Guardiola um þjálfara Athletic Bilbao: Er sá besti í heimi í dag Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sparar ekki hrósið til Marcelo Bielsa, þjálfara Athletic Bilbao liðsins sem fór illa með ensku meistarana í Manchester United í tveimur leikjum í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Bilbao vann fyrri leikinn 2-1 í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Old Trafford í síðustu viku. Fótbolti 16. mars 2012 19:45
Þjálfari Malmö hrósar Söru fyrir vinnusemina í sigrinum í gær Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði gríðarlega mikilvægt mark í gær þegar sænska liðið LdB Malmö vann 1-0 sigur á þýska stórliðinu Germany 1. FFC Frankfurt í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 16. mars 2012 17:30
Leikdagar klárir fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni UEFA hefur ákveðið leikdaga fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni en dregið var fyrr í dag. Chelsea mun spila sína leiki við Benfica á sama tíma og Real Madrid mætir APOEL frá Kýpur. Stórleikir Barcelona og AC Milan fara síðan fram á sama tíma og leikir þýska liðsins Bayern München. Fótbolti 16. mars 2012 13:00
Stórliðin Barcelona og AC Milan mætast - Chelsea fékk Benfica Það er búið að draga í Meistaradeildinni og nú er orðið ljóst hvaða leið liðin fara í gegnum bæði átta liða úrslitin og undanúrslitin. Fótbolti 16. mars 2012 09:30
Messi: Rooney, Van Persie og Aguero eru þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir að Sergio Aguero, Wayne Rooney og Robin van Persie séu þrír bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Messi hefur verið gjörsamlega óstöðvandi með Barcelona-liðinu í vetur en BBC fékk hann til að tala um þá leikmenn sem hann hefur hrifist af. Enski boltinn 15. mars 2012 23:15
Þóra hélt hreinu og Sara skoraði sigurmarkið þegar Malmö vann Frankfurt Þóra Björg Helgadóttir átti mjög góðan leik í markinu og Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði sigurmarkið þegar LdB Malmö vann þýska liðið 1. FFC Frankfurt 1-0 í fyrri leik liðanna í í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Seinni leikur liðanna fer fram í Þýskalandi í næstu viku. Fótbolti 15. mars 2012 16:54
Mourinho vonast eftir því að mæta Chelsea í úrslitaleiknum José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, vonast til þess að mæta sínu gamla félagi Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í 8 – liða úrslit og undanúrslit keppninnar á morgun og þá kemur í ljóst hvort draumur hins litríka portúgalska þjálfara getur ræst. Sport 15. mars 2012 11:45
Terry og Lampard: Sönnuðum að við erum lið í kvöld John Terry, fyrirliði Chelsea, er nýkominn aftur eftir meiðsli og hann steig heldur betur upp í kvöld er Chelsea sló Napoli úr Meistaradeildinni í framlengdum leik. Fótbolti 14. mars 2012 22:33
Chelsea komst áfram í Meistaradeildinni - vann Napoli 4-1 í framlengingu Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Fótbolti 14. mars 2012 19:15
Real Madrid áfram án mikilla vandræða - Ronaldo með tvö í 4-1 sigri á CSKA Real Madrid tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 4-1 sigri á CSKA Moskvu á Santiago Bernabéu í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Moskvu og Real vann því samanlagt 5-2. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum en hin mörkin gerðu þeir Gonzalo Higuaín og Karim Benzema. Fótbolti 14. mars 2012 19:15
Terry: Gæti orðið eitt flottasta kvöldið í sögu Chelsea John Terry, fyrirliði Chelsea, er sannfærður um að sitt lið nái að vinna upp tveggja marka forskot Napoli í kvöld og komast þar með áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Chelsea er síðasta enska liðið sem er eftir í keppninni. Fótbolti 14. mars 2012 16:30
Margrét Lára ekki í leikmannahópi Turbine Potsdam Margrét Lára Viðarsdóttir getur ekki tekið þátt í fyrri leik 1. FFC Turbine Potsdam á móti rússneska liðinu FC Rossiyanka í átta liða úrslitum í Meistaradeildinni en leikurinn hefst klukkan 17.00 og er í beinni á Eurosport (stöð 40 á Fjölvarpinu). Fótbolti 14. mars 2012 16:01
Cavani hjá Napoli: Þurfum bara að skora og þá komust við áfram Edinson Cavani, framherji og aðalmarkaskorari Napoli, telur að eitt mark á móti Chelsea á Stamford Bridge í kvöld, verði nóg fyrir ítalska liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 14. mars 2012 15:30
Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Meistaradeild Evrópu í fótbolta er aðalmálið á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Enska liðið Chelsea leikur í 16-liða úrslitum keppninnar gegn ítalska liðinu Napólí og stórlið Real Madrid frá Spáni fær CSKA frá Moskvu í heimsókn. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir málin með sérfræðingum Stöðvar 2 sport. Keppni í Formúlu 1 kappakstrinum hefst um helgina í Ástralínu og aðfaranótt fimmtudags verður sýnt frá æfingum á Stöð 2 sport. Fótbolti 14. mars 2012 13:00
Meistaradeildin: Di Matteo gerir miklar kröfur | kemst Chelsea áfram? Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, krefst þess að leikmenn liðsins gefi allt sem þeir eiga í leikinn gegn ítalska liðinu Napólí í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea er í erfiðri stöðu eftir 3-1 tap á útivelli í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar. Það er því að duga eða drepast fyrir Chelsea sem er eina enska liðið sem er eftir í þessari keppni. Fótbolti 14. mars 2012 11:00
Samantekt úr Meistaramörkunum, markaregn í München Bayern München frá Þýskalandi og franska liðið Marseille tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Bayern München gjörsigraði Basel frá Sviss á heimavelli, 7-0, þar sem Mario Gomez skoraði fjögur mörk. Það gekk mikið á þegar Inter frá Mílanó vann Marseille 2-1 en það dugði ekki til. Þorsteinn J fór yfir gang mála með gestum sínum í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport ásamt sérfræðingunum Pétri Marteinssyni og Reyni Leóssyni. Fótbolti 13. mars 2012 23:59
Xavi: Spánverjar kunna ekki að meta Barcelona-liðið Xavi Hernández, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins segir Barcelona ekki fá þá viðurkenningu á Spáni sem liðið á skilið. Ástæðuna telur hann vera ríginn á milli Real Madrid og Barcelona. Fótbolti 13. mars 2012 22:45
Cristiano Ronaldo: Mourinho verður áfram hjá Real Madrid Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er sannfærður um að Jose Mourinho verði áfram þjálfari Real Madrid á næsta tímabili en það hafa verið sögusagnir í gangi um að portúgalski þjálfarinn sé á leiðinni frá Bernabeu. Fótbolti 13. mars 2012 20:30
Dramatík í lokin þegar Inter féll úr leik - Marseille áfram á útivallarmarki Franska liðið Marseille komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Inter Milan á San Siro. Inter komst í 1-0 í leiknum en fékk á sig mark í uppbótartíma eins og í fyrri leiknum. Þessi mörk urðu ítalska stórliðinu að falli. Fótbolti 13. mars 2012 19:30
Gomez með fernu í stórsigri Bayern Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. Fótbolti 13. mars 2012 19:15
Meistaradeildin: Mourinho ber virðingu fyrir CSKA Moskvu Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur engar áhyggjur af því að hann muni missa starf sitt ef spænska liðið nær ekki að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid tekur á móti CSKA frá Moskvu á morgun í 16-liða úrslitum keppninnar. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Rússlandi. Fótbolti 13. mars 2012 18:30
Lionel Messi kann að skutla sér | 50 marka maðurinn með tilþrif Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur farið á kostum í framlínunni hjá Evrópu – og Spánarmeistaraliði Barcelona. Framherjinn hefur skorað 50 mörk nú þegar og þar af 30 í deildarkeppninni. Messi virðist vera með allt á hreinu í fótboltanum og hann miðað við myndina sem liðsfélagi hans hjá Barcelona, Carles Puyol, tók á æfingu liðsins þá er Messi góður í marki einnig. Fótbolti 13. mars 2012 14:45
Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Meistaradeild Evrópu, 16-liða úrslit, og grannaslagur í Liverpool borg eru í aðalhlutverki á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Úrslitin í fyrstu tveimur viðureignunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar ráðast í kvöld þar sem leikið verður til þrautar. Þorsteinn J og gestir hita upp fyrir stórleiki kvöldsins og málin verða gerð upp í Meistaradeildarmörkunum. Enska úrvalsdeildin er einnig áhugaverð í kvöld þar sem Liverpool og Everton eigast við á Anfield. Fótbolti 13. mars 2012 13:00
Meistaradeildin: Reynir spáir Bayern München sigri gegn Basel Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Fótbolti 13. mars 2012 12:15
Meistaradeildin: Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfaranum Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfara sínum, Jupp Heynckes, sem líkir Bayern München leikmanninum við Xavi og Andres Iniesta hjá Barcelona. Schweinsteiger hefur ekki leikið með þýska liðinu að undanförnu vegna meiðsla en hann gæti verið í byrjunarliðinu þegar Bayern München tekur á móti Basel í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 13. mars 2012 09:45
Bayern og Inter þurfa sigur Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og þar reynir á tvö stórlið. Bayern München og Internazionale töpuðu bæði fyrri leiknum 1-0 á útivelli þökk sé marki í blálokin. Basel skoraði sigurmarkið á móti Bayern á 85. mínútu en sigurmark Marseille á móti Inter kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Nú eru Bayern og Inter á heimavelli en leikirnir hefjast klukkan 19.45 og eru í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 3. Fótbolti 13. mars 2012 07:00
Bróðir Lionel Messi með tattú af litla bróður á öxlinni Lionel Messi á eldri bróður sem heitir Matias og býr í Argentínu. Matias komst í fréttirnar í heimalandinu á dögunum þegar hann viðurkenndi í útvarpsviðtali að vera með húðflúr af litla bróður sínum á öxlinni. Matias segist líka vera mesti aðdáandi Lionel bróður síns. Fótbolti 12. mars 2012 23:45
Hinn fullkomni leikmaður Lionel Messi hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar. Hann varð fyrsti maðurinn til að skora fimm mörk í einum leik í Meistaradeildinni og er á góðri leið með að slá öll markamet sem hann á möguleika á að slá. Fótbolti 9. mars 2012 06:00
Zlatan gagnrýnir þjálfara AC Milan Svíinn Zlatan Ibrahimovic var allt annað en sáttur við leikkerfið sem AC Milan spilaði gegn Arsenal á þriðjudag. Milan skreið þá inn í átta liða úrslit eftir 3-0 tap. Milan spilaði 4-3-3 í leiknum og Zlatan sagði að sér hefði aldrei liðið vel í leiknum. Fótbolti 8. mars 2012 13:45
Háspenna í vítakeppni APOEL og Lyon | samantekt frá Stöð 2 sport Meistaradeildarævintýri APOEL Nicosia ætlar engan endi að taka. Í gærkvöld sló litla liðið frá Kýpur, franska liðið Lyon út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni sem var að venju æsispennandi. Í myndbandinu má sjá hvernig til tókst hjá leikmönnum beggja liða. Fótbolti 8. mars 2012 13:28