forskot Bayern München frá fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni en seinni leikurinn fer fram í kvöld. Fótbolti 25. apríl 2012 13:30
Terry bað stuðningsmenn Chelsea og leikmenn afsökunar John Terry fyrirliði Chelsea bað stuðningsmenn liðsins afsökunar á hegðun sinni í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gærkvöld. Terry fékk rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir brot gegn Alexis Sanchez og léku Englendingarnir því einum færri í um 55 mínútur. Chelsea náði með ótrúlegum hætti að tryggja sig áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að ná 2-2 jafntefli og sigra 3-2 samanlagt. Fótbolti 25. apríl 2012 12:00
Mourinho er sannfærður um sigur Real Madrid gegn FC Bayern Jose Mourinho þjálfara spænska liðsins Real Madrid er sannfærður um að leikmenn liðsins standist prófið gegn FC Bayern München í kvöld í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýska liðið FC Bayern hafði betur í fyrri leiknum 2-1 sem fram fór í München en staða Real Madrid er alls ekki slæm eftir að hafa skorað mark á útivelli. Fótbolti 25. apríl 2012 10:48
Guardiola: Messi verður lengi að jafna sig Lionel Messi leikmaður Barcelona var miður sín eftir að lið hans féll úr keppni í Meistaradeild Evrópu í gær. Argentínumaðurinn klúðraði vítaspyrnu í síðari hálfleik í stöðunni 2-1 á Nou Camp gegn enska liðinu Chelsea og hann var ekki til staðar á fundi með fréttamönnum eftir leik. Fótbolti 25. apríl 2012 10:30
Meistaradeildarmörkin: Barcelona - Chelsea Chelsea tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með því að ná 2-2 jafntefli gegn Barcelona í ótrúlegum leik á Nývangi í kvöld. Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir gang mála. Fótbolti 24. apríl 2012 23:42
Guardiola segir framtíð sína óráðna Pep Guardiola var eðlilega niðurlútur eftir að hans menn í Barcelona féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 24. apríl 2012 23:37
Ótrúleg velgengni Chelsea undir stjórn Di Matteo Sjálfsagt höfðu ekki margir trú á því að Ítalinn Roberto Di Matteo myndi gera mikið úr tímabili Chelsea þegar hann tók við liðinu í upphafi marsmánaðar, eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Fótbolti 24. apríl 2012 23:08
Drogba: Okkar bestu leikmenn missa af úrslitaleiknum "Við erum ánægðir með að hafa komist áfram en við verðum að halda ró okkar - vegna þess að okkar bestu leikmenn verða ekki með í úrslitaleiknum,“ sagði Didier Drogba, sóknarmaður Chelsea, eftir leikinn gegn Barcelona í kvöld. Fótbolti 24. apríl 2012 22:30
Lampard: Sjaldan liðið betur Frank Lampard segir að frammistaða Chelsea í kvöld hafi verið óviðjafnanleg og að tilfinningin eftir leikinn sé ein sú besta sem hann hafi upplifað á ellefu ára ferli sínum hjá Chelsea. Fótbolti 24. apríl 2012 22:20
Terry baðst afsökunar John Terry, fyrirliði Chelsea, bað liðsfélaga sína afsökunar fyrir að hafa brugðist þeim í leiknum gegn Barcelona í kvöld. Fótbolti 24. apríl 2012 22:10
Löwen gerði jafntefli við Lemgo Rhein-Neckar Löwen mátti sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30-30. Handbolti 24. apríl 2012 20:03
Chelsea sló út Barcelona í óviðjafnanlegum leik Chelsea tókst hið ótrúlega í kvöld og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Barcelona á Nou Camp í hreint ótrúlegum knattspyrnuleik. Fótbolti 24. apríl 2012 17:40
Er stærð grasmottunnar á Nou Camp bara góð lygasaga? Margir fótboltasérfræðingar hafa skrifað um það á undanförnum dögum að það verði erfitt fyrir vörn Chelsea að halda aftur af sóknarþunga Barcelona á Nou Camp þar sem að heimavöllur Barcelona er mun breiðari en Stamford Bridge í London. Fótbolti 24. apríl 2012 15:00
Torres telur að Chelsea eigi möguleika gegn Barcelona Fernando Torres framherji enska liðsins Chelsea segir að leikmenn liðsins ætli sér að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Spánverjinn verður væntanlega á varamannabekk Chelsea í kvöld gegn Barcelona á Nou Camp en Chelsea vann fyrri leikinn 1-0 í London. Fótbolti 24. apríl 2012 12:00
Reynir: Barcelona kemst í úrslitaleikinn Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24. apríl 2012 06:00
Guardiola stólar á Pique í baráttunni gegn Drogba Pep Guardiola, þjálfari spænska liðsins Barcelona, mun að öllum líkindum velja þann kostinn að setja varnarmanninn Gerard Pique í byrjunarliðið gegn Chelsea á morgun í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn sem fram fór á Stamford Bridge í London þar sem að Didier Drogba skoraði mark Chelsea. Fótbolti 23. apríl 2012 13:30
Drogba með gegn Barcelona á þriðjudaginn Didier Drogba, leikmaður Chelsea, verður með liðinu gegn Barcelona í seinni leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu, sem leikinn verður á þriðjudaginn. Drogba virðist vera við fulla heilsu eftir að hann tók þátt á æfingu liðsins í dag. Fótbolti 22. apríl 2012 19:00
Ribery kýldi Robben | Orðnir vinir á ný Franck Ribery og Arjen Robben, leikmenn FC Bayern, tókust á eftir leik Bayern og Real Madrid í vikunni sem endaði með því að Ribery kýldi Robben í andlitið. Fótbolti 21. apríl 2012 22:47
Rooney sendi Drogba pillu á Twitter Það virðist eitthvað hafa farið í taugarnar á Wayne Rooney, leikmanni Manchester United, hversu oft Didier Drogba lá meiddur í grasinu í leik Chelsea og Barcelona á dögunum. Fótbolti 20. apríl 2012 07:00
Umfjöllun um sigur Chelsea á Evrópumeisturunum Þorsteinn J. og gestir hans í myndveri Stöðvar 2 Sports fóru ítarlega yfir undanúrslitaviðureign Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. apríl 2012 23:04
Terry: Ein besta frammistaða Chelsea John Terry, fyrirliði Chelsea, var í skýjunum eftir sigur liðsins á Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Didier Drogba skoraði eina markið í 1-0 sigri Chelsea en liðin mætast aftur í næstu viku, þá í Barcelona. Fótbolti 18. apríl 2012 22:49
Di Matteo: Nánast fullkomið Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, var vitanlega hæstánægður með sína menn og sigurinn á Barcelona í kvöld. Fótbolti 18. apríl 2012 22:34
Drogba sá um Evrópumeistarana Didier Drogba var hetja Chelsea þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Barcelona, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 18. apríl 2012 18:15
Busquets: Ekki óþægilegt að vera sigurstranglegra liðið Hinn óvinsæli miðjumaður Barcelona, Sergio Busquets, er bjartsýnn á að sitt lið ýti Chelsea úr vegi í Meistaradeildinni og komist alla leið í úrslit enn eitt árið. Fótbolti 18. apríl 2012 13:00